Bókmenntir

Fréttamynd

For­tíð og nú­tíð fléttuð saman í nýrri spennandi ung­lingasögu

Fyrir stuttu kom út hjá Forlaginu ný unglingabók eftir Brynhildi Þórarinsdóttur sem ber nafnið Silfurgengið og er grípandi saga um vináttu og óvænt örlög. Brynhildur er afkastamikill og margverðlaunaður barna- og unglingabókahöfundur en hún hefur einnig getið sér gott orð fyrir endursagnir á Íslendingasögunum og hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin 2007 fyrir endursagnir sínar á Njálu, Eglu og Laxdælu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Kostnaður listarinnar

Sæunn Gísladóttir tekur fyrir bók Sifjar Sigmarsdóttur á menningarvefnum Lestrarklefinn. Sæunn hefur þetta að segja um bókina.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Spennandi ung­linga­bók um sam­félag í upp­lausn, sam­kennd og heitar til­finningar

Það er óhætt að segja að söguþráður nýjustu unglingabókar Arndísar Þórarinsdóttur sé frumlegur og spennandi. Sögupersónur bókarinnar, sem heitir Sólgos, eru að gera sig tilbúnar fyrir fyrsta ballið í 10. bekk þegar rafmagnið fer af. Og ekki nóg með það heldur dettur netið líka út og bílar og flugvélar hætta að virka. Á einu augnabliki hverfa allar reglur samfélagsins og ógnin tekur yfir. Mitt í allri upplausninni má þó finna samstöðu, samkennd og heitar tilfinningar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raun­gerast“

Nýjasta skáldsaga Sifjar Sigmarsdóttur byggir á lífshlaupi Anniear Leifs, fyrstu eiginkonu tónskáldsins Jóns Leifs, en Sif þurfti að skálda mikið í eyðurnar sökum skorts á heimildum. Þegar bókin fór í prentun hafði maður nokkur samband við Sif og var þá nýbúinn að finna dagbók Anniear sem hafði verið grafin ofan í pappakassa í áratugi.

Menning
Fréttamynd

Eru geim­verur meðal okkar?

Það eru til bækur sem svara spurningum. Og svo eru til bækur sem kveikja nýjar spurningar. Ein þeirra sem fer hiklaust í seinni flokkinn er bókin UFO 101 eftir Gunnar Dan sem kom út fyrir skemmstu hjá Sögum útgáfu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Banastuð í bókateiti breska sendi­ráðsins

Það var margt um manninn í breska sendiráðinu um helgina þegar sendiráðið bauð til móttöku til heiðurs breskra rithöfunda sem voru staddir á Íslandi í tilefni Iceland Noir hátíðarinnar. Stórstjörnur úr bókasenunni létu sig ekki vanta.

Lífið
Fréttamynd

Börn sækist í bækur á ensku

Mikilvægt er að efla útgáfu íslenskra barna bóka að mati bókasafnsfræðings sem hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem veitt voru í tilefni af degi íslenskrar tungu. Börn leiti í auknu mæli í lesefni á ensku og bregðast þurfi við.

Innlent
Fréttamynd

Telja ís­lenskuna geta horfið með einni kyn­slóð

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ragnar Jónasson, rithöfundur, telja að íslenskan gæti horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindar og áhrifa enskrar tungu á íslenskuna. Þau ræddu áhrif ensku á íslensku í bresku blaðaviðtali.

Innlent
Fréttamynd

Ræðst í út­tekt á bókamarkaðnum

Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar, og háskólaráðherra, ætlar að láta gera sérstaka úttekt á íslenska bókamarkaðnum og vinna að nýrri bókmenntastefnu. Hann segir að styðja þurfi vel við bókaútgáfu sem lið í að styrkja stöðu íslenskunnar.

Innlent
Fréttamynd

Lögðu til að Gunnar og Hall­dór deildu Nóbelsverðlaununum

Meirihluti Nóbelsnefndarinnar árið 1955 mælti með sem fyrsta valkosti að bókmenntaverðlaununum yrði deilt milli íslensku rithöfundanna Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Laxness. Í lokaatkvæðagreiðslu innan akademíunnar varð niðurstaðan hins vegar sú að Halldór skyldi einn fá verðlaunin.

Menning
Fréttamynd

Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur

Niðurstöður úr nýrri lestrarkönnun, meðal Íslendinga 18 ára og eldri, sýna að þjóðin ver að jafnaði um klukkustund á dag í að lesa og/eða hlusta á bækur. Heildartíminn sem fólk ver í lestur hefur minnkað síðustu ár. Fleiri segjast ekki verja neinum tíma í lestur en áður, fleiri karlar en konur.

Innlent
Fréttamynd

Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í saman­burði við margt annað

Nýjasta bók glæpasagnakonungsins Arnaldar Indriðasonar kostar 8.699 krónur í verslunum Pennans Eymundsson, tvö hundruð krónum meira en skáldsaga hans sem kom út í fyrra. Bóksali segist finna fyrir áhyggjum neytenda af hækkandi verði bóka, en segir raunina þá að bókaverð hafi hækkað lítillega í samanburði við margt annað.

Neytendur
Fréttamynd

Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla

Brennu - Njáls saga er í miklu uppáhaldi hjá nemendum Hvolsskóla á Hvolsvelli enda lesa allir nemendur 10. bekkjar söguna og halda sérstakan dag, sem opin er öllum þar sem Njálssaga er lesinn og dagskráin brotin upp með söng nemenda.

Innlent