Fótbolti

Kolbeinn æfði með Ajax í dag | Góð tilfinning

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolbeinn á æfingasvæði Ajax í Amsterdam í dag.
Kolbeinn á æfingasvæði Ajax í Amsterdam í dag. Mynd / Ajax.nl
Kolbeinn Sigþórsson mætti á sína fyrstu æfingu hjá Ajax Amsterdam í fimm mánuði í morgun. Landsliðsmaðurinn meiddist á ökkla í október og hefur verið í endurhæfingu síðan.

„Fór á mína fyrstu æfingu með liðsfélögunum í fimm mánuði," sagði Kolbeinn á Twitter-síðu sinni og bætti við að tilfinningin væri góð.

Á heimasíðu Ajax eru svipmyndir frá æfingu dagsins. Þar kemur fram að besta frétt mánudagsins væri endurkoma Kolbeins. Það er greinilega líf og fjör á æfingum Ajax en á heimasíðunni má fylgjast með köppunum leika sér í körfubolta og með svifdiska.



Svipmyndir frá æfingunni má sjá hér.


Kolbeinn fór mikinn í framlínu Ajax framan af tímabilinu en hann var keyptur til liðsins frá AZ Alkmaar síðastliðið sumar. Óvíst er hversu langt er í að Kolbeinn spili á ný fyrir Ajax.

Fréttirnar eru ekki síður góðar fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu sem spilaði án eiginlegs framherja í æfingaleikjum sínum gegn Japan og Svartfjallalandi í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×