Besta deild karla

Fréttamynd

„Ætlum upp næsta sumar“

Víkingar frá Ólafsvík segjast vera brotnir en ekki bugaðir eftir fall úr Pepsi-deildinni. Þeir hafa sett stefnuna beint upp aftur næsta sumar. Reksturinn stóð undir sér og Ejub Purisevic verður áfram þjálfari félagsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR Íslandsmeistari í 26. sinn

KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í gær eftir sigur á Val 2-1. Liðið á enn tvo leiki eftir af tímabilinu og geta leikmenn liðsins nú andað léttar. Gary Martin gerði bæði mörk KR í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar: Breiður hópur lagði grunninn

„Það var í raun aðeins meiri ró yfir liðinu í dag, meira stress fyrir leikinn gegn Blikum á fimmtudaginn,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir að liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn árið 2013.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hvaða lið fara upp í dag?

Lokaumferð 1. deildar karla í fótbolta fer fram í dag og hefjast allir leikirnir klukkan 14.00. Það er gríðarlega mikil spenna í loftinu enda toppbaráttan eins jöfn og hún getur verið. Það munar bara einu stigi á liðunum í fyrsta (Fjölni) til fjórða sæti (Víkingi, Grindavík og Haukum). BÍ/Bolungarvík er síðan aðeins tveimur stigum á eftir og því eiga enn fimm félög möguleika á því að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni 2014.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jói Kalli er ekki til sölu

Skagamenn segjast ekki vera farnir að leggja línurnar fyrir næsta sumar í 1. deildinni. Menn þar á bæ eru slegnir eftir að hafa verið sendir niður um deild eftir 0-5 tap gegn Ólsurum. Skagamenn ætla ekki að selja fyrirliðann sinn.

Íslenski boltinn