Besta deild karla

Fréttamynd

Rúnar Alex vissi hvar Davíð myndi skjóta

"Mér leið bara eins og ég ætti heima hérna. Ég vil fá að spila með þeim bestu. Það voru allir búnir að tala við mig og róa mig niður fyrir leikinn," sagði hetja KR-inga, Rúnar Alex Rúnarsson, sem sló í gegn í sínum fyrsta Pepsi-deildarleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir: Þetta er búið

"Það eru vonbrigði að fá ekkert úr leiknum því mér fannst við spila á köflum mjög vel. Sköpuðum góð færi og áttum möguleika að jafna," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gátu ekki sagt Rúnar svo úr varð Alex

KR tekur á móti FH í stórleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á morgun. Hannes Þór Halldórsson tekur út leikbann og því kemur það í hlut hins átján ára Rúnars Alex Rúnarssonar að standa vaktina í marki KR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Læknir á öllum heimaleikjum KR

Oft og tíðum getur fótbolti verið beinlínis hættuleg íþrótt og slysin gera einfaldlega ekki boð á undan sér. Á sunnudagskvöld lenti Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, í skelfilegu samstuði við Grétar Sigfinn Sigurðarson, leikmann KR, í leik liðanna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KSÍ þarf að skerpa á sínum reglum

Stjórn KSÍ hefur tekið ákvörðun í máli Hannesar Þórs Halldórssonar, markvarðar KR. Hann var í leikbanni í leiknum gegn Breiðablik á sunnudagskvöld en leikurinn var eins og kunnugt er flautaður af vegna höfuðmeiðsla sem Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Blika, varð fyrir eftir aðeins fjögurra mínútna leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Nær Stjarnan fram hefndum gegn Fram?

Pepsi-deild karla heldur áfram að rúlla í kvöld en þá fara fram þrír leikir. ÍBV tekur á móti Keflavík í Eyjum, Breiðablik fer upp á Akranes og spilar við ÍA. Skagamenn í vondum málum á botni deildarinnar en Breiðablik í harðri toppbaráttu en liðið er í fjórða sæti og níu stigum á eftir toppliði FH.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Selfoss skoraði sex mörk á móti Völsungi

Selfoss vann 6-1 stórsigur á botnliði Völsungs í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og á sama tíma sóttu Djúpmenn þrjú stig á Ólafsfjörð eftir 3-0 sigur á KF. BÍ/Bolungarvík ætlar ekki að gefa neitt eftir í æsispennandi baráttu um sæti í Pepsi-deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Nýja njósnateymið hjá FH-ingum

FH-ingarnir Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árni Antoníusson hafa lítið getað hjálpað FH-ingum inn á vellinum í sumar vegna meiðsla. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hefur hinsvegar fundið nýtt hlutverk fyrir þá.

Fótbolti