Íslenski boltinn

Bandarískur miðvörður í sigtinu hjá FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga. Mynd/Stefán
Varnarmaðurinn Sean Reynolds gæti spilað með FH í Pepsi-deild karla á næsta tímabili en hann æfði með liðinu á dögunum.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Reynolds var til skoðunar hjá Heimi Guðjónssyni, þjálfara liðsins, fyrr í haust og kom svo hingað til lands. Hann tók til að mynda þátt í æfingaleik gegn ÍA.

FH-ingar eru í leit að nýjum miðvörðum eftir brotthvarf þeirra Guðmanns Þórissonar og Freys Bjarnasonar. Guðmann hélt til Svíþjóðar í atvinnumennsku en Freyr lagði skóna á hilluna í haust.

Reynolds er 23 ára gamall og á mála hjá VSI Tampa Bay í USL-Pro deildinni í Bandaríkjunum. Deildin er flokkuð sem sú þriðja sterkasta vestanhafs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×