Vegagerð Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Ekið var á starfsmann malbikunarfyrirtækisins Colas í gær. Ökumaðurinn gaf í þegar starfsmaðurinn gaf merki um að stöðva. Deildarstjóri öryggis hjá Colas segir uppákomur sem þessar vera daglegt brauð. Innlent 18.9.2025 21:16 Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Drög að aðalskipulagsbreytingu og umhverfismati vegna Sundabrautar voru kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í gær. Drögin sýna mögulegar útfærslur Sundabrautar þar sem ýmist er gert ráð fyrir brú eða göngum um Kleppsvík, en hvor útfærsla fyrir sig hefur áhrif á mögulega legu brautarinnar og útfærslu gatnamótatenginga. Innlent 18.9.2025 11:21 Kjölur ekki á dagskrá Vegabætur á Kili eru ekki á áætlun þrátt fyrir að teikningar hafi verið til í nokkur ár. Vegagerðin segir málið snúast um forgangsröðun. Allt að fimm hundruð bílum er ekið daglega yfir Kjöl þegar mest er. Innlent 5.9.2025 22:00 Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Ástand Kjalvegar hefur verið mjög slæmt á köflum í sumar. Ferðaþjónustufólk vill sjá úrbætur á veginum og að sem flestum verði gert kleift að njóta hálendisins. Innlent 4.9.2025 23:02 Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Villa á Google Maps hefur valdið misskilningi hjá vegfarendum sem nota forritið til leiðsagnar. Forritið segir ökumönnum að taka Krýsuvíkurleiðina um Grindavík á leiðinni til Keflavíkur og segir Reykjanesbrautina lokaða við Straumsvík. Innlent 31.8.2025 12:08 „Þurfum að spyrja hvort samkeppnin sé farin valda okkur of miklum kostnaði“ Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins setur spurningamerki við skynsemi þess að leggja tvo ljósleiðara í nánast öll hús á landinu og mögulega sé kominn tími á að velta því upp hvort áherslan þar á samkeppni sé „farin að valda okkur of miklum kostnaði.“ Þá segist hann hafa persónulega lítinn skilning á því, sem virðist vera „tabú“ í umræðu hér á landi, af hverju einkafjárfestar megi ekki hafa aðkomu að fjárfestingu í félagslegum innviðum og hagnast á henni. Innherji 29.8.2025 15:56 Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Það væru svik við gefin loforð og setur hættulegt fordæmi ef bygging Fjarðarheiðaganga færi aftar í röðina en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir. Þetta segja leiðtogar sveitarstjórnar í Múlaþingi sem hafa kallað eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Þær fagna áformum stjórnvalda um átak í uppbyggingu innviða en vara við því að kjördæmapot og pólitískar sveiflur bitni á mikilvægum framkvæmdum. Innlent 28.8.2025 21:02 Loka Bröttubrekku í tvo daga Vegagerðin hefur gefið heimild fyrir að Vestfjarðarvegur um Bröttubrekku verði lokaður á miðvikudag og fimmtudag, ef veður leyfir. Malbika á veginn. Innlent 25.8.2025 20:40 Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Slitlag er nú komið á veginn allan hringinn í kringum Þingvallavatn og markar það lok 25 ára vegferðar sem hófst í tengslum við Kristnihátíðina á Þingvöllum árið 2000. Áfanganum verður fagnað sérstaklega á sunnudaginn, að viðstöddum bæði innviðaráðherra og vegamálastjóra. Innlent 21.8.2025 13:08 Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Vegafarendur á leið um einn fjölfarnasta þjóðveg landsins, Suðurlandsveg í útjaðri Reykjavíkur, geta senn fagnað nýjum áfanga sem bætir umferðarflæði og eykur öryggi. Innlent 20.8.2025 22:10 Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ný göngubrú er risin yfir Sæbraut og hafa margir skoðun á útliti hennar. Einn þeirra sem klórar sér í kollinum yfir brúnni er rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem telur hönnunina merki um of afgerandi áhrif íslenskrar verkfræði í borgarlandslaginu. Fjölmargir leggja orð í belg. Menning 19.8.2025 15:09 Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Göngubrú yfir Sæbraut verður opnuð fyrir gangandi og hjólandi síðdegis í dag. Búið er að gera öryggisúttekt á brúnni og verða girðingar umhverfis framkvæmdasvæði fjarlægðar síðdegis í dag. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. Innlent 18.8.2025 14:17 Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Grjót hrundi úr Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun og stór hnullungur fór yfir þjóðveginn. Þetta var á svipuðum stað og banaslys varð vegna grjóthruns í mars á þessu ári. Innlent 17.8.2025 17:36 Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit, yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, tefst um þrjá mánuði hið minnsta. Ástæðan er óleyst kærumál vegna verkútboðsins en Vegagerðin hafnaði tveimur lægstu tilboðunum. Innlent 13.8.2025 13:31 Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Fyrsti fundur Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra í fundaferð til undirbúnings samgönguáætlun hefst á Akureyri síðdegis í dag. Ráðherrann hyggst á næstu tveimur vikum halda opna íbúafundi í öllum landshlutum. Þeim lýkur með innviðaþingi í Reykjavík. Innlent 12.8.2025 13:50 Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Búið er að hanna nýja Ölfusárbrú að mestu leiti sem er áætlað að verði tekin í notkun haustið 2028. Staðarstjóri framkvæmda segir framkvæmdir við mislæg gatnamót að hefjast sem tengir nýjan veg frá brúnni við Hringveg eitt. Innlent 7.8.2025 13:31 Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. Innlent 29.7.2025 21:45 „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Bifhjólafólk er orðið langþreytt á að bíða eftir að meira tillit sé tekið til þeirra í vegakerfinu. Þau hafi áhyggjur af stöðunni og vilji að rödd þeirra heyrist. Bifhjólamaður lést í umferðarslysi í Reykjavík í vikunni. Innlent 13.7.2025 20:51 Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni KR sækir ÍA heim á Elkem-völlinn á Akranesi í 15. umferð Bestu deildar karla annað kvöld. Heimferð Vesturbæinga af Skaganum lengist um 45 mínútur eða svo, þar sem Hvalfjarðargöngin verða lokuð vegna framkvæmda. Íslenski boltinn 13.7.2025 12:25 Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Þjóðin skiptist í þrjá um það bil jafna hópa hvað varðar afstöðu til frumvarps fjármálaráðherra um kílómetragjald. Marktækur munur er á viðhorfi íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Innlent 10.7.2025 08:26 Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Fyrirtæki sem sérhæfa sig í malbikun fara nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum. Markaðssérfræðingur segir fyrirtækin græða ýmislegt á því jafnvel þó að stór fyrirtæki og hið opinbera séu þeirra helstu viðskiptavinir. Innlent 9.7.2025 23:15 Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Þrír milljarðar verða settir til viðbótar í viðhald vega á landsbyggðinni árið 2025. Alþingi samþykkti tillögu ríkisstjórnarinnar þess efnis þegar fjáraukalög voru afgreidd á laugardag. Innlent 7.7.2025 15:37 Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Unnið er að umfangsmiklum breytingum við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls í Árbænum. Árbæingur segir ljóst að eftir framkvæmdirnar verði umferðartafir á svæðinu gríðarlegar og segir fleiri íbúa í hverfinu mjög áhyggjufulla. Innlent 6.7.2025 23:29 Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í eitt af stærstu útboðsverkum ársins, smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Þess í stað hefur Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við norskan verktaka, sem átti þriðja lægsta boð. Ákvörðunin hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar útboðsmála. Innlent 3.7.2025 16:54 Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Breikkun Reykjanesbrautar um Straumsvík og Hvassahraun er á undan áætlun og stefnir í að búið verði að tvöfalda hana alla fyrir veturinn. Vegfarendur fá smjörþefinn á næstu dögum þegar umferð verður í fyrsta sinn hleypt á nýja akreinar. Innlent 2.7.2025 22:33 Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Allnokkrir ökumenn voru sviptir ökuréttindum og 322 ökumenn eiga von á sekt eftir að hafa ekið á meðalhraða 49 á Kringlumýrarbraut. Á vegarkaflanum á milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar eru menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautinni. Innlent 2.7.2025 20:05 Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Vegagerðin segir vonir standa til að hægt verði að klæða Dynjandisveg, það er veginn inn að fossinum Dynjanda, í ágústmánuði. Þetta er stuttur vegarkafli sem liggur frá Vestfjarðavegi að þessu helsta náttúrudjásni fjórðungsins. Innlent 1.7.2025 11:17 Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. Innlent 27.6.2025 08:47 Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. Erlent 26.6.2025 14:50 Bíll við bíl frá Ártúnsbrekku upp í Mosfellsbæ Miklar umferðartafir eru í Mosfellsbæ þessa stundina vegna vegaframkvæmda og misskilnings þeim tengdum sem gætti hjá Vegagerðinni. Innlent 22.6.2025 18:55 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 20 ›
Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Ekið var á starfsmann malbikunarfyrirtækisins Colas í gær. Ökumaðurinn gaf í þegar starfsmaðurinn gaf merki um að stöðva. Deildarstjóri öryggis hjá Colas segir uppákomur sem þessar vera daglegt brauð. Innlent 18.9.2025 21:16
Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Drög að aðalskipulagsbreytingu og umhverfismati vegna Sundabrautar voru kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í gær. Drögin sýna mögulegar útfærslur Sundabrautar þar sem ýmist er gert ráð fyrir brú eða göngum um Kleppsvík, en hvor útfærsla fyrir sig hefur áhrif á mögulega legu brautarinnar og útfærslu gatnamótatenginga. Innlent 18.9.2025 11:21
Kjölur ekki á dagskrá Vegabætur á Kili eru ekki á áætlun þrátt fyrir að teikningar hafi verið til í nokkur ár. Vegagerðin segir málið snúast um forgangsröðun. Allt að fimm hundruð bílum er ekið daglega yfir Kjöl þegar mest er. Innlent 5.9.2025 22:00
Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Ástand Kjalvegar hefur verið mjög slæmt á köflum í sumar. Ferðaþjónustufólk vill sjá úrbætur á veginum og að sem flestum verði gert kleift að njóta hálendisins. Innlent 4.9.2025 23:02
Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Villa á Google Maps hefur valdið misskilningi hjá vegfarendum sem nota forritið til leiðsagnar. Forritið segir ökumönnum að taka Krýsuvíkurleiðina um Grindavík á leiðinni til Keflavíkur og segir Reykjanesbrautina lokaða við Straumsvík. Innlent 31.8.2025 12:08
„Þurfum að spyrja hvort samkeppnin sé farin valda okkur of miklum kostnaði“ Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins setur spurningamerki við skynsemi þess að leggja tvo ljósleiðara í nánast öll hús á landinu og mögulega sé kominn tími á að velta því upp hvort áherslan þar á samkeppni sé „farin að valda okkur of miklum kostnaði.“ Þá segist hann hafa persónulega lítinn skilning á því, sem virðist vera „tabú“ í umræðu hér á landi, af hverju einkafjárfestar megi ekki hafa aðkomu að fjárfestingu í félagslegum innviðum og hagnast á henni. Innherji 29.8.2025 15:56
Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Það væru svik við gefin loforð og setur hættulegt fordæmi ef bygging Fjarðarheiðaganga færi aftar í röðina en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir. Þetta segja leiðtogar sveitarstjórnar í Múlaþingi sem hafa kallað eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Þær fagna áformum stjórnvalda um átak í uppbyggingu innviða en vara við því að kjördæmapot og pólitískar sveiflur bitni á mikilvægum framkvæmdum. Innlent 28.8.2025 21:02
Loka Bröttubrekku í tvo daga Vegagerðin hefur gefið heimild fyrir að Vestfjarðarvegur um Bröttubrekku verði lokaður á miðvikudag og fimmtudag, ef veður leyfir. Malbika á veginn. Innlent 25.8.2025 20:40
Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Slitlag er nú komið á veginn allan hringinn í kringum Þingvallavatn og markar það lok 25 ára vegferðar sem hófst í tengslum við Kristnihátíðina á Þingvöllum árið 2000. Áfanganum verður fagnað sérstaklega á sunnudaginn, að viðstöddum bæði innviðaráðherra og vegamálastjóra. Innlent 21.8.2025 13:08
Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Vegafarendur á leið um einn fjölfarnasta þjóðveg landsins, Suðurlandsveg í útjaðri Reykjavíkur, geta senn fagnað nýjum áfanga sem bætir umferðarflæði og eykur öryggi. Innlent 20.8.2025 22:10
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ný göngubrú er risin yfir Sæbraut og hafa margir skoðun á útliti hennar. Einn þeirra sem klórar sér í kollinum yfir brúnni er rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem telur hönnunina merki um of afgerandi áhrif íslenskrar verkfræði í borgarlandslaginu. Fjölmargir leggja orð í belg. Menning 19.8.2025 15:09
Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Göngubrú yfir Sæbraut verður opnuð fyrir gangandi og hjólandi síðdegis í dag. Búið er að gera öryggisúttekt á brúnni og verða girðingar umhverfis framkvæmdasvæði fjarlægðar síðdegis í dag. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. Innlent 18.8.2025 14:17
Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Grjót hrundi úr Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun og stór hnullungur fór yfir þjóðveginn. Þetta var á svipuðum stað og banaslys varð vegna grjóthruns í mars á þessu ári. Innlent 17.8.2025 17:36
Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit, yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, tefst um þrjá mánuði hið minnsta. Ástæðan er óleyst kærumál vegna verkútboðsins en Vegagerðin hafnaði tveimur lægstu tilboðunum. Innlent 13.8.2025 13:31
Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Fyrsti fundur Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra í fundaferð til undirbúnings samgönguáætlun hefst á Akureyri síðdegis í dag. Ráðherrann hyggst á næstu tveimur vikum halda opna íbúafundi í öllum landshlutum. Þeim lýkur með innviðaþingi í Reykjavík. Innlent 12.8.2025 13:50
Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Búið er að hanna nýja Ölfusárbrú að mestu leiti sem er áætlað að verði tekin í notkun haustið 2028. Staðarstjóri framkvæmda segir framkvæmdir við mislæg gatnamót að hefjast sem tengir nýjan veg frá brúnni við Hringveg eitt. Innlent 7.8.2025 13:31
Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. Innlent 29.7.2025 21:45
„Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Bifhjólafólk er orðið langþreytt á að bíða eftir að meira tillit sé tekið til þeirra í vegakerfinu. Þau hafi áhyggjur af stöðunni og vilji að rödd þeirra heyrist. Bifhjólamaður lést í umferðarslysi í Reykjavík í vikunni. Innlent 13.7.2025 20:51
Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni KR sækir ÍA heim á Elkem-völlinn á Akranesi í 15. umferð Bestu deildar karla annað kvöld. Heimferð Vesturbæinga af Skaganum lengist um 45 mínútur eða svo, þar sem Hvalfjarðargöngin verða lokuð vegna framkvæmda. Íslenski boltinn 13.7.2025 12:25
Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Þjóðin skiptist í þrjá um það bil jafna hópa hvað varðar afstöðu til frumvarps fjármálaráðherra um kílómetragjald. Marktækur munur er á viðhorfi íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Innlent 10.7.2025 08:26
Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Fyrirtæki sem sérhæfa sig í malbikun fara nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum. Markaðssérfræðingur segir fyrirtækin græða ýmislegt á því jafnvel þó að stór fyrirtæki og hið opinbera séu þeirra helstu viðskiptavinir. Innlent 9.7.2025 23:15
Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Þrír milljarðar verða settir til viðbótar í viðhald vega á landsbyggðinni árið 2025. Alþingi samþykkti tillögu ríkisstjórnarinnar þess efnis þegar fjáraukalög voru afgreidd á laugardag. Innlent 7.7.2025 15:37
Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Unnið er að umfangsmiklum breytingum við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls í Árbænum. Árbæingur segir ljóst að eftir framkvæmdirnar verði umferðartafir á svæðinu gríðarlegar og segir fleiri íbúa í hverfinu mjög áhyggjufulla. Innlent 6.7.2025 23:29
Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í eitt af stærstu útboðsverkum ársins, smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Þess í stað hefur Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við norskan verktaka, sem átti þriðja lægsta boð. Ákvörðunin hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar útboðsmála. Innlent 3.7.2025 16:54
Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Breikkun Reykjanesbrautar um Straumsvík og Hvassahraun er á undan áætlun og stefnir í að búið verði að tvöfalda hana alla fyrir veturinn. Vegfarendur fá smjörþefinn á næstu dögum þegar umferð verður í fyrsta sinn hleypt á nýja akreinar. Innlent 2.7.2025 22:33
Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Allnokkrir ökumenn voru sviptir ökuréttindum og 322 ökumenn eiga von á sekt eftir að hafa ekið á meðalhraða 49 á Kringlumýrarbraut. Á vegarkaflanum á milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar eru menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautinni. Innlent 2.7.2025 20:05
Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Vegagerðin segir vonir standa til að hægt verði að klæða Dynjandisveg, það er veginn inn að fossinum Dynjanda, í ágústmánuði. Þetta er stuttur vegarkafli sem liggur frá Vestfjarðavegi að þessu helsta náttúrudjásni fjórðungsins. Innlent 1.7.2025 11:17
Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. Innlent 27.6.2025 08:47
Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. Erlent 26.6.2025 14:50
Bíll við bíl frá Ártúnsbrekku upp í Mosfellsbæ Miklar umferðartafir eru í Mosfellsbæ þessa stundina vegna vegaframkvæmda og misskilnings þeim tengdum sem gætti hjá Vegagerðinni. Innlent 22.6.2025 18:55