Dauði George Floyd

Fréttamynd

Öll sérsveitin hætti til að styðja félaga sem var refsað fyrir ofbeldi

Á sjötta tug sérsveitarmanna lögreglunnar í Buffalo í Bandaríkjunum hætti í henni til að sýna samstöðu með tveimur félögum sínum sem voru settir í leyfi eftir að myndband birtist af þeim hrinda manni á áttræðisaldri í götuna. Maðurinn er sagður alvarlega slasaður en hann tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Her­vald til heima­brúks í vest­rænu lýð­ræðis­ríki

Í upphafi vikunnar hótaði Bandaríkjaforseti að beita her landsins til að bæla niður mótmælin sem hafa brutist út víðsvegar um landið gegn rasisma og lögregluofbeldi eftir að lögregluþjónn varð blökkumanninum George Floyd að bana í Minneapolis í síðustu viku.

Skoðun
Fréttamynd

George Floyd minnst í Minneapolis

Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn.

Erlent
Fréttamynd

Töldu meiri smit­hættu af því að vísa fólki af sam­stöðu­fundinum

Smithætta hefði aukist hefði fólki, sem viðstatt var samstöðufundi á Austurvelli í gær vegna ástandsins vestanhafs, hefði verið vísað af Austurvelli. Lögreglumenn sem staddir voru á fundinum töldu það ekki þjóna markmiðum sóttvarna og að betra væri að láta fundinn klárast en um þrjú þúsund manns voru viðstaddir þegar hæst lét.

Innlent
Fréttamynd

Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni

Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu.

Erlent
Fréttamynd

Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var

Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki.

Erlent