Sport

Eriksson vill Scholes aftur

Sven-Goran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, sagði í gær að hann vilji að Paul Scholes, miðjumaður Manchester United, endurhugsi afstöðu sína til landsliðsins, en Scholes ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir EM í sumar eftir að hafa leikið 66 leiki fyrir England. Scholes hafið ekki náð sér á strik sem skyldi með landsliðinu en endaði þá þriggja ára markaþurrð sína með landsliðinu með marki gegn Króatíu. Eriksson vill þó aftur fá miðjumanninn snjalla og er búinn að gera eina mislukkaða tilraun til þess fyrr í vetur. "Ég talað við Paul fyrir nokkrum mánuðum á Old Trafford og spurði hvort hann væri að íhuga að skipta um skoðun, en hann neitaði því," sagði Eriksson. "Ég hef ekki trú á að hann komi aftur, en ég mun kannski reyna aftur, en þó ekki fyrir leikina sem framundan eru gegn N-Írlandi og Azerbaijan."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×