Smygl

Fréttamynd

Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli

Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið.

Innlent
Fréttamynd

Vildu ekki sprengja upp risa­vaxið dóp­mál heldur fylgdust þolin­móð með

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu.

Innlent
Fréttamynd

Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni

Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni.

Innlent
Fréttamynd

Fimm teknir í tollinum með Oxycontin á þremur vikum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært fimm pólska karlmenn fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, með því að hafa flutt inn mikið magn ópíóíðalyfsins Oxycontin. Mennirnir voru teknir á þriggja vikna tímabili með efni í fórum sér en þeir eru allir ákærðir hver í sínu lagi og því er ekki litið á brot þeirra sem samverknað.

Innlent
Fréttamynd

Smyglaði 643 OxyContin töflum til landsins

Karlmaður var í dag sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á 643 töflum af ávana-og fíknilyfinu OxyContin. Maðurinn flutti efnin til landsins með flugi frá Varsjá í Póllandi en tollverðir fundu efnin við leit í farangri ákærða.

Innlent
Fréttamynd

Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð

Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta haldlagning á grasi í langan tíma á Íslandi

Þrjátíu kíló af marijúana voru haldlögð í tveimur töskum á vikutímabili á Keflavíkurflugvelli í desember. Þetta er langstærsta tilraun til innflutnings á þessum efnum á árinu, en innflutningur á grasi er almennt sjaldgæfur.

Innlent
Fréttamynd

Þrír bátar farist á þremur dögum í Grikk­landi

Sextán eru látnir eftir þriðja slysið á jafnmörgum dögum í Eyjahafi. Bátur fórst í seint í gærdag undan ströndum Grikklands og hafa nú þrjátíu farendur látið lífið í Eyjahafi í vikunni. Áttatíu voru í bátnum sem fórst.

Innlent