Lífið

Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð á liðnum árum.
Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð á liðnum árum.

Við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu sjarmerandi þriggja herbergja íbúð í húsi sem var byggt árið 1952. Íbúðin er í kjallara með fallegu sjávarútsýni. Ásett verð er 69,9 milljónir.

Um er að ræða 64,6 fermetra íbúð með sérinngangi sem hefur verið mikið endurnýjuð á liðnum árum.

Húsráðendur hafa innréttað íbúðina á mínímaílskan og glæsilegan máta þar sem ljós litapalletta flæðir á milli rýma. Á gólfum er ljóst vínylparket.

Stofa og borðstofa er í björtu rými, en þaðan er fallegt útsýni til sjávarútsýni. Eldhúsið er í lokuðu rými með litlum borðkrók. Innréttingin er hvít með góðu skápaplássi og gráum kvartsstein á borðum.

Samtals eru tvö góð svefnherbergi og eitt baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavf Vísis.


Tengdar fréttir

Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili

Heimili þarf ekki að vera dýrt til að vera glæsilegt. Með réttu litavali, fallegum húsgögnum og góðu skipulagi getur hvaða heimili sem er litið út fyrir að vera vandað og ríkulegt.

Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum

Það jafnast fátt á við notalega samveru í sumarbústað þar sem kyrrðin og óspillt náttúran er alltumlykjandi. Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt úrval sumarbústaða í öllum stærðum og gerðum.

Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu

Hjónin, Liv Bergþórs­dótt­ir for­stjóri BI­OEF­FECT og Sverr­ir Viðar Hauks­son, framkvæmdastjóri hjá BAKO verslunartækni, hafa sett glæsihús sitt við Blikanes á Arnarnesi í Garðabæ á sölu. Óskað er eftir tilboði í eignina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.