Besta deild karla

Fréttamynd

Jordan Halsman í Breiðablik

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur náð samkomulagi við skoska vinstri bakvörðinn Jordan Halsman um að hann leiki með Breiðabliksliðinu á komandi tímabili í Pepsi-deild karla en þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu Blika.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnór Sveinn kominn heim í Breiðablik

Arnór Sveinn Aðalsteinsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik og mun spila með Kópavogsliðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Breiðabliks.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þorsteinn Már með bæði mörk KR-inga

Íslandsmeistarar KR byrja tímabilið vel en þeir unnu 2-0 sigur á ÍR í kvöld í fyrsta leik liðanna á Reykjavíkurmótinu í fótbolta. Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði bæði mörk KR-liðsins í leiknum sem fór fram í Egilshöllinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skotinn hjá Val

Iain Williamson hefur skrifað undir nýjan samning um að leika með karlaliði félagsins í knattspyrnu á næstu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Abel snýr aftur til Eyja

Einn skemmtilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar hin síðari ár, markvörðurinn Abel Dhaira, er á leið í íslenska boltann á ný en hann er búinn að semja við ÍBV.

Íslenski boltinn