Fasteignamarkaður

Fréttamynd

„Mjög ó­þægi­legt“ að hærri vextir séu að hafa á­hrif til hækkunar á verð­bólgu

Þótt sú aðferð að innihalda áhrif vaxtabreytinga á reiknaða húsaleigu við mælingu verðbólgu kunni að vera „fræðilega rétt“ þá hefur hún óheppileg áhrif núna þegar vextir Seðlabankans fara hækkandi, að sögn seðlabankastjóra. Árstaktur verðbólgunnar væri umtalsvert lægri um þessar mundir ef vaxtaþátturinn væri undanskilin í húsnæðisliðnum í vísitölu neysluverðs.

Innherji
Fréttamynd

Byggingarfulltrúinn og skjólveggurinn

Oft snúa sér til Húseigendafélagsins eigendur fasteigna sem kvarta sáran yfir hegðun, háttsemi og ósóma nágranna sinna. Eru slík þrætuefni af ólíkum meiði, en algengt er að þau varði frágang á mörkum lóða. Því miður vill það stundum verða að menn telji sér heimilt að ákveða hvernig slíkum frágangi skuli háttað, og ganga til þess verks án samskipta við nágranna aðliggjandi lóðar.

Skoðun
Fréttamynd

Sniðug íbúð Skoðanabróður til sölu

Bergþór Másson lífskúnstner og annar hlaðvarpsstjórnandi Skoðanabræðra hefur sett nýstárlega íbúð sína við Hverfisgötu í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 48,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

„Algjör kúvending“ bara á þessu ári

Byggja þarf allt að fimm þúsund íbúðir árlega næstu árin á sama tíma og uppbygging hefur dregist verulega saman. Fjöldi nýrra, fullbúinna íbúða sem standa auðar hefur sexfaldast milli ára. Verktaki segir algjöra kúvendingu hafa orðið í bransanum á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hommahöllin komin á sölu

Listamennirnir Há­kon Hildi­brand, frum­kvöðull, menn­ing­ar­frömuður og dragdrottn­ing, og  Haf­steinn Haf­steins­son, mynd­list­ar­maður og rithöfundur hafa sett hið sögufræga stórhýsi, Sigfúsarhús, á Neskaupstað til sölu. Húsið gengur í dag undir nafninu Hommahöllin.

Lífið
Fréttamynd

Keypti sæl­gætis­gerðina Freyju fyrir vel á þriðja milljarð króna

Eignir Langasjávar, stór hluthafi í öllum þremur skráðu fasteignafélögunum og eigandi Ölmu íbúðafélags, rufu 100 milljarða króna múrinn um síðustu áramót en hagnaðurinn dróst engu að síður mikið saman, meðal annars vegna hækkandi fjármagnskostnaðar en félagið skuldar yfir 80 milljarða. Sælgætisgerðin Freyja bættist við eignasafn Langasjávar undir lok síðasta árs þegar það keypti fyrirtækið fyrir vel á þriðja milljarð króna.

Innherji
Fréttamynd

Eigandi Tulipop selur sjarmerandi miðbæjarperlu

Signý Kolbeinsdóttir vöruhönnuður og hugmyndasmiðurinn á bak við töfraheim Tulipop hefur sett sjarmerandi íbúð sína við Grettisgötu í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 90,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Seðla­banka­stjóri hengir bakara fyrir smið

Líkt og í samanburðarlöndum hefur verðbólga verið há hér á landi síðustu misseri, en í flestum samanburðarlöndum er farið að rofa til og verðbólga fer hratt lækkandi. Það sama gerist hins vegar ekki hér og við erum enn að glíma við meira en 8% verðbólgu þrátt fyrir að hér séu stýrivextir í hæstu hæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Stækka við sig og eiga von á barni

Lögmaðurinn og fyrrum fjölmiðlamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og eiginkona hans Ása Dagmar Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Útlendingastofnun, hafa sett glæsilega íbúð sína við Hlíðarenda til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru 79,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Hönnunarparadís í Hafnarfirði

Í miðbæ Hafnarfjarðar er einstakt hönnunarhús til sölu. Húsið var byggt árið 1948 teiknað af Kjartani Sveinssyni og endurhannað af einum þekktasta innanhúshönnuði landsins, Sæ­björgu Guðjóns­dótt­ur eða Sæju, árið 2017. Ásett verð fyrir eignina eru 189 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Met slegið í verðtryggðum íbúðalánum bankanna annan mánuðinn í röð

Talsvert hefur hægt á útlánavexti bankanna til atvinnulífsins á undanförnum þremur mánuðum samhliða hækkandi fjármagnskostnaði en meðalvextir óverðtryggðra fyrirtækjalána voru farnir að nálgast tólf prósent fyrr í sumar. Á sama tíma er ekkert lát á tilfærslu heimila úr óverðtryggðum íbúðalánum yfir í verðtryggð en annan mánuðinn í röð var met slegið í nýjum verðtryggðum lánum bankanna með veði í íbúð.

Innherji
Fréttamynd

„Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“

Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. 

Innlent
Fréttamynd

Fyrrverandi ráðherra selur glæsihús í Þingholtunum

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, og Sigurmar Kristján Albertsson, lögmaður og eiginmaður hennar, hafa sett fallegt einbýlishús sitt í Þingholtunum í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 215 milljónir.

Lífið