Íslenski boltinn

McShane samdi við Keflavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul McShane, til hægri, í leik með Keflavík.
Paul McShane, til hægri, í leik með Keflavík. Mynd/Valli
Paul McShane mun spila með Keflavík næsta sumar en þessi 35 ára leikmaður var síðast á mála hjá Aftureldingu.

Þetta kom fram á Fótbolti.net. McShane á langan feril að baki á Íslandi og lék með Keflvíkingum árið 2010. Hann var lengst af hjá Grindavík en spilaði einnig með Fram.

McShane er 35 ára gamall og segist Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, ánægður með liðsstyrkinn.

„Það er gott að fá gamlan ref inn í kjúklingabúið til að hjálpa ungu strákunum,“ sagði Kristján.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×