Garðar Örn safnar lögum í sólóplötu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2013 08:00 Garðari Erni er margt til lista lagt. fréttablaðið/arnþór „Ég er alltaf að semja eitthvað. Ég er búinn að vera lengur í tónlist en dómgæslu,“ segir einn besti knattspyrnudómari landsins, Garðar Örn Hinriksson. Hann var söngvari í hljómsveitinni Url sem lagði upp laupana fyrir um tíu árum síðan. Hann var nú að gefa út lagið „Sjá“. Hugljúft lag sem sungið er af Heiðu Ólafs. „Ég sendi þetta lag inn í Eurovision-keppnina en var hafnað. Fyrst þetta lag komst ekki inn þá hlýtur þessi undankeppni að vera sú besta í Evrópusögunni. Það getur ekki annað verið en lögin sem eftir eru séu stórkostleg því mitt lag er ekki lélegt,“ sagði tónskáldið hæverska, stolt af sínu lagi. „Mér fannst röddin mín ekki passa við þetta lag og Heiða gerir þetta frábærlega.“ Garðar, sem oft er kallaður Rauði baróninn meðal knattspyrnuunnenda, segir að draumurinn sé að gefa út sólóplötu með eigin efni. „Ég á alveg efni í heila plötu en það er dýrt að taka upp og gefa út. Þó svo ég sé frábær dómari þá er ég enn þá betri söngvari og tónlistarmaður. Tónlist er mín ástríða,“ segir Garðar en hann hefur ekki fengið neina útvarpsspilun en vonar að nýja lagið muni hljóma á öldum ljósvakans. Hinn marghami Garðar tók þátt í X-Factor keppninni á sínum tíma en komst ekkert allt of langt. „Ég veit af hverju mér var hent út. Ég er ekki að segja að ég hafi verið besti söngvarinn en stuttu áður en mér var hent úr keppni var ég spurður hvort ég hefði verið í hljómsveit. Svo var ég næstur út. Ég skildi það ekki því Jógvan hafði verið í hljómsveitum í Færeyjum. Ég var fúll í hálftíma en svo gleymdi ég því,“ segir Garðar og bætir við að hann hafi aldrei horft á atvikið þegar hann er sendur heim. Hér að neðan má hlusta á lagið Sjá. Lag og texti er eftir Garðar Örn. Heiða Ólafs syngur og Mamikó Dís Ragnarsdóttir leikur á píanó. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
„Ég er alltaf að semja eitthvað. Ég er búinn að vera lengur í tónlist en dómgæslu,“ segir einn besti knattspyrnudómari landsins, Garðar Örn Hinriksson. Hann var söngvari í hljómsveitinni Url sem lagði upp laupana fyrir um tíu árum síðan. Hann var nú að gefa út lagið „Sjá“. Hugljúft lag sem sungið er af Heiðu Ólafs. „Ég sendi þetta lag inn í Eurovision-keppnina en var hafnað. Fyrst þetta lag komst ekki inn þá hlýtur þessi undankeppni að vera sú besta í Evrópusögunni. Það getur ekki annað verið en lögin sem eftir eru séu stórkostleg því mitt lag er ekki lélegt,“ sagði tónskáldið hæverska, stolt af sínu lagi. „Mér fannst röddin mín ekki passa við þetta lag og Heiða gerir þetta frábærlega.“ Garðar, sem oft er kallaður Rauði baróninn meðal knattspyrnuunnenda, segir að draumurinn sé að gefa út sólóplötu með eigin efni. „Ég á alveg efni í heila plötu en það er dýrt að taka upp og gefa út. Þó svo ég sé frábær dómari þá er ég enn þá betri söngvari og tónlistarmaður. Tónlist er mín ástríða,“ segir Garðar en hann hefur ekki fengið neina útvarpsspilun en vonar að nýja lagið muni hljóma á öldum ljósvakans. Hinn marghami Garðar tók þátt í X-Factor keppninni á sínum tíma en komst ekkert allt of langt. „Ég veit af hverju mér var hent út. Ég er ekki að segja að ég hafi verið besti söngvarinn en stuttu áður en mér var hent úr keppni var ég spurður hvort ég hefði verið í hljómsveit. Svo var ég næstur út. Ég skildi það ekki því Jógvan hafði verið í hljómsveitum í Færeyjum. Ég var fúll í hálftíma en svo gleymdi ég því,“ segir Garðar og bætir við að hann hafi aldrei horft á atvikið þegar hann er sendur heim. Hér að neðan má hlusta á lagið Sjá. Lag og texti er eftir Garðar Örn. Heiða Ólafs syngur og Mamikó Dís Ragnarsdóttir leikur á píanó.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira