Bókmenntir

Fréttamynd

Munur er á manviti og mann­viti

Helstu tíðindi fyrir þessi bókajól koma á óvart. Rímur! Svo það sé sagt þá hafa kvæði ekki beinlínis verið minn tebolli. En út er komin bókin Láka rímur eftir Bjarka Karlsson sem fara langt með að umturna minni afstöðu til kveðskapar.

Menning
Fréttamynd

Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus

Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja.

Neytendur
Fréttamynd

Goog­le birtir lista yfir vin­sælustu leitar­orðin

Google birti í dag vinsælustu leitarorðin á árinu 2025. Bæði birti fyrirtækið vinsælustu leitarorðin á alheimsvísu en einnig vinsælustu leitarorð einstakra landa. Ísland er ekki meðal þeirra landa. Flestir leituðu upplýsinga um Gemini, sem er gervigreindartæki Google. Í öðru sæti var Indland á móti Englandi í krikket og Charlie Kirk í því þriðja.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gefur út bók um reynsluna af því að vera úti­lokuð

Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri og handritshöfundur, er að gefa út bók um reynslu sína af íslenska kvikmyndabransanum í kringum sjónvarpsseríuna Húsó og Áramótaskaupið 2022. Dóra sagði framleiðendur Skaupsins hafa slitið samskiptum við hana þegar hún bað um aðgang að fjárhagsáætlun og telur hún að hvorki höfundaréttur hennar né réttur til nafngreiningar hafi verið virtur í Húsó.

Menning
Fréttamynd

Þegar vit­vél fær spurningu um nas­isma og allt fer í háa­loft

Nýlega kom út hjá Forlaginu nýjasta skáldsaga Hauks Más Helgasonar sem ber heitið Staðreyndirnar. Um er að ræða hárbeitta satíru um ólík tilbrigði við þögn, um uppgjöf andspænis voðaverkum, uppgjör sem aldrei fer fram og þolinmæði þeirra afla sem enn bíða þess í ofvæni að lýðræðis- og frelsisbylgju síðustu áttatíu ára ljúki. Skáldsaga um vélrænt vit, mannasiði og nasista.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Þetta er fólkið sem fær lista­manna­laun 2026

Nú er ljóst hverjir hljóta listamannalaun frá ríkinu á næsta ári. Til úthlutunar voru 1970 mánaðarlaun úr átta launasjóðum, það er hönnuða, myndlistarmanna, rithöfunda, sviðslistafólks, tónlistarflytjenda, tónskálda, kvikmyndahöfunda og Vegsemd fyrir listamenn 67 ára og eldri. Fjöldi umsækjenda var 1.148 þar af 1.031 einstaklingar og 117 sviðslistahópar. Sótt var um 10.719 mánuði þar af 1.755 mánuði innan sviðslistahópa en úthlutanir eru 306.

Menning
Fréttamynd

Eitt vin­sælasta leik­skáld Breta látið

Tom Stoppard, eitt þekktasta leikskáld Bretlands, er látinn 88 ára að aldri. Stoppard vann til bæði Óskarsverðlauna og Golden Globe fyrir handrit kvikmyndarinnar Shakespeare In Love.

Erlent
Fréttamynd

Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok

Það ríkir alltaf tilhlökkun meðal ungra lesenda þegar Gunnar Helgason gefur út nýja bók. Nýlega kom út hjá Forlaginu nýjasta bók Gunnars sem ber heitið Birtingur og símabannið mikla. Þar segir frá Birtingi sem á foreldra sem eru í uppeldisátaki og ætla að taka af honum símann yfir sumarið. Um leið banna þau honum að vera í tölvunni.

Lífið samstarf
Fréttamynd

For­tíð og nú­tíð fléttuð saman í nýrri spennandi ung­lingasögu

Fyrir stuttu kom út hjá Forlaginu ný unglingabók eftir Brynhildi Þórarinsdóttur sem ber nafnið Silfurgengið og er grípandi saga um vináttu og óvænt örlög. Brynhildur er afkastamikill og margverðlaunaður barna- og unglingabókahöfundur en hún hefur einnig getið sér gott orð fyrir endursagnir á Íslendingasögunum og hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin 2007 fyrir endursagnir sínar á Njálu, Eglu og Laxdælu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Kostnaður listarinnar

Sæunn Gísladóttir tekur fyrir bók Sifjar Sigmarsdóttur á menningarvefnum Lestrarklefinn. Sæunn hefur þetta að segja um bókina.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Spennandi ung­linga­bók um sam­félag í upp­lausn, sam­kennd og heitar til­finningar

Það er óhætt að segja að söguþráður nýjustu unglingabókar Arndísar Þórarinsdóttur sé frumlegur og spennandi. Sögupersónur bókarinnar, sem heitir Sólgos, eru að gera sig tilbúnar fyrir fyrsta ballið í 10. bekk þegar rafmagnið fer af. Og ekki nóg með það heldur dettur netið líka út og bílar og flugvélar hætta að virka. Á einu augnabliki hverfa allar reglur samfélagsins og ógnin tekur yfir. Mitt í allri upplausninni má þó finna samstöðu, samkennd og heitar tilfinningar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raun­gerast“

Nýjasta skáldsaga Sifjar Sigmarsdóttur byggir á lífshlaupi Anniear Leifs, fyrstu eiginkonu tónskáldsins Jóns Leifs, en Sif þurfti að skálda mikið í eyðurnar sökum skorts á heimildum. Þegar bókin fór í prentun hafði maður nokkur samband við Sif og var þá nýbúinn að finna dagbók Anniear sem hafði verið grafin ofan í pappakassa í áratugi.

Menning
Fréttamynd

Eru geim­verur meðal okkar?

Það eru til bækur sem svara spurningum. Og svo eru til bækur sem kveikja nýjar spurningar. Ein þeirra sem fer hiklaust í seinni flokkinn er bókin UFO 101 eftir Gunnar Dan sem kom út fyrir skemmstu hjá Sögum útgáfu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Banastuð í bókateiti breska sendi­ráðsins

Það var margt um manninn í breska sendiráðinu um helgina þegar sendiráðið bauð til móttöku til heiðurs breskra rithöfunda sem voru staddir á Íslandi í tilefni Iceland Noir hátíðarinnar. Stórstjörnur úr bókasenunni létu sig ekki vanta.

Lífið
Fréttamynd

Börn sækist í bækur á ensku

Mikilvægt er að efla útgáfu íslenskra barna bóka að mati bókasafnsfræðings sem hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem veitt voru í tilefni af degi íslenskrar tungu. Börn leiti í auknu mæli í lesefni á ensku og bregðast þurfi við.

Innlent
Fréttamynd

Telja ís­lenskuna geta horfið með einni kyn­slóð

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ragnar Jónasson, rithöfundur, telja að íslenskan gæti horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindar og áhrifa enskrar tungu á íslenskuna. Þau ræddu áhrif ensku á íslensku í bresku blaðaviðtali.

Innlent