Skroll-Lífið

Fréttamynd

Engum leiddist þarna

Sálin hans Jóns míns gerði allt vitlaust á Spot um helgina. Ef myndirnar eru skoðaðar má sjá að engum leiddist á þessum tónleikum.

Lífið
Fréttamynd

Myndir frá Airwaves

Ljósmyndarinn Mummi Lú tók meðfylgjandi myndir á Airwaves í vikunni. Hann myndaði hljómsveitirnar Úlfur, Kiriyama Family, Ojba Rasta, Mammút, Sykur, Retro Stefson, The Heavy Experience, Skálmöld, Diktu, Ham, Bloodgroup, Of Monsters And Men og Láru Rúnars.

Tónlist
Fréttamynd

Tolli fagnar

Myndlistarmaðurinn Tolli opnaði í gærkvöldi sýningu á nýjum málverkum í Smiðjunni Listhúsi í Ármúla. Fjöldi gesta lagði leið sýna á opnun sýningarinnar sem ber yfirskriftina "Friður".

Lífið
Fréttamynd

Glæsilegar í Bláa Lóninu

Fjölmenni mætti á vetrarfagnað Bláa Lónsins í síðustu viku. Dagskráin var þétt og gestir nutu stundarinnar eins og sjá má á myndunum.

Lífið
Fréttamynd

Fantafjörugt teiti

Mikil gleði ríktí í útgáfuteiti Eyrúnar Ingadóttur sem fagnaði útkomu skáldsögunnar Ljósmóðurinnar.

Lífið
Fréttamynd

Rikka kynnti nýja tískulínu frá Gunna og Kollu

Hjónin Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, kölluð Kolla, frumsýndu stórglæsilega hönnun sína sem ber heitið Freebird í kvöld í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Fjölmennt var á tískusýningunni en mikil fagnaðarlæti brutust út í lok sýningarinnar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Frægir á frumsýningu

Fjölmenni var á frumsýningu leikverksins Bastarðar í Borgarleikhúsinu. Leikstjóri sýningarinnar er Gísli Örn Garðarsson og leikmyndahönnuður er Börkur Jónsson en þeir hlutu ásamt Vesturporti ein virtustu leikhúsverðlaun heims; The European Theatre Prize árið 2011.

Lífið
Fréttamynd

Þarna var svakalega mikið fjör

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar bók um hógværasta bókstaf íslenskra stafrófsins: ð-ið sem aldrei tranar sér fremst kom út. Þrír af fjórum höfundum bókarinnar, þeir Anton Kaldal Ágústsson, Steinar Ingi Farestveit og hinn góðkunni sagfræðingur Stefán Pálsson, voru á staðnum.

Lífið
Fréttamynd

Guðrún Bergmann gefur út bók

Það var góðmennt í útgáfuhófi Guðrúnar Bergmann í Heilsuhúsinu en hún gefur út bókina Ung á öllum aldri fyrir þessi jól. Þar veitir Guðrún lesandanum innsýn í hvað hann getur gert með hækkandi lífaldri til að auka eigin lífsgæði og fá meira út úr lífinu.

Menning
Fréttamynd

Báðar systur Bigga börðust við krabbamein

"Ég var mjög ungur þegar eldri systir mín greindist. Ég átti mjög erfitt með að takast á við það," segir Biggi Hilmars sem kom fram á konukvöldi Krabbameinsfélagsins í Háskólabíó.

Lífið
Fréttamynd

Gleðin sveif yfir vötnum

Útgáfuhóf fór fram í Eymundsson Austurstræti í síðustu viku þegar Anna Ingólfsdóttir, Guðfinna Eydal og Jóna Hrönn Bolladóttir kynntu bók sína ,,Makalaust líf -- Um ást og sorg, úrvinnslu og uppbyggingu við makamissi". Óhætt er að segja gleðin hafi svifið yfir vötnum, því þótt efni bókarinnar sé alvarlegt fjallar hún ekki síður um ástina en dauðann, og um leiðina út úr sorginni.

Lífið
Fréttamynd

Taumlaus gleði

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Pétur Blöndal blaðamaður og rithöfundur fagnaði útgáfu Limrubókarinnar. Í bókinni eru úrvalslimrur sem Pétur safnaði saman sem eru af hinum fjölbreytilegasta toga, svo sem gamanmálum, tvíræðni, pólitík og ljóðrænum stemningum.

Lífið
Fréttamynd

Stuð er rétta orðið

Fjölmenni var í boði sem efnt var til í tilefni útgáfu bókarinnar „Sagan af huldufólkinu á eldfjallaeyjunni" semhaldið var í Máli og Menningu á Laugarvegi. Bókin er samstarfsverkefni mæðginanna Sigrúnar Elsu Smáradóttur sem skrifaði söguna og Smára Rúnars Róbertssonar sem myndskreytti.

Lífið
Fréttamynd

Mikið rétt - myndarlega fólkið mætti

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var vel mætt í útgáfuhóf í gærkvöldi í tilefni af útkomu bókarinnar Iceland fashion design eftir ljósmyndarann Charlie Strand sem haldið var í Bókabúð máls og menningar á Laugavegi. Fyrirsætur sýndu föt frá Elabel og Evalín, Royal Extreme og fatnað eftir Gunnar Hilmars.

Lífið
Fréttamynd

Vel heppnað konukvöld Krabbameinsfélagsins

"Látum gleðina taka völd og skemmtum okkur saman eina kvöldstund," var yfirskrift konukvöldsins sem Krabbameinsfélagið hélt í Háskólabíó í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum var andrúmsloftið vægast sagt frábært. Dagskráin hófst með fölbleikum fordrykk áður en konurnar nutu þess að horfa á skemmtiatriðin sem voru ekki af verri endanum. Biggi Hilmars og hljómsveit, Védís Hervör, Margrét Eir, Sigga Beinteins, Diddú, Ari Eldjárn og Pörupiltarnir gerðu góða hluti. Þá var tískusýning íslenskra hönnuða frá Fatahönnunarfélagi Íslands og fleira skemmtilegt á boðstólnum og að ekki sé minnst á veglegar veitingarnar.

Lífið
Fréttamynd

Jóhanna fagnar með landsliðinu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mætti á landsleik íslenska kvennaliðsins í fótbolta við Úkraínu í gærkvöldi. Jóhanna leyndi ekki tilfinningum sínum þegar hún fagnaði sigri Íslands með frænku sinni, landsliðskonunni Dóru Maríu.

Lífið
Fréttamynd

Hár-partý eins og þau gerast best

Hárgreiðslukonan Theodóra Mjöll hélt útgáfupartý þegar bókin hennar Hárið kom á íslenskan markað. Í bókinni er að finna yfir 70 greiðslur fyrir sítt og millisítt hár – fyrir konur á öllum aldri en ljósmyndir í bókinni tekur Saga Sig.

Lífið
Fréttamynd

Engum leiddist þarna - það er á hreinu

Hvorki meira né minna en 150 ára afmæli Bacardi var fagnað á skemmtistaðnum B5 á laugardaginn var þar sem Páll Óskar hélt uppi stuðinu. Þá héldu plötusnúðarnir Jónas og Gunnar uppi stemningunni á báðum hæðum staðarins alla nóttina.

Lífið
Fréttamynd

Fjörugt flutningspartý

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar hönnunarhúsið Syrusson flutti í nýtt húsnæði í Síðumúla 33 í Reykjavík. Eins og sjá má voru gestirnir glaðir og mikið fjör í þessu flutningspartýi.

Lífið
Fréttamynd

Frægir á Skyfall

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Laugarásbíó á forsýningu kvikmyndarinnar Skyfall í kvöld. Stemningin var frábær og bíógestum var boðið upp á Heineken bjór, popp og kók. Ófáir þjóðþekktir einstaklingar mættu til að berja James Bond augum eins og Svava Johansen og Björn Sveinbjörnsson unnusti hennar, útvarpsmennirnir Ívar Guðmunds og Svavar Örn og fleiri. Þá má einnig sjá myndir sem teknar voru í Bretlandi á forsýningu myndarinnar þar sem aðalleikararnir Daniel Craig og Javier Bardem stilltu sér upp á rauða dreglinum í Albert Hall í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Stuðið var þarna

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Rof, fjórða spennusaga Ragnars Jónassonar, kom út. Bækur hans hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda heima og erlendis. Vinir og vandamenn Ragnars mættu og fögnuðu með honum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Lífið
Fréttamynd

Það leiddist engum í þessu boði

Meðfylgjandi myndir voru teknar í útgáfuteitinu fyrir bókina Heilsusúpur og salöt eftir heilsukokkinn Auði Ingibjörgu Konráðsdóttur. Eins og sjá má á myndunum var gleðin við völd.

Lífið
Fréttamynd

Íslensk stúlka pakkaði saman fitnesskeppni

Íslensk stúlka, Sylvía Narvaez Antonsdóttir, náði góðum árangri á NPC Titans Grand Prix fitnessmótinu sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum um helgina. Sylvía sigraði í bikiní flokki og svokölluðum overall flokki þar sem hún keppti við hvorki meira né minna en 98 stúlkur í öllum flokkunum í módelfitness.

Lífið
Fréttamynd

Vel heppnuð helgarsýning á Höfðatorgi

Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun á myndlistarsýningu eða öllu heldur pop-up sýningu sem stendur yfir 19. til 21. október á vegum netgallerísins Muses.is á 19. hæð í Höfðatorgi þar sem nítján listamenn sýna verk sín.

Lífið
Fréttamynd

Góðgerðarsamkoma í Hörpu

Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær, laugardag, á góðgerðarsamkomu Hendrikku Waage í Hörpu. Það var Freyja Haraldsdóttir sem hlautmannréttindaviðurkenningu "The Kids Parliament Humanitarian Award 2012" en viðurkenningin var veitt á vegum góðgerðarsamtakanna Kids Parliament. Þetta í fyrsta sinn sem viðurkenningin er veitt.

Lífið
Fréttamynd

Þarna var gleðin við völd

Veitingastaðurinn Nauthóll hélt fyrsta árlega Nauthólshlaupið fyrir viku. Boðið var upp á tvær vegalengdir, 5 og 10 km. Sjaldan hefur veðrið verið eins slæmt og þennan laugardag en það stoppaði ekki yfir hundrað hlaupagarpa til að taka þátt. Þátttaka var ókeypis og bauð Nauthóll upp á heita gulrótarsúpu að loknu hlaupi.

Lífið
Fréttamynd

Prúðbúnir gestir mættu í Bond-partý

Eins og sjá má á myndunum mættu gestir uppábúnir klæddir í svart og hvítt í veislu sem haldin var á skemmtistaðnum Austur í gærkvöldi í tilefni sýningar nýjustu Bond myndarinnar Skyfall sem verður frumsýnd hér á landi 26. október.

Lífið
Fréttamynd

Íslenskur 13 ára tískubloggari

Prjónaðar peysur, hermannajakkar, há kuldastígvél og stuttbuxur með málmgöddum (e. studs) eru á meðal þess sem er vinsælt í verslunum bæjarins þetta haustið og það sem hin þrettán ára Katrín Erla Friðriksdóttir tískubloggari festi á filmu á dögunum en hún heldur úti vinsælu bloggi, http://l0ve-fashi0n.blogspot.com.

Tíska og hönnun