Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar 5. október 2025 16:01 Ég bý við veg númer 329. Í hann hefur ekki verið borið í fjöldamörg ár. Holurnar eru orðnar að varanlegum kennileitum – eins konar kort af vanrækslu. Þetta er vegur sem ég, fjölskyldan mín og nágrannar mínir notum daglega. Til vinnu, skóla, búðarferða og til að flytja afurðirnar okkar – kjöt, korn og mjólk. Við framleiðum mat fyrir Íslendinga og ferðamenn alla daga ársins, en samt virðumst við ekki eiga skilið sama veg og ferðamaðurinn sem stoppar í eina nótt. Þetta er vandamál sem teygir sig um allt land, sveitavegir landsins eru margir orðnir minjar en mannvirki. Það er eitthvað bogið þegar fólk sem býr á landsbyggðinni þarf að aka eins og í torfærukeppni bara til að komast í vinnuna. Á meðan malbik og ljósaskilti spretta upp þar sem ferðamenn fara, molna grunnvegir landsbyggðarinnar niður. Við sem búum hér keyrum daglega á mölinni. Við forðumst holur, beygjum út í kant þegar flutningabíll eða mjólkurbíll kemur á móti, og skiptum oftar um dempara en sumir skipta um sokka. Þetta er ekki lúxusvandamál – þetta er öryggismál. Hvernig á mjólkurbíll eða sjúkrabíll að komast leiðar sinnar þegar vegurinn er orðinn að skurði? Hvernig á fólk að vilja búa hér ef það þarf að taka áhættu í hvert sinn sem það leggur af stað? Við heyrum oft talað um fæðuöryggi, byggðastefnu og sjálfbærni. En hvað þýða þessi orð ef vegirnir sem halda sveitunum lifandi eru látnir grotna niður? Við sem vinnum í landbúnaði erum ekki að senda afurðir til útlanda – við erum að framleiða ferskan, íslenskan mat fyrir þjóðina og þá gesti sem heimsækja landið. Við erum hluti af þeirri ferðaþjónustu sem haldið er svo hátt á lofti – því án íslensks matar, er engin íslensk upplifun. En við þurfum líka að geta keyrt hann í afurðastöðvar og verslanir. Ef fjármunir í vegagerð fara fyrst og fremst í vegi sem ferðamenn nota, á meðan þeir vegir sem heimafólk treystir á eru látnir grotna, þá er forgangsröðunin röng. Það er ekki hægt að byggja framtíð í sveitum á rykugri möl og gloppóttum skurðum. Við verðum að hætta að tala um sveitina eins og hún sé minning – hún er grunnstoð þjóðarinnar. Þetta snýst ekki bara um malbik eða möl – heldur virðingu. Virðingu fyrir fólki sem heldur landinu gangandi, framleiðir mat, ræktar, vinnur og byggir samfélag þar sem lífið er raunverulegt – alla daga ársins. Ef vegirnir grotna niður, þá gerir byggðin það líka. Og þegar byggðin fer, þá fer þjóðin að tapa sjálfri sér. Höfundur er svínabóndi í Laxárdal, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég bý við veg númer 329. Í hann hefur ekki verið borið í fjöldamörg ár. Holurnar eru orðnar að varanlegum kennileitum – eins konar kort af vanrækslu. Þetta er vegur sem ég, fjölskyldan mín og nágrannar mínir notum daglega. Til vinnu, skóla, búðarferða og til að flytja afurðirnar okkar – kjöt, korn og mjólk. Við framleiðum mat fyrir Íslendinga og ferðamenn alla daga ársins, en samt virðumst við ekki eiga skilið sama veg og ferðamaðurinn sem stoppar í eina nótt. Þetta er vandamál sem teygir sig um allt land, sveitavegir landsins eru margir orðnir minjar en mannvirki. Það er eitthvað bogið þegar fólk sem býr á landsbyggðinni þarf að aka eins og í torfærukeppni bara til að komast í vinnuna. Á meðan malbik og ljósaskilti spretta upp þar sem ferðamenn fara, molna grunnvegir landsbyggðarinnar niður. Við sem búum hér keyrum daglega á mölinni. Við forðumst holur, beygjum út í kant þegar flutningabíll eða mjólkurbíll kemur á móti, og skiptum oftar um dempara en sumir skipta um sokka. Þetta er ekki lúxusvandamál – þetta er öryggismál. Hvernig á mjólkurbíll eða sjúkrabíll að komast leiðar sinnar þegar vegurinn er orðinn að skurði? Hvernig á fólk að vilja búa hér ef það þarf að taka áhættu í hvert sinn sem það leggur af stað? Við heyrum oft talað um fæðuöryggi, byggðastefnu og sjálfbærni. En hvað þýða þessi orð ef vegirnir sem halda sveitunum lifandi eru látnir grotna niður? Við sem vinnum í landbúnaði erum ekki að senda afurðir til útlanda – við erum að framleiða ferskan, íslenskan mat fyrir þjóðina og þá gesti sem heimsækja landið. Við erum hluti af þeirri ferðaþjónustu sem haldið er svo hátt á lofti – því án íslensks matar, er engin íslensk upplifun. En við þurfum líka að geta keyrt hann í afurðastöðvar og verslanir. Ef fjármunir í vegagerð fara fyrst og fremst í vegi sem ferðamenn nota, á meðan þeir vegir sem heimafólk treystir á eru látnir grotna, þá er forgangsröðunin röng. Það er ekki hægt að byggja framtíð í sveitum á rykugri möl og gloppóttum skurðum. Við verðum að hætta að tala um sveitina eins og hún sé minning – hún er grunnstoð þjóðarinnar. Þetta snýst ekki bara um malbik eða möl – heldur virðingu. Virðingu fyrir fólki sem heldur landinu gangandi, framleiðir mat, ræktar, vinnur og byggir samfélag þar sem lífið er raunverulegt – alla daga ársins. Ef vegirnir grotna niður, þá gerir byggðin það líka. Og þegar byggðin fer, þá fer þjóðin að tapa sjálfri sér. Höfundur er svínabóndi í Laxárdal, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar