Íslenski boltinn

FH samdi við bandarískan varnarmann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Mynd/Stefán
FH-ingar hafa gengið frá samningum við Sean Reynolds, bandarískan varnarmann sem var á reynslu hjá liðinu fyrir stuttu.

Þetta kemur fram á Fótbolti.net en FH-ingar misstu Guðmann Þórisson til Svíþjóðar eftir Íslandsmótið í sumar auk þess sem að Freyr Bjarnason lagði skóna á hilluna.

Reynolds er 23 ára gamall og lék síðast með liði frá Tampa Bay sem lék í bandarísku C-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×