Ecclestone: Of margir draumóramenn í Formúlu 1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2012 11:30 Ecclestone ásamt Ronaldo í brasilíska kappakstrinum í fyrra. Nodic Photos / Getty Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir allt of marga draumóramenn þegar kemur að rekstri liðanna í Formúlu 1 kappakstrinum. Menn þurfi að sjá hlutina í réttu ljósi og herða ólina þegar kemur að rekstrinum. Keppni í Formúlu 1 hefst í Ástralíu um næstu helgi. Ecclestone, sem kominn er á níræðisaldur, segir kominn tíma á að eigendur liðanna taki til í sínum málum. „Það eru alltof margir í Formúlu 1 sem ganga um með stjörnur í augunum. Þeir sjá heiminn eins og þeir vilja að hann sé, dásamlegur og alltaf sólskin, en ekki eins og hann er í raunveruleikanum," segir Bretinn sem vill að eigendur liðanna verji fjármunum í það sem skipti máli. „Liðin þurfa að einbeita sér að grundvallaratriðunum, kappakstrinum, og verja fjármunum í íþróttina. Ekki fleygja peningum í háklassa fellihýsi og alls kyns skemmtun," sagði Ecclestone sem er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Ecclestone segist fylgjandi því að setja hömlur á eyðslu liðanna og segir það vel geta gerst. Á léttari nótum spáir Eccelstone því að Sebastian Vettel verji titil sinn í ár. „Hann hefur allt sem þarf. Hæfileikana, ástríðuna, einbeitnina, skýra hugsun og hann hatar að tapa. Ég sé vel fyrir mér að hann slái met Michael Schumacher," sagði Ecclestone en Schumacher varð sjö sinnum meistari í Formúlu 1. Ecclestone spáir því að Mark Webber verði annar og Lewis Hamilton þriðji. Formúla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir allt of marga draumóramenn þegar kemur að rekstri liðanna í Formúlu 1 kappakstrinum. Menn þurfi að sjá hlutina í réttu ljósi og herða ólina þegar kemur að rekstrinum. Keppni í Formúlu 1 hefst í Ástralíu um næstu helgi. Ecclestone, sem kominn er á níræðisaldur, segir kominn tíma á að eigendur liðanna taki til í sínum málum. „Það eru alltof margir í Formúlu 1 sem ganga um með stjörnur í augunum. Þeir sjá heiminn eins og þeir vilja að hann sé, dásamlegur og alltaf sólskin, en ekki eins og hann er í raunveruleikanum," segir Bretinn sem vill að eigendur liðanna verji fjármunum í það sem skipti máli. „Liðin þurfa að einbeita sér að grundvallaratriðunum, kappakstrinum, og verja fjármunum í íþróttina. Ekki fleygja peningum í háklassa fellihýsi og alls kyns skemmtun," sagði Ecclestone sem er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Ecclestone segist fylgjandi því að setja hömlur á eyðslu liðanna og segir það vel geta gerst. Á léttari nótum spáir Eccelstone því að Sebastian Vettel verji titil sinn í ár. „Hann hefur allt sem þarf. Hæfileikana, ástríðuna, einbeitnina, skýra hugsun og hann hatar að tapa. Ég sé vel fyrir mér að hann slái met Michael Schumacher," sagði Ecclestone en Schumacher varð sjö sinnum meistari í Formúlu 1. Ecclestone spáir því að Mark Webber verði annar og Lewis Hamilton þriðji.
Formúla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira