Fótbolti

Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld?

Robin van Persie ætlar sér örugglega að skora fyrir Arsenal í kvöld gegn Newcastle.
Robin van Persie ætlar sér örugglega að skora fyrir Arsenal í kvöld gegn Newcastle. Getty Images / Nordic Photos
Einn leikur er á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld þar sem að Arsenal tekur á móti Newcastle. Arsenal er í fjórða sæti deildarinnar með 49 stig en Newcastle er í sjötta sæti með 44 stig. Arsenal getur með sigri nálgast Tottenham enn frekar en Tottenham er með 53 stig í þriðja sæti. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport 2 og hefst útsendingin kl. 19.50




Fleiri fréttir

Sjá meira


×