Gasa

Hersveitir Ísraela yfirgefa Gasa
Ísraelsmenn segjast hafa dregið allar hersveitir sínar frá Gasasvæðinu og í varnarstöður umhverfis það. Þetta var tilkynnt í morgun skömmu áður en sjötíu og tveggja tíma vopnahlé gekk í gildi.

Ísraelar fallast á nýtt vopnahlé
Sprengjuárásir Ísraelshers á íbúa Gasa höfðu síðdegis í gær kostað 1.880 manns lífið frá því þær hófust fyrir tæpum mánuði. Ísraelar féllust í gær á tillögur Egypta um þriggja daga vopnahlé, sem átti að hefjast í morgun. Palestínumenn hafa einnig fallist á þetta vopnahlé. Árásirnar hófust þann 8. júlí og létu Ísraelar sér í fyrstu nægja loftárásir, en þann 17. júlí var landherinn sendur inn á Gasasvæðið.

72 klukkustunda vopnahlé á Gasa
Stjórnvöld í Ísrael og Hamas-samtökin samþykktu í kvöld vopnahléstillögu Egypta.

Heldur dregur úr mannfalli á Gaza
Ísraelsher fækkar í herliði sínu á Gazaströndinni. Átta ára stúlka féll í sprengjuárás á meðan sjö tíma vopnahlé stóð yfir. Vistum komið inn á Gaza.

Ísraelsher varpaði sprengjum á flóttamannabúðir eftir að vopnahlé hófst
Átta ára stúlka er látin og að minnsta kosti þrjátíu eru særðir eftir loftárás Ísraelshers á flóttamannabúðir í Gasa borg í morgun.

Ísraelar draga úr herstyrk sínum
Sjö klukkustunda vopnahlé á Gasasvæðinu mun hefjast klukkan 8 að íslenskum tíma.

Ban Ki-Moon segir árásina í dag „glæpsamlega“
Tíu mannst fórust í loftárás í grennd við neyðarskýli Sameinuðu þjóðanna á Gasasvæðinu.

Önnur loftárás hæfir skóla á Gasa
Að sögn sjúkraliða á Gasa hafa um þrjátíu manns fallið í árásum það sem af er degi.

Saka Ísraelsher um að hindra för slasaðra á sjúkrahús
Talsmaður Hamas samtakanna fullyrðir að Ísraelsher hafi framið stríðsglæpi með því að hindra flutning særðra Palestínumanna á spítala. Verð á matvælum á Gaza hefur rokið upp vegna stríðsins og bændur leggja sig í lífshættu við að flytja mat á markaði á Gaza.

Ísraelsher sleppir sprengjum á palestínskan háskóla
Um 35 Palestínumenn hafa látið lífið í átökum morgunsins.

Ísraelar leita ungs hermanns
Hersveitir Ísraelshers leita nú Hadar Goldin, 23 ára hermanns, sem talið er að hafi verið rænt af Hamas-liðum fyrr í dag.

Ísraelskir fjölmiðlar segja frá særðri uglu
Ísraelskir fjölmiðar hafa sagt frá uglu sem jafnar sig nú eftir að hafa orðið fyrir sprengjubrotum úr einni eldflaugaárás Hamas-liða.

Kveikt á Friðarsúlunni vegna ástandsins á Gasa
Yoko Ono segir að kveikt verði á Friðarsúlunni í Viðey þann 7. ágúst vegna allra þeirra saklausu barna sem hafa látið lífið á Gasa síðustu vikur.

Fjörutíu fallið á Gasa í dag
Árásin átti sér stað stuttu eftir að Ísraelsmenn sökuðu Hamas-liða um að rjúfa vopnahléið á svæðinu. Miklar vonir voru bundnar við vopnahléið sem átti að gilda í þrjá sólarhringa og gefa deiluaðilum tíma til að hefja friðarumleitanir.

Vopnahlé rofið á Gasa
Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi.

Sveinn Rúnar: Ábyrgð Bandaríkjanna mikil
Formaður Íslands-Palestínu segist óskaplega þakklátur fyrir metfjöldann sem mótmælti fyrir framan bandaríska sendiráðið í gær.

Vopnahlé á Gasa
Friðaumleitanir hefjast í Kæró innan tíðar.

Samið um vopnahlé á Gasa
Ísrael og Hamas hafa samþykkt 72 klukkustunda vopnahlé af mannúðarástæðum.

Aukinn þungi settur í árásir á Gasa
Um 425 þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi vegna átakanna á Gaza, eða um fjórðungur allra íbúa á svæðinu.

Bandaríkjamenn fylla á vopnabúr Ísraela
Bandaríska varnarmálaráðuneytið kom nýrri vopnasendingu í hendur Ísraelsmanna fyrir um viku.