Íslenski boltinn

Skotinn hjá Val

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Iain Williamson.
Iain Williamson. Mynd/Daníel
Iain Williamson hefur skrifað undir nýjan samning um að leika með karlaliði félagsins í knattspyrnu á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals.

Williamson sem er 25 ára gamall kom til Vals í febrúar 2013 og lék alla leiki í Lengjubikarnum og ellefu leiki í Pepsi-deildinni. Skotinn varð fyrir meiðslum um mitt tímabil og missti nánast af öllum síðari hluta tímabilsins.

Miðjumaðurinn ku hafa náð sér fullkomlega af meiðslum sínum. Hann verður því að óbreyttu klár í slaginn með þeim rauðklæddu næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×