Vilja rukka netnotendur 8. október 2010 01:30 Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) vill sporna við ólöglegu niðurhali á tónlist hér á landi með því að leggja meðal annars gjöld á nettengingar. Gjöldin myndu gefa notendum aðgang að tónlist á netinu með löglegum hætti og fara í sameiginlegan sjóð sem yrði síðan útdeilt til höfundarréttarhafa. Hugmyndirnar voru kynntar á fundi sem haldinn var í lok síðasta mánaðar. Þar voru viðstaddir fulltrúar þeirra sem koma að útgáfu og dreifingu tónlistar, höfundarrétthafa og fjarskiptafyrirtækja. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri STEFs, kynnti hugmyndina á fundinum, þar sem meðal annars kom fram að lögreglueftirlit með ólöglegu niðurhali tónlistar væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Að hans mati bæri fjarskiptafyrirtækjum siðferðisleg skylda til þess að aðstoða rétthafa við að fá endurgjald fyrir afnot af verkum sínum. Viðræðurnar væru þó á frumstigi, sem og útfærsla hugmyndarinnar. „Við sem tókum þátt í þessum viðræðum viljum gera þetta á sem einfaldastan hátt, þannig að almenningi verði tryggt að njóta tónlistar á löglegan hátt," segir Eiríkur. Hugmyndin gangi út á hóflegt gjald sem notendum bæri að greiða og myndu þeir þar með fá heimild til að nálgast tónlist á lögmætan hátt á netinu í gegnum sérstakt vefsvæði. Guðberg K. Jónsson, verkefnastjóri Samfélags, fjölskyldu og tækni (SAFT), telur að aukagjöld ofan á nettengingar séu óréttlát gagnvart þeim sem ekki séu að hala niður tónlist ólöglega. „Ég er ekki viss um að þetta eigi eftir að fá góðan hljómgrunn," segir Guðberg. „Við vitum samkvæmt okkar rannsóknum að meirihluti fólks er að hlaða niður efni af netinu og það hlutfall mun ekkert minnka." Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, tekur undir orð Guðbergs og telur vænlegra til árangurs að hafa áhrif á hegðun notenda. „Það er auðvitað ekki hlutverk fjarskiptafyrirtækja að vera löggæsluaðili í þessu samhengi. Við getum ekki borið ábyrgð á því sem fólk segir í símana sína eða hvað það gerir á internetinu," segir Hrannar. „Eina varanlega lausnin er að stuðla að breyttri hegðun með samstilltu átaki og það er vel mögulegt." sunna@frettabladid.is Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) vill sporna við ólöglegu niðurhali á tónlist hér á landi með því að leggja meðal annars gjöld á nettengingar. Gjöldin myndu gefa notendum aðgang að tónlist á netinu með löglegum hætti og fara í sameiginlegan sjóð sem yrði síðan útdeilt til höfundarréttarhafa. Hugmyndirnar voru kynntar á fundi sem haldinn var í lok síðasta mánaðar. Þar voru viðstaddir fulltrúar þeirra sem koma að útgáfu og dreifingu tónlistar, höfundarrétthafa og fjarskiptafyrirtækja. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri STEFs, kynnti hugmyndina á fundinum, þar sem meðal annars kom fram að lögreglueftirlit með ólöglegu niðurhali tónlistar væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Að hans mati bæri fjarskiptafyrirtækjum siðferðisleg skylda til þess að aðstoða rétthafa við að fá endurgjald fyrir afnot af verkum sínum. Viðræðurnar væru þó á frumstigi, sem og útfærsla hugmyndarinnar. „Við sem tókum þátt í þessum viðræðum viljum gera þetta á sem einfaldastan hátt, þannig að almenningi verði tryggt að njóta tónlistar á löglegan hátt," segir Eiríkur. Hugmyndin gangi út á hóflegt gjald sem notendum bæri að greiða og myndu þeir þar með fá heimild til að nálgast tónlist á lögmætan hátt á netinu í gegnum sérstakt vefsvæði. Guðberg K. Jónsson, verkefnastjóri Samfélags, fjölskyldu og tækni (SAFT), telur að aukagjöld ofan á nettengingar séu óréttlát gagnvart þeim sem ekki séu að hala niður tónlist ólöglega. „Ég er ekki viss um að þetta eigi eftir að fá góðan hljómgrunn," segir Guðberg. „Við vitum samkvæmt okkar rannsóknum að meirihluti fólks er að hlaða niður efni af netinu og það hlutfall mun ekkert minnka." Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, tekur undir orð Guðbergs og telur vænlegra til árangurs að hafa áhrif á hegðun notenda. „Það er auðvitað ekki hlutverk fjarskiptafyrirtækja að vera löggæsluaðili í þessu samhengi. Við getum ekki borið ábyrgð á því sem fólk segir í símana sína eða hvað það gerir á internetinu," segir Hrannar. „Eina varanlega lausnin er að stuðla að breyttri hegðun með samstilltu átaki og það er vel mögulegt." sunna@frettabladid.is
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira