Sport

Þróttur lagði Keflavík

Þróttur R. lagði Keflvíkinga 2-3 í riðli 2 í deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í Reykjaneshöll í kvöld með marki á lokamínútum leiksins. Davíð Logi Gunnarsson (75. mín), Halldór Hilmisson (5. mín) og Dusan Jaic (89. mín) skoruðu mörk Þróttar en Guðmundur Steinarsson (3, 81. mín.) skoraði bæði mörk lærisveina Guðjóns Þórðarsonar í Keflavíkurliðinu. Keflvíkingar nú með 8 stig, jafnmörg og KR gátu með sigri náð 3 stiga forskoti á KR á toppi riðilsins en Þróttur lyfti sér þess í stað upp í 3. sæti með 7 stig. Á Akureyri unnu Íslandsmeistar FH sinn fyrsta sigur í riðlinum þegar þeir lögðu Völsung 1-3 og skoraði Atli Viðar Björnsson þrennu fyrir FH, (52. 54,57). Hermann Aðalgeirsson (88. mín) skoraði mark Húsvíkinga sem sitja í sjöunda og næst neðsta sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×