Tinna byrjar ekki vel á lokaúrtökumótinu á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2012 15:47 Tinna Jóhannsdóttir úr Keili. Mynd/Daníel Tinna Jóhannsdóttir úr Keili náði ekki að spila sitt besta golf á fyrsta hringnum í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna sem fram fer á La Manga á Spáni. Tinna lék fyrstu 18 holurnar á mótinu á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari. Tinna fékk tvo fugla á par fjórum holum á seinni hringnum en var síðan með einn skramba og fimm skolla á hringnum. Fjórir af skollunum komu á fyrri níu holunum þar sem hún lék á fjórum höggum yfir pari. Tinna er í 80. sæti af 101 keppanda eftir fyrstu 18 holurnar en aðeins fimmtíu efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn á morgun. Tinna þarf því að spila sitt allra besta golf á morgun ætli hún að spila á tveimur síðustu dögunum. Tinna er nú þegar þremur höggum á eftir þeim kylfingum sem eru í 39. til 54. sæti. 30 efstu kylfingarnir á þessu móti tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næstu leiktíð. Golf Mest lesið Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Enski boltinn Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Samningi Marcelo rift eftir rifrildi á hliðarlínunni Fótbolti Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Enski boltinn Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Formúla 1 Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Körfubolti Tuchel fær að vera í fjarvinnu og mun búa langt frá æfingasvæðinu Fótbolti Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Formúla 1 Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tinna Jóhannsdóttir úr Keili náði ekki að spila sitt besta golf á fyrsta hringnum í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna sem fram fer á La Manga á Spáni. Tinna lék fyrstu 18 holurnar á mótinu á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari. Tinna fékk tvo fugla á par fjórum holum á seinni hringnum en var síðan með einn skramba og fimm skolla á hringnum. Fjórir af skollunum komu á fyrri níu holunum þar sem hún lék á fjórum höggum yfir pari. Tinna er í 80. sæti af 101 keppanda eftir fyrstu 18 holurnar en aðeins fimmtíu efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn á morgun. Tinna þarf því að spila sitt allra besta golf á morgun ætli hún að spila á tveimur síðustu dögunum. Tinna er nú þegar þremur höggum á eftir þeim kylfingum sem eru í 39. til 54. sæti. 30 efstu kylfingarnir á þessu móti tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næstu leiktíð.
Golf Mest lesið Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Enski boltinn Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Samningi Marcelo rift eftir rifrildi á hliðarlínunni Fótbolti Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Enski boltinn Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Formúla 1 Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Körfubolti Tuchel fær að vera í fjarvinnu og mun búa langt frá æfingasvæðinu Fótbolti Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Formúla 1 Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira