Innlent

Hreiðar Már til Lúxemborgar

Hreiðar Már Sigurðsson
Hreiðar Már Sigurðsson

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er að flytja til Lúxemborgar. Hreiðar mun opna skrifstofu ráðgjafarfyrirtækisins Consolium ytra en fyrirtækið stofnaði hann í fyrrahaust ásamt samstarfsmönnum úr Kaupþingi.

Það veitir ráðgjöf til fjármálastofnana og fyrirtækja. Hreiðar segist flytja utan á næstunni og setjast að í Lúxemborg ásamt fjölskyldu sinni.

Að sögn Hreiðars eru erlendir viðskiptavinir mun fleiri en íslenskir. Hann segir að það sé nóg að gera og hann sé ánægður með það traust sem viðskiptavinir hafi sýnt.

Hjá fyrirtækinu starfa fimm manns um þessar mundir og líklega mun þeim fjölga á næstunni. „Við höfum hóflegar væntingar um vöxt fyrirtækisins,“ segir Hreiðar.

Flutningur Hreiðars tengist ekki bankanum Banque Havilland sem stofnaður var eftir að Kaupþing í Lúxemborg var selt til Rowland-fjölskyldunnar nú fyrir skömmu.

- bþa



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×