Sport

Hughes hrósar Todd

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn Rovers var yfir sig ánægður með varnarmenn sína eftir að lið hans gerði jafntefli við Liverpool á Anfield í gærkvöldi. Þeir Andy Todd, fyrirliði liðsins og nýsjálenski varnarmaðurinn Ryan Nelsen, voru sem klettar í vörn gestanna í leiknum og Hughes réði sér ekki fyrir kæti í leikslok. "Andy Todd var ótrúlegur í leiknum og hann og Nelsen sópuðu öllu sem Liverpool reyndi að sækja á okkur í burtu og það er ástæðan fyrir því að hann er orðinn fyrirliði liðsins.  Todd hefur ekki stigið feilspor síðan ég gerði hann að fyrirliða.  Nelsen hefur líka verið okkur mjög mikilvægur og að fá slíkan liðsstyrk á frjálsri sölu er ótrúlegur munaður", sagði Hughes, en hans menn eru komnir í þokkalegustu stöðu í deildinni eftir að hafa verið í bullandi fallbaráttu framan af vetri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×