Sport

Bo Johansson tekur við Molde

Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í knattpsyrnu, Bo Johansson, hefur tekið við norska úrvalsdeildarliðinu Molde og skrifað undir eins árs samning við félagið. Johansson þjálfaði síðast sænska stórliðið IFK Göteborg en hefur ekki þjálfað síðan samningur hans rann þar út í júlí í fyrra. Johansson sem er 62 ára að aldri var landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins árin 1990-91 og þá stýrði hann danska landsliðinu frá 1996 til 2000.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×