Ástin á götunni

Fréttamynd

Huginn lagði Tindastól

Huginn frá Seyðisfirði lagði Tindastól frá Sauðakrók í Boganum á Akureyri í dag með fjórum mörkum gegn engu í fjórða riðli B-deildar Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu.

Sport
Fréttamynd

Rosicky til Tottenham?

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur áhuga á að fá tékkneska leikstjórnandann Tomas Rosicky frá Dortmund, en það staðfesti talsmaður Dortmund, Michael Zorc, í dag. Mikill hugur er í stjórnarmönnum Tottenham og eru menn þar á bæ tilbúnir að ganga ansi langt til að koma liðinu aftur á meðal þeirra bestu.

Sport
Fréttamynd

Eriksson vill Scholes aftur

Sven-Goran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, sagði í gær að hann vilji að Paul Scholes, miðjumaður Manchester United, endurhugsi afstöðu sína til landsliðsins, en Scholes ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir EM í sumar eftir að hafa leikið 66 leiki fyrir England.

Sport
Fréttamynd

Arsenal yfir gegn Blackburn

Arsenal er 0-1 yfir á útivelli gegn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar 60 mínútur eru liðnar af leiknum. Robin Van Persie skoraði markið á 43. mínútu en þetta er fyrsti leikurinn af sjö í deildinni í dag. 6 leikir hefjast kl. 15.00.

Sport
Fréttamynd

FH upp að hlið toppliðanna

FH sigraði KA 3-0 í riðli 2 í deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu á Akureyri í dag og er nú komið með 8 stig við hlið toppliðanna Keflavík og KR sem þó á einn leik til góða á Íslandsmeistarana. Jónas Grani Garðarsson skoraði tvö marka FH.

Sport
Fréttamynd

Kezman með tvö fyrir Chelsea

Mateja Kezman skoraði tvö mörk fyrir Chelsea sem lagði Crystal Palace 4-1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og halda enn 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Kezman kom inn á fyrir Eið Smára Guðjonsen á 77. mínútu. Man Utd endurheimti 2. sæti deildarinnar með 1-0 sigri á Fulham með marki Cristiano Ronaldo.

Sport
Fréttamynd

Gæti hafa spilað síðasta leikinn

Knattspyrnumaðurinn Rúnar Kristinsson, landsleikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi, ákvað í síðustu viku að gefa ekki kost á sér í komandi landsleiki gegn Króatíu og Ítalíu þrátt fyrir að vera leikfær með liði sínu Lokeren í Belgíu. 

Sport
Fréttamynd

Arsenal í 2. sætið

Arsenal vann Blackburn, 0-1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og lyfti sér með sigrinum einu stigi upp fyrir Man Utd í 2. sæti deildarinnar með 64 stig. Robin Van Persie skoraði markið á 43. mínútu en þetta var fyrsti leikurinn af sjö í deildinni í dag. 6 leikir hefjast kl. 15.00.

Sport
Fréttamynd

Fyrstu tapstig Vals

Þór og Valur skildu jöfn, 2-2 í deildarbikar karla í knattspyrnu nú síðdegis en leikið var í Boganum á Akureyri. Sigþór Júlíusson og Garðar Gunnlaugsson skoruðu mörk Vals en Ingi Hrannar Eymundsson og Baldur Sigurðsson fyrir norðanmenn. Lárus Orri Sigurðsson sem er nýgenginn aftur í raðir Þórs lék ekki í dag.

Sport
Fréttamynd

Reynir Leós tryggði ÍA sigur

ÍA lagði ÍBV 3-2 í riðli 1 í deildarbikar karla í knattspyrnu nú síðdegis en tveir leikir fara fram í riðlinum í dag. ÍA er í 3. sæti með 9 stig eins og Valur sem nú er að leika við Þór í Boganum á Akureyri. Breiðablik er á toppnum með fullt hús stiga eða 12 stig. Leikur ÍA og ÍBV í dag þróaðist þannig:

Sport
Fréttamynd

Maldini hjá Milan til 2007

Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, framlengdi í gær samning sinn við Mílanóliðið til loka júní 2007. Maldini er 36 ára en hann lék fyrsta leik sinn fyrir AC Milan í janúar 1985.

Sport
Fréttamynd

Bellamy með þrennu fyrir Celtic

Velska vandræðabarnið Craig Bellamy var hetja Glasgow Celtic í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar hann skoraði þrennu í 2-3 útisigri á Dundee United og kom liði sínu aftur á topp deildarinnar. Hann hefur nú skorað 6 mörk fyrir Celtic síðan hann gekk í raðir liðsins í janúar.

Sport
Fréttamynd

Eiður í byrjunarliðinu

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem nú leikur við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er staðan 1-1 þegar síðari hálfleikur er nýhafinn. Hermann Hreiðarsson er einnig í byrjunarliði Charlton sem leikur við W.B.A. og er staðan þar 1-1. Þá eru Heiðar Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson báðir í byrjunarliði Watford.

Sport
Fréttamynd

Lögregla handtók bullur í Svíþjóð

Lögreglan í Malmö í Svíþjóð handtók 45 manns í kjölfar átaka sem brutust út fyrir leik Malmö og FC Kaupmannahafnar í Norðurlandadeildinni í fótbolta í gær. 170 stuðningsmenn liðanna lentu í áflogum og haft er eftir lögreglu í sænska blaðinu <em>Sydsvenskan</em> að slagsmálin hafi verið skipulögð. Malmö vann leikinn 1-0. Norsku liðin Brann og Våleringa gerðu jafntefli 2-2.

Sport
Fréttamynd

Jói Kalli lék allan leikinn

Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn með Leicester City sem gerði 2-2 jafntefli við West Ham í ensku Championship deildinni í knattpsyrnu í kvöld. Leicester er í 19. sæti deildarinnar með 44 stig en West Ham er hins vegar í mikilli baráttu um umspillsæti og eru í 7. sæti með 56 stig, einu stigi á eftir næsta liði fyrir ofan, Brighton.

Sport
Fréttamynd

Frisk breytir ekki ákvörðun sinni

Sænski knattspyrnudómarinn Anders Frisk ætlar ekki að hætta við að setjast í helgan stein þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af hálfu evrópska knattspyrnusambandsins að telja honum hughvarf.

Sport
Fréttamynd

Tekur Querioz við af Ferguson?

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur nefnt aðstoðarmann sinn sem hugsanlegan arftaka er Ferguson segir skilið við félaga sína á Old Trafford.

Sport
Fréttamynd

Þróttur lagði Keflavík

Þróttur R. lagði Keflvíkinga 2-3 í riðli 2 í deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í Reykjaneshöll í kvöld með marki á lokamínútum leiksins. Á Akureyri unnu Íslandsmeistar FH sinn fyrsta sigur í riðlinum þegar þeir lögðu Völsung 1-3 og skoraði Atli Viðar Björnsson þrennu.

Sport
Fréttamynd

Liverpool tekst á við Juventus

Liverpool mætir Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en dregið var í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu í Nyon í Sviss í morgun. Þá mætir Chelsea Bayern München og Mílanóliðin AC Milan og Inter berjast um sæti í undanúrslitum. Loks mætir franska liðið Lyon hollenska liðinu PSV Einhoven. Fyrri leikir liðanna fara fram 5. og 6. apríl en þeir síðari viku síðar.

Sport
Fréttamynd

2 leikir í deildarbikarnum í kvöld

Tveir leikir fara fram í deildarbikar karla í knattspyrnu í kvöld, báðir í riðli 2. Nú klukkan 19 mætast Keflavík og Þróttur R. í Reykjaneshöllinni og 15 mínútum síðar hefst viðureign Völsungs og FH í Boganum á Akureyri.

Sport
Fréttamynd

Frönskum dómurum hótað

Þrír franskir knattspyrnudómararar upplýstu í samtali við franska blaðið <em>L´Equipe</em> í morgun að þeir hefðu fengið líflátshótanir. Alain Sars segir í samtali við blaðið að það hafi komið nokkrum sinnum fyrir á síðustu leiktíð að sér hafi verið hótað. Í síðustu viku tilkynnti sænski dómarinn Anders Frisk að hann væri hættur dómgæslu.

Sport
Fréttamynd

Jói Kalli í byrjunarliði Leicester

Jóhannes Karl Guðjónsson er í byrjunarliði Leicester City sem mætir Teddy Sheringham og félögum í West Ham í ensku Championship deildinni í knattpsyrnu í kvöld en þetta er eini leikurinn á dagskrá í deildinni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.45.

Sport
Fréttamynd

Bo Johansson tekur við Molde

Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í knattpsyrnu, Bo Johansson, hefur tekið við norska úrvalsdeildarliðinu Molde og skrifað undir eins árs samning við félagið. Johansson sem er 62 ára að aldri var landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins árin 1990-91 og þá stýrði hann danska landsliðinu frá 1996 til 2000.

Sport
Fréttamynd

Cagliari áfram þrátt fyrir tap

Sampdoria vann Cagliari 3-2 í ítölsku bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi en sigurinn dugði ekki því Cagliari vann fyrri leikinn 2-0 og mætir Inter Milan í undanúrslitum.

Sport
Fréttamynd

Wenger finnur fnyk af sumrinu

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sér engan tilgang með landslið Englendinga leiki sýningarleiki í Bandaríkjunum eftir að ensku deildinni lýkur í vor.

Sport
Fréttamynd

Newcastle mætir Lissabon

Graeme Souness og lærisveinar hans hjá Newcastle United drógust gegn portúgalska liðinu Sporting Lissabon í UEFA-bikarnum í knattspyrnu.

Sport
Fréttamynd

Hughes hrósar Todd

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn Rovers var yfir sig ánægður með varnarmenn sína eftir að lið hans gerði jafntefli við Liverpool á Anfield í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

McClaren vill áfram

Steve McClaren, knattspyrnustjóri Middlesbrough vill meina að örlögin hafi gripið í taumana þegar lið sitt náði að minnka munin gegn Sporting Lissabon í Evrópukeppninni.

Sport