Vilja rukka netnotendur 8. október 2010 01:30 Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) vill sporna við ólöglegu niðurhali á tónlist hér á landi með því að leggja meðal annars gjöld á nettengingar. Gjöldin myndu gefa notendum aðgang að tónlist á netinu með löglegum hætti og fara í sameiginlegan sjóð sem yrði síðan útdeilt til höfundarréttarhafa. Hugmyndirnar voru kynntar á fundi sem haldinn var í lok síðasta mánaðar. Þar voru viðstaddir fulltrúar þeirra sem koma að útgáfu og dreifingu tónlistar, höfundarrétthafa og fjarskiptafyrirtækja. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri STEFs, kynnti hugmyndina á fundinum, þar sem meðal annars kom fram að lögreglueftirlit með ólöglegu niðurhali tónlistar væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Að hans mati bæri fjarskiptafyrirtækjum siðferðisleg skylda til þess að aðstoða rétthafa við að fá endurgjald fyrir afnot af verkum sínum. Viðræðurnar væru þó á frumstigi, sem og útfærsla hugmyndarinnar. „Við sem tókum þátt í þessum viðræðum viljum gera þetta á sem einfaldastan hátt, þannig að almenningi verði tryggt að njóta tónlistar á löglegan hátt," segir Eiríkur. Hugmyndin gangi út á hóflegt gjald sem notendum bæri að greiða og myndu þeir þar með fá heimild til að nálgast tónlist á lögmætan hátt á netinu í gegnum sérstakt vefsvæði. Guðberg K. Jónsson, verkefnastjóri Samfélags, fjölskyldu og tækni (SAFT), telur að aukagjöld ofan á nettengingar séu óréttlát gagnvart þeim sem ekki séu að hala niður tónlist ólöglega. „Ég er ekki viss um að þetta eigi eftir að fá góðan hljómgrunn," segir Guðberg. „Við vitum samkvæmt okkar rannsóknum að meirihluti fólks er að hlaða niður efni af netinu og það hlutfall mun ekkert minnka." Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, tekur undir orð Guðbergs og telur vænlegra til árangurs að hafa áhrif á hegðun notenda. „Það er auðvitað ekki hlutverk fjarskiptafyrirtækja að vera löggæsluaðili í þessu samhengi. Við getum ekki borið ábyrgð á því sem fólk segir í símana sína eða hvað það gerir á internetinu," segir Hrannar. „Eina varanlega lausnin er að stuðla að breyttri hegðun með samstilltu átaki og það er vel mögulegt." sunna@frettabladid.is Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Sjá meira
Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) vill sporna við ólöglegu niðurhali á tónlist hér á landi með því að leggja meðal annars gjöld á nettengingar. Gjöldin myndu gefa notendum aðgang að tónlist á netinu með löglegum hætti og fara í sameiginlegan sjóð sem yrði síðan útdeilt til höfundarréttarhafa. Hugmyndirnar voru kynntar á fundi sem haldinn var í lok síðasta mánaðar. Þar voru viðstaddir fulltrúar þeirra sem koma að útgáfu og dreifingu tónlistar, höfundarrétthafa og fjarskiptafyrirtækja. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri STEFs, kynnti hugmyndina á fundinum, þar sem meðal annars kom fram að lögreglueftirlit með ólöglegu niðurhali tónlistar væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Að hans mati bæri fjarskiptafyrirtækjum siðferðisleg skylda til þess að aðstoða rétthafa við að fá endurgjald fyrir afnot af verkum sínum. Viðræðurnar væru þó á frumstigi, sem og útfærsla hugmyndarinnar. „Við sem tókum þátt í þessum viðræðum viljum gera þetta á sem einfaldastan hátt, þannig að almenningi verði tryggt að njóta tónlistar á löglegan hátt," segir Eiríkur. Hugmyndin gangi út á hóflegt gjald sem notendum bæri að greiða og myndu þeir þar með fá heimild til að nálgast tónlist á lögmætan hátt á netinu í gegnum sérstakt vefsvæði. Guðberg K. Jónsson, verkefnastjóri Samfélags, fjölskyldu og tækni (SAFT), telur að aukagjöld ofan á nettengingar séu óréttlát gagnvart þeim sem ekki séu að hala niður tónlist ólöglega. „Ég er ekki viss um að þetta eigi eftir að fá góðan hljómgrunn," segir Guðberg. „Við vitum samkvæmt okkar rannsóknum að meirihluti fólks er að hlaða niður efni af netinu og það hlutfall mun ekkert minnka." Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, tekur undir orð Guðbergs og telur vænlegra til árangurs að hafa áhrif á hegðun notenda. „Það er auðvitað ekki hlutverk fjarskiptafyrirtækja að vera löggæsluaðili í þessu samhengi. Við getum ekki borið ábyrgð á því sem fólk segir í símana sína eða hvað það gerir á internetinu," segir Hrannar. „Eina varanlega lausnin er að stuðla að breyttri hegðun með samstilltu átaki og það er vel mögulegt." sunna@frettabladid.is
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent