Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. október 2025 12:06 Strætisvagnar hafa víða verið á eftir áætlun, en útlit er fyrir að það ástand vari áfram fram eftir degi. Vísir/Anton Brink Vonir standa til að hægt verði að opna hringveginn að fullu nú upp úr hádegi, en honum var lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Bráðamóttaka Landspítalans býr sig undir aukið álag vegna hálkuslysa í dag og útlit er fyrir að Strætó verði á eftir áætlun fram eftir degi. Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi víðast hvar á landinu, ef frá eru talin Vestfirðir, Norðausturland og Faxaflói, vegna hvassviðris, rigningar og asahláku. Slík viðvörun tekur þó gildi á Vestfjörðum klukkan tvö. Eftir því sem líður á daginn falla þær úr gildi, fyrst á austurhluta landsins, en síðast við Faxaflóa klukkan níu í fyrramálið. Hringvegurinn er sem stendur lokaður á tveimur stöðum, annars vegar við Sandfell í Öræfum, og hins vegar frá Markarfljóti og austur að Vík, vegna mikils vinds. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan þó nokkuð vænleg upp á framhaldið. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir vonir standa til þess að hægt verði að opna upp úr hádegi.Vísir/Einar „Veðrið er að ganga niður, þannig að við erum að undirbúa að opna aftur. Fyrst undir Eyjafjöllum og aðeins seinna í Öræfunum,“ segir G. Pétur Matthíasson, hjá Vegagerðinni. „Það er kannski svona upp úr hádeginu, sem það gæti farið að gerast.“ Búa sig undir aukið álag á slysó Á höfuðborgarsvæðinu og mun víðar hefur mikillar hálku gætt. Þrátt fyrir að nú sé tekið að leysa getur hálkan verið meiri en áður. Yfirlæknir á brátamóttökunni segir á þriðja tug hafa leitað aðhlynningar vegna hálkuslysa frá því tók að snjóa á þriðjudag. Hætta sé á að fleiri bætist við. „Það hefur verið nokkuð um beinbrot og jafnvel fólk sem hefur þurft innlagnir vegna þessa,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Hjalti Már Björnsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Arnar „Miðað við reynslu fyrri ára er það einmitt þegar það fer að rigna og hlýna sem hálkan verður verri. Þannig að ég hef umtalsverðar áhyggjur af því að það verði mikið álag á spítalanum í dag, út af þessum hálkuslysum sem gætu orðið í dag þegar fer að hlýna.“ Strætó á eftir áætlun fram eftir degi Síðustu daga hefur umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu verið mikill, og strætisvagnar óvíða á áætlun. „Mér þykir alveg líklegt að það verði í dag, og fram eftir þessum degi, þangað til það hreinsast betur af götunum. Umferðin er á köflum mjög hæg,“ segir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturs hjá Strætó. Steinar Karl Hlífarsson segir útlit fyrir að Strætó verði sums staðar á eftir áætlun í dag. Fólk komist þó á milli staða að endingu.Strætó Borið hafi á því að fleiri hafi nýtt sér þjónustuna en oft áður, enda hafi fólk verið hvatt til að skilja bílinn eftir heima til að létta á umferðinni. „Tilfinningin segir okkur að það er meira af fólki í vögnunum, sérstaklega seinnipartinn. Við höfum fengið einhverjar tilkynningar um það, allavega eina í morgun, um að vagn fylltist og komst ekki meira í hann. Það hefur merkjanlega verið fleira fólk.“ Veður Færð á vegum Vegagerð Strætó Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi víðast hvar á landinu, ef frá eru talin Vestfirðir, Norðausturland og Faxaflói, vegna hvassviðris, rigningar og asahláku. Slík viðvörun tekur þó gildi á Vestfjörðum klukkan tvö. Eftir því sem líður á daginn falla þær úr gildi, fyrst á austurhluta landsins, en síðast við Faxaflóa klukkan níu í fyrramálið. Hringvegurinn er sem stendur lokaður á tveimur stöðum, annars vegar við Sandfell í Öræfum, og hins vegar frá Markarfljóti og austur að Vík, vegna mikils vinds. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan þó nokkuð vænleg upp á framhaldið. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir vonir standa til þess að hægt verði að opna upp úr hádegi.Vísir/Einar „Veðrið er að ganga niður, þannig að við erum að undirbúa að opna aftur. Fyrst undir Eyjafjöllum og aðeins seinna í Öræfunum,“ segir G. Pétur Matthíasson, hjá Vegagerðinni. „Það er kannski svona upp úr hádeginu, sem það gæti farið að gerast.“ Búa sig undir aukið álag á slysó Á höfuðborgarsvæðinu og mun víðar hefur mikillar hálku gætt. Þrátt fyrir að nú sé tekið að leysa getur hálkan verið meiri en áður. Yfirlæknir á brátamóttökunni segir á þriðja tug hafa leitað aðhlynningar vegna hálkuslysa frá því tók að snjóa á þriðjudag. Hætta sé á að fleiri bætist við. „Það hefur verið nokkuð um beinbrot og jafnvel fólk sem hefur þurft innlagnir vegna þessa,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Hjalti Már Björnsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Arnar „Miðað við reynslu fyrri ára er það einmitt þegar það fer að rigna og hlýna sem hálkan verður verri. Þannig að ég hef umtalsverðar áhyggjur af því að það verði mikið álag á spítalanum í dag, út af þessum hálkuslysum sem gætu orðið í dag þegar fer að hlýna.“ Strætó á eftir áætlun fram eftir degi Síðustu daga hefur umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu verið mikill, og strætisvagnar óvíða á áætlun. „Mér þykir alveg líklegt að það verði í dag, og fram eftir þessum degi, þangað til það hreinsast betur af götunum. Umferðin er á köflum mjög hæg,“ segir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturs hjá Strætó. Steinar Karl Hlífarsson segir útlit fyrir að Strætó verði sums staðar á eftir áætlun í dag. Fólk komist þó á milli staða að endingu.Strætó Borið hafi á því að fleiri hafi nýtt sér þjónustuna en oft áður, enda hafi fólk verið hvatt til að skilja bílinn eftir heima til að létta á umferðinni. „Tilfinningin segir okkur að það er meira af fólki í vögnunum, sérstaklega seinnipartinn. Við höfum fengið einhverjar tilkynningar um það, allavega eina í morgun, um að vagn fylltist og komst ekki meira í hann. Það hefur merkjanlega verið fleira fólk.“
Veður Færð á vegum Vegagerð Strætó Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent