Enski boltinn

Redknapp: Við erum enn með í titilbaráttunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham
Harry Redknapp, stjóri Tottenham Mynd/Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur engar áhyggjur þótt að liðið hafi aðeins náð 1-1 jafntefli á móti Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Tottenham átti möguleika á því að komast upp að hlið Manchester-liðanna á toppnum með sigri í þessum leik en er nú tveimur stigum á eftir Manchester-liðunum.

„Þetta er bara einn leikur. Eitt jafntefli breytir því ekki skyndilega því hvað við getum gert eða munum gera. Við erum ennþá á góðu skriði og höfum aðeins tapað einum leik af síðustu 19. Það eru engir auðveldir leikir og hin liðin eiga líka eftir að tapa stigum," sagði Harry Redknapp sem talaði um meistaravonir Tottenham fyrir leikinn.

„Ég sagði aldrei að það væri öruggt að við myndum vinna deildina. Ég sagði að við ættum möguleika á því þótt að það væri ólíklegt. Manchester City og Manchester United eru langsigurstranglegustu liðin en ef við eigum frábæran seinni hluta og spilum eins vel og við gerðum í fyrri hlutanum þá veit maður aldrei hvað getur gerst," sagði Redknapp.

„Við höfum komið mörgum á óvart á þessu tímabili en það er engin ástæða fyrir því að við getum ekki tekið þátt í titilbaráttunni áfram," sagði Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×