Sport

Blikar eiga sex stráka í 17 ára landsliðinu

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari 17 ára landsliðs karla, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM sem fram fer í Skotlandi 20. til 25. mars næstkomandi. Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru auk heimamanna, Danir og Litháar en sigurvegari riðilsins tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem leikin verður í Slóveníu.

Fótbolti

Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia

Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á liðum og ökumönnum.

Formúla 1

Spennan magnast í N1 deild karla | þrír leikir í kvöld

Þrír leikir eru á dagskrá í kvöld í N1 deild karla í handbolta. Fjögur efstu lið deildarinnar leika í undanúrslitum þegar úrslitakeppnin hefst og er mili barátta um þau sæti. Fram og Valur áttust við í gær þegar 18. umferðin hófst en stórleikur kvöldsins er án efa leikur Hauka og Akureyrar.

Handbolti

Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld?

Einn leikur er á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld þar sem að Arsenal tekur á móti Newcastle. Arsenal er í fjórða sæti deildarinnar með 49 stig en Newcastle er í sjötta sæti með 44 stig. Arsenal getur með sigri nálgast Tottenham enn frekar en Tottenham er með 53 stig í þriðja sæti. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport 2 og hefst útsendingin kl. 19.50

Fótbolti

Taphrina New York heldur áfram

Sjö leikir fóru fram í gær í NBA deildinni í körfuknattleik. Taphrina New York heldur áfram en liðið tapaði sínum fimmta leik í röð og nú gegn Philadelphia á heimavelli, 106-94.

Körfubolti

Ecclestone: Of margir draumóramenn í Formúlu 1

Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir allt of marga draumóramenn þegar kemur að rekstri liðanna í Formúlu 1 kappakstrinum. Menn þurfi að sjá hlutina í réttu ljósi og herða ólina þegar kemur að rekstrinum.

Formúla 1

Bynum hetjan í þriðja sigri Lakers á Celtics í röð

Los Angeles Lakers lagði erkifjendur sína frá Boston 97-94 í Staples-höllinni í Los Angeles í gærkvöldi. Lakers voru fimm stigum undir þegar tvær og hálf mínúta lifðu leiks. Frábær endasprettur tryggði liðinu sinn þriðja sigur á Celtics í röð.

Körfubolti

Sigfús: Fram vann þetta á heimadómgæslu

"Ég er mjög ánægður með tveggja marka tap þrátt fyrir að hafa verið tveimur til þremur mönnum færri allan leikinn," sagði Sigfús Sigurðsson allt annað en sáttur við dómgæsluna í Safamýrinni í dag er Fram lagði Val með tveggja marka mun í mikilvægum leik.

Handbolti

Öruggt hjá Berlin | Tap hjá Rúnari og Kára

Lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, styrkti í dag stöðu sína í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik með afar öruggum sigri á Hildesheim. Füchse er nú með þriggja stiga forskot á Flensburg sem er í þriðja sæti en er samt átta stigum á eftir toppliði Kiel sem er búið að vinna alla leiki sína í deildinni í vetur.

Handbolti

Tap hjá Íslendingaliðunum í þýsku B-deildinni

Tvö Íslendingalið voru á ferðinni í þýsku B-deildinni í handknattleik í dag. Þau töpuðu bæði. Arnór Þór Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Bittenfeld og Árni Þór Sigtryggsson 4 er það tapaði gegn Empor Rostock, 36-33.

Handbolti

FCK á beinu brautinni

Sölvi Geir Ottesen var í liði FCK og Hallgrímur Jónasson í liði SönderjyskE er liðin mættust á Parken í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti