Íslenski boltinn

Ögmundur á reynslu til skoska liðsins Motherwell

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ögmundur Kristinsson fagnar hér bikarmeistaratitli Fram síðasta haust.
Ögmundur Kristinsson fagnar hér bikarmeistaratitli Fram síðasta haust. Mynd/Anton
Ögmundur Kristinsson, markvörður og fyrirliði Fram, spilaði mögulega sinn síðasta leik fyrir félagið í kvöld þegar Fram vann 3-2 sigur á Fylki í æfingaleik.

Ögmundur fer á reynslu til skoska úrvalsdeildarliðsins Motherwell á sunnudag og verður þar í viku en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fram.

Motherwell er sem stendur í þriðja sæti skosku úrvalsdeildarinnar en félagið hefur lýst miklum áhuga á að fá Ögmund til sín.

Ögmundur er 24 ára gamall en hann hefur verið aðalmarkvörður Fram síðan að Hannes Þór Halldórsson fór til KR fyrir tímabilið 2011. Ögmundur á að baki 67 leiki í efstu deild fyrir Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×