

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat
Hjartalæknir segir sánuferðir geta haft margþætt jákvæð áhrif á heilsu fólks og ekki síst hjartað. Sánuferðir hafi sambærileg áhrif og líkamsrækt, lækki blóðþrýsting og auki losun endorfína sem dragi úr streitu.
Það var sannkölluð stemning í Hagkaup Garðabæ í gær, fimmtudaginn 15. maí, þegar ný og glæsileg snyrtivörudeild var opnuð formlega við hátíðlega athöfn.
Hamingjuhlaupið verður haldið í fyrsta sinn á laugardaginn. Hlaupið fer fram í Elliðaárdalnum og verður stútfullt af skemmtilegum uppákomum og fjöri. Hlaupnir verða 7,8 km í karla-, kvenna- og kváraflokki en einnig er hægt að skrá sig í 3 km gleðiskokk.
Þegar við hugsum um það sem mestu máli skiptir í lífinu, hvað kemur fyrst upp í hugann? Hvers óskum við þeim sem okkur þykir vænst um? Viljum við að þau verði rík og fræg eða heilbrigð og hamingjusöm? Flest okkar þekkja svarið.
Ein af grunnstoðum fyrir andlega vellíðan er góður svefn.
Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari býður fólki að halda upp á alþjóðlegan hláturjógadag á morgun með hláturstund við gömlu þvottalaugarnar í Laugardalnum.
Á nýju markaðstorgi Sinna er fókusinn heilsa, útlit og vellíðan og á sinna.is er hægt að bóka tíma hjá hárgreiðslustofum, snyrtistofum, heilsulindum, nuddstofum, og í margskonar aðra þjónustu m.a. í þjálfun, förðun, ljósmyndatöku og margt fleira áhugavert. Það hefur aldrei verið jafn einfalt að skoða úrval þjónustuframboðs og bóka tíma.
Kolbrún Róbertsdóttir, jógakennari, heilsumarkþjálfi og listmálari, fékk óvænta bót á vefjagigt þegar hún leitaði á heilsuklínikið The House of Beauty.
Þegar horft er til aldraðra er oft spurt um aldur, það er oft eitt af því fyrsta sem spurt er um þegar verið er að ræða málefni viðkomandi. Sá sem spyr tengir svarið oftsinnis sjálfkrafa við sínar mótuðu hugmyndir sem tengjast þeim aldri sem um ræðir. Fagfólk fellur í þessa gildru líkt og leikmenn á stundum.
Vissir þú að á Íslandi eru bara um 100 næringarfræðingar? Sem er gríðarlega lítill hópur miðað við vaxandi þörf vegna aukningar í upplýsingaóreiðu um næringu í samfélaginu, stækkandi hóps eldra fólks og aukningu ýmissa sjúkdóma.
Heilbrigðisráðherra segir alveg ljóst að binda þurfi í lög hversu mörg börn sæðisgjafar megi búa til hér á landi. Ekki sé ráðlegt að hver sæðisgjafi megi frjóvga fleiri en tvö egg í svo litlu samfélagi líkt og á Íslandi.
„Við erum spennt að kynna rafrænu gjafakortin okkar, nýja og þægilega leið til að gefa gjöf sem gleður og endist,” segir María Ingunn Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri GG Sport en verslunin hefur sett glæsileg gjafakort sem hægt er að myndskreyta og bæta við persónulegri kveðju, í sölu.
Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir að þeir sem hati gleðina eða eru „slavískt 100% í heilsunni“ ættu að sleppa páskaeggjum en fyrir alla hina sé sjálfsagt að fá sér súkkulaði yfir páskana.
Það er allt fullt af blóði. Eins og blóðið fossi úr hesti frekar en manneskju. Anna hleypur frá svefnherberginu og inn á klósett. Grátandi af hræðslu og í geðshræringu ; Er dóttirin dáin eða get ég reynt að þrýsta á og framkalla fæðingu strax; Næ ég að bjarga henni? hugsar hún.
Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um að lengja opnunartíma sundlauga um klukkutíma í sumar. 20 milljónir spöruðust í fyrra þegar opnunartíminn var styttur.
Ný og metnaðarfull fjarlækningaþjónusta hefur hafið göngu á Selfossi þar sem sjúklingum með sykursýki er nú boðið upp á reglulegt augnbotnaeftirlit án þess að þurfa að ferðast til höfuðborgarsvæðisins. Þjónustan er samstarfsverkefni Sjónlags og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU).
Rúrik Gíslason, áhrifavaldur og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er nú á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna sýkingar í hálskirtlum, svokallaðrar peritonsillar abscess ígerðar.
Heitustu skvísur landsins komu saman í Höfuðstöðinni síðastliðinn þriðjudag til að fagna nýrri jóga-fatalínu frá sænska tískurisanum Gina Tricot. Allar mættu í samstæðum jógafatnaði úr línunni, sem gerði viðburðinn einstaklega myndrænan.
Heilsulindin KEF SPA & Fitness, sem staðsett er í Hótel Keflavík, er nýr og einstakur áfangastaður hérlendis þar sem sett eru ný viðmið í vellíðan með fallegu umhverfi, hönnun sem nær til allra skynfæra og upplifun sem fólk man eftir.
Breska poppstjarna Robbie Williams segist hafa orðið svo vannærður eftir notkun megrunarlyfs að hann hafi fengið skyrbjúg. Williams hefur áður opnað sig um líkamsskynjunarröskun sína og þunglyndi.
Svavar Jóhannsson rekstrarmaður segist hafa þurft að hafa fyrir öllu sem hann hefur unnið sér inn í gegnum tíðina. Svavar, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar, stofnaði verslun með fæðubótarefni fyrir 25 árum. Hann keyrði þrisvar í viku með skottið fullt af próteini til Reykjavíkur frá Akureyri samhliða vinnu og var með lager í bílskúrnum hjá ömmu sinni.
Vísbendingar eru nú um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Þá reynast þær í meirihluta tilvika ekki gagnlegar til þess að hætta að reykja heldur verða til þess að viðkomandi reykir meira og neytir meira níkótíns.
Einskonar carnivore bylgja hefur verið áberandi að undanförnu og margir stokkið á þann vagn, oft í von um þyngdartap og bætta heilsu. En er þarna loksins kominn hinn eini sanni töfrakúr sem alla vanda leysir? Við getum sagt sem svo að í gegnum tíðina hafa ýmis mataræði/kúrar orðið vinsæl, sum skaðlegri en önnur. Vísindamenn telja þó carnivore mataræðið eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda.
Þann 12. mars síðastliðinn voru birtar nýjar ráðleggingar um mataræði sem embætti landlæknis gefur út. Þessar ráðleggingar eru ætlaðar fyrir alla eldri en 2 ára og upp til sjötugs sem eru alla jafna heilsuhraust. Sértækar ráðleggingar eru svo fyrir barnshafandi, með barn á brjósti, börn yngri en 2 ára og eldri einstaklinga háð heilsufari