Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar 13. október 2025 14:30 Svifryksmengun vegna umferðar sú mengun sem oftast fer yfir heilsuverndarmörk í borgum og bæjum á Íslandi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að svifryksmengun veldur aukningu í sjúkdómum og dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma, lungnakrabbameins, og einnig elliglöpum, taugaskemmdum, áhrifum á fóstur og enn er margt óupptalið[i]. Það er því til mikils að vinna að hafa loftgæði góð og gera það sem hægt er til að koma í veg fyrir mengun. Nú þegar vetur nálgast kemur að því að skipta yfir á vetrardekk. Val á vetrardekkjum er ekki einfalt og spilar margt þar inn í. Eitt af því sem sannarlega ætti að hafa áhrif á val á dekkjum er sú staðreynd að nagladekk spæna upp vegina og stuðla þannig að verulega auknu magni svifryks. Bíll á nagladekkjum veldur um það bil 20 – 30 sinnum (varlega áætlað) meira af svifryki en bíll á ónegldum dekkjum. Síðastliðin 10 ár hafa á milli 40% - 50% bíla á höfuðborgarsvæðinu verið á nagladekkjum yfir háveturinn. Þetta er hátt hlutfall, ef við athugum að 5 bílar á nagladekkjum valda jafn mikilli svifryksmengun og 100 - 150 bílar á ónegldum dekkjum. Það er því eðlilegt að spyrja hvað sé til ráða. Einfaldasta skrefið væri að fækka nagladekkjum í umferð. Nýlegar kannanir á öryggi dekkja sýna að bilið milli negldra dekkja og ónegldra minnkar stöðugt og raunar koma ónegld dekk jafnvel betur út; nema þegar kemur að akstri við allra verstu aðstæður þegar klaki þekur veg við frostmark [ii]. Fyrir mörg eru það ekki aðstæður sem skapast oft. Götur á höfuðborgarsvæðinu eru ruddar og saltaðar mjög fljótt, þannig að slíkar aðstæður myndast mjög sjaldan. Kostir ónegldra dekkja eru fjölmargir, minni hávaði, minna slit, oft styttri hemlunarvegalengd við algengustu aðstæður (þurrt/blautt malbik, jafnvel snjór) og auðveldara að stýra. Mörg heimili hafa yfir fleiri en einum bíl að ráða og væri því gott fyrsta skref að velta fyrir sér hver sé þörfin fyrir hvern þeirra; er mest keyrt innanbæjar og svo framvegis. Ef notkun nagladekkja minnkar ekki er nauðsynlegt að grípa til ráðstafa til að minnka svifryksmengun vegna umferðar. Slíkar ráðstafanir gætu verið að draga úr hámarkshraða, sem er mjög áhrifamikil aðferð og tiltölulega einföld[iii]. Aðrar aðgerðir gætu verið gjaldtaka á nagladekkjanotkun, að banna umferð á ákveðnum svæðum, eða beinni aðgerðir til að minnka umferð (banna bíla með slétta/oddatölu bílnúmer, …). Auðvitað ætti fyrsta skrefið að vera að draga úr umferð, en þróunin er í gagnstæða átt, þannig að það er lengri tíma markmið og önnur umræða. Höfundur er prófessor í umhverfis-og auðlindafræði við Háskóli Íslands. [i] Hänninen, O., Knol, A. B., Jantunen, M., Lim, T. A., Conrad, A., Rappolder, M., Carrer, P., Fanetti, A. C., Kim, R., Buekers, J., & EBoDE Working Group. (2014). Environmental burden of disease in Europe: Assessing nine risk factors in six countries. Environmental Health Perspectives, 122(5), 439–446. https://doi.org/10.1289/ehp.1206154 [ii] Benson, J. (2025, October 7). 2025 friction and studded winter tyre test. Tyre Reviews. https://www.tyrereviews.com/Tyre-Tests/2025-Friction-and-Studded-Winter-Tyre-Test.htm [iii] Þröstur Þorsteinsson (2021). Áhrif hraða á mengun vegna umferðar: Skýrsla til Vegagerðarinnar. Vegagerðin. https://reykjavik.is/sites/default/files/ahrif_hrada_a_mengun_vegna_umferdar.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nagladekk Umhverfismál Loftgæði Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Svifryksmengun vegna umferðar sú mengun sem oftast fer yfir heilsuverndarmörk í borgum og bæjum á Íslandi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að svifryksmengun veldur aukningu í sjúkdómum og dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma, lungnakrabbameins, og einnig elliglöpum, taugaskemmdum, áhrifum á fóstur og enn er margt óupptalið[i]. Það er því til mikils að vinna að hafa loftgæði góð og gera það sem hægt er til að koma í veg fyrir mengun. Nú þegar vetur nálgast kemur að því að skipta yfir á vetrardekk. Val á vetrardekkjum er ekki einfalt og spilar margt þar inn í. Eitt af því sem sannarlega ætti að hafa áhrif á val á dekkjum er sú staðreynd að nagladekk spæna upp vegina og stuðla þannig að verulega auknu magni svifryks. Bíll á nagladekkjum veldur um það bil 20 – 30 sinnum (varlega áætlað) meira af svifryki en bíll á ónegldum dekkjum. Síðastliðin 10 ár hafa á milli 40% - 50% bíla á höfuðborgarsvæðinu verið á nagladekkjum yfir háveturinn. Þetta er hátt hlutfall, ef við athugum að 5 bílar á nagladekkjum valda jafn mikilli svifryksmengun og 100 - 150 bílar á ónegldum dekkjum. Það er því eðlilegt að spyrja hvað sé til ráða. Einfaldasta skrefið væri að fækka nagladekkjum í umferð. Nýlegar kannanir á öryggi dekkja sýna að bilið milli negldra dekkja og ónegldra minnkar stöðugt og raunar koma ónegld dekk jafnvel betur út; nema þegar kemur að akstri við allra verstu aðstæður þegar klaki þekur veg við frostmark [ii]. Fyrir mörg eru það ekki aðstæður sem skapast oft. Götur á höfuðborgarsvæðinu eru ruddar og saltaðar mjög fljótt, þannig að slíkar aðstæður myndast mjög sjaldan. Kostir ónegldra dekkja eru fjölmargir, minni hávaði, minna slit, oft styttri hemlunarvegalengd við algengustu aðstæður (þurrt/blautt malbik, jafnvel snjór) og auðveldara að stýra. Mörg heimili hafa yfir fleiri en einum bíl að ráða og væri því gott fyrsta skref að velta fyrir sér hver sé þörfin fyrir hvern þeirra; er mest keyrt innanbæjar og svo framvegis. Ef notkun nagladekkja minnkar ekki er nauðsynlegt að grípa til ráðstafa til að minnka svifryksmengun vegna umferðar. Slíkar ráðstafanir gætu verið að draga úr hámarkshraða, sem er mjög áhrifamikil aðferð og tiltölulega einföld[iii]. Aðrar aðgerðir gætu verið gjaldtaka á nagladekkjanotkun, að banna umferð á ákveðnum svæðum, eða beinni aðgerðir til að minnka umferð (banna bíla með slétta/oddatölu bílnúmer, …). Auðvitað ætti fyrsta skrefið að vera að draga úr umferð, en þróunin er í gagnstæða átt, þannig að það er lengri tíma markmið og önnur umræða. Höfundur er prófessor í umhverfis-og auðlindafræði við Háskóli Íslands. [i] Hänninen, O., Knol, A. B., Jantunen, M., Lim, T. A., Conrad, A., Rappolder, M., Carrer, P., Fanetti, A. C., Kim, R., Buekers, J., & EBoDE Working Group. (2014). Environmental burden of disease in Europe: Assessing nine risk factors in six countries. Environmental Health Perspectives, 122(5), 439–446. https://doi.org/10.1289/ehp.1206154 [ii] Benson, J. (2025, October 7). 2025 friction and studded winter tyre test. Tyre Reviews. https://www.tyrereviews.com/Tyre-Tests/2025-Friction-and-Studded-Winter-Tyre-Test.htm [iii] Þröstur Þorsteinsson (2021). Áhrif hraða á mengun vegna umferðar: Skýrsla til Vegagerðarinnar. Vegagerðin. https://reykjavik.is/sites/default/files/ahrif_hrada_a_mengun_vegna_umferdar.pdf
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun