Fótbolti

Balotelli reifst við Yaya Toure | Barry ósáttur við skiptinguna

Gareth Barry var allt annað en ánægður með að vera tekinn af leikvelli á 37. mínútu og lét hann David Platt aðstoðarþjálfara heyra það.
Gareth Barry var allt annað en ánægður með að vera tekinn af leikvelli á 37. mínútu og lét hann David Platt aðstoðarþjálfara heyra það. Getty Images / Nordic Photos
Liðsfélagarnir Mario Balotelli og Yaya Toure rifust harkalega á leið sinni til búningsklefa í hálfleik í gær þegar Manchester City lék gegn Swansea á útivelli í ensku knattspyrnunni. Swansea sigraði 1-0 og mótlætið fór virkilega í taugarnar á leikmönnum Man City.

Samkvæmt fréttum úr enskum fjölmiðlum rifust Balotelli og Yaya Toure nokkuð harkalega á meðan þeir gerðu upp stöðu mála á leið sinn í búningsklefa City. Roberto Mancini knattspyrnustjóri Man City sagði við fjölmiðla að hann hafi ekki tekið eftir neinu rifrildi þeirra á milli.

Enski landsliðsmaðurinn Gareth Barry var einnig afar ósáttur en hann lét David Platt aðstoðarþjálfara Man City heyra það þegar Barry var skipt af leikvelli á 37. mínútu. Framherjinn Sergio Aguero var settur inn á í stað Barry og miðjumaðurinn var ekkert sérstaklega ánægður með þá ákvörðun og lét hann Platt heyra það þegar hann gekk af velli og inn í varamannaskýlið.

Luke Moore tryggði Swansea sigur með marki á 83. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×