Íslenski boltinn

Þorsteinn Már með bæði mörk KR-inga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorsteinn Már Ragnarsson.
Þorsteinn Már Ragnarsson. Mynd/Valli
Íslandsmeistarar KR byrja tímabilið vel en þeir unnu 2-0 sigur á ÍR í kvöld í fyrsta leik liðanna á Reykjavíkurmótinu í fótbolta. Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði bæði mörk KR-liðsins í leiknum sem fór fram í Egilshöllinni.

Sigur KR-inga kom ekki á óvart enda ríkjandi Íslandsmeistarar á meðan að ÍR-liðið er í C-deildinni.

Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði fyrra markið sitt á 48. mínútu með skoti úr teignum en það síðara á 72. mínútu eftir fyrirgjöf Gunnars Þórs Gunnarssonar. Magnús Þór Magnússon átti góðan leik í marki ÍR og kom í veg fyrir stærri sigur.

Almarr Ormarsson var í byrjunarliði KR í kvöld og lék sinn fyrsta mótsleik með félaginu.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá vefsíðunni fótbolti.net sem var með leikinn í beinni útsendingu í samvinnu við Sporttv.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×