Besta deild karla

Fréttamynd

Umfjöllun: Meistarabragur á sigri KR

KR vann dramatískan 3-2 sigur á Víkingi á heimavelli sínum í kvöld og jók forskot sitt á ÍBV á toppi deildarinnar í fjögur stig en KR á auk þess leik til góða. Staða Víkings í botnbaráttunni versnar enn því liðið er nú fimm stigum á eftir Grindavík en spilamennska Víkings hefur batnað mikið í síðustu tveimur leikjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Óskar bjargaði Grindavík

Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í blíðunni á Grindavíkurvelli. Heimamenn voru fyrir leikinn í 10 sæti með 12 stig en Blikar sæti ofar með fimmtán stig. Það var því vona á hörkuleik milli þeirra tveggja liða sem höfðu fengið flest mörk á sig í deildinni. Mörkin voru þó ekki mörg í kvöld. Eitt hjá hvoru liði og niðurstaðan því jafntefli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Atli Viðar tryggði FH sigur

FH-ingar unnu ágætan sigur, 1-0, gegn Keflvíkingum í kvöld eftir að hafa verið einum fleiri nánast allan leikinn. Hvorugt liðið náði sér almennilega á strik en Atli Viðar Björnsson gerði eina mark leiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: KR græddi á jafntefli í Eyjum

ÍBV og Valur gerðu 1-1 jafntefli í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Pepsi-deildarinnar. Það má segja að sigurvegarinn hafi verið KR því þessi töpuðu stig hjá næstu liðum í töflunni styrkja stöðu þeirra í toppsætinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi Guðmundsson: Við vildum senda skýr skilaboð

Eyjamenn hafa ekki sagt sitt síðasta í Pepsi-deild karla þó svo að margir vilji ganga svo langt að segja að toppbaráttunni í Pepsi-deild karla sé í raun lokið – ekkert lið geti skákað KR úr þessu. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson, leikmaður 13. umferðar að mati Fréttablaðsins, segir að stundum séu sparkspekingar full snemma í því.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óskar Örn: Tímabilið er búið

Óskar Örn Hauksson leikmaður KR leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. Óskar Örn, sem meiddist í viðureign KR gegn Dinamo Tbilisi í Evrópudeildinni í gærkvöld, staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild Vísis fyrir stundu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrsta stig Bjarnólfs í húsi - myndir

Víkingar náðu í sitt fyrsta stig undir stjórn Bjarnólfs Lárussonar þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Víkinni í gær. Björgólfur Takefusa snéri aftur eftir eftir meiðsli og tryggði Víkingum langþráð stig með marki í uppbótartíma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eyjamenn gefa ekkert eftir - myndir

Eyjamenn sóttu þrjú stig í Árbæinn í gær þegar þeir unnu 3-1 sigur á heimamönnum í Fylki og minnkuðu forskot KR-inga á toppi Pepsi-deildar karla í tvö stig. Tryggvi Guðmundsson var maðurinn á bak við sigurinn með því að skora tvö mörk og leggja upp það þriðja.

Íslenski boltinn