Umfjöllun og viðtöl: Þór - ÍA 1-0 | Chuk bjargaði Þórsurum Ólafur Haukur Tómasson skrifar 22. september 2013 00:01 Þór tryggði sæti sitt í Pepsi deild karla í dag þegar liðið lagði nýfallna Skagamenn í miklum baráttu leik á Akureyri. Fyrir leikinn var Þór í mikilli fallhættu, aðeins stigi á undan Víkingi Ólafsvík, sem var í seinna fallsæti deildarinnar og aðeins tveir leikir eftir. Það mátti því ekki mikið fara úrskeiðis hjá Þór því þá gætu þeir fallið. Heimamenn í Þór voru greinilega ekki tilbúnir að spila aftur í 1.deildinni á næstu leiktíð og strax á annari mínútu skoraði Chukwudi Chijindu mark fyrir Þór. Boltinn barst til Chijindu í teignum eftir að Edin Besljia náði að koma fætinum í fyrirgjöf utan af hægri kantinum og senda boltann á Chijindu sem lagði boltann í netið. Eflaust gerðu nokkrir sem vonir um markaregn, líkt og í síðustu leikjum ÍA, en þetta reyndist vera eina mark leiksins. Mikill hraði og flæði var í leiknum en mjög lítið af alvöru færum. Flest skot beggja liða voru hvað mest úr hálf færum og langskotum og höfðu báðir markverðir liðana það nokkuð náðugt í dag fyrir utan tvær slæmar ákvarðanir Srdjan Rajkovic, markvarðar Þórs, sem sköpuðu hættu sem Skagamenn náðu þó ekki að nýta sér. Það mátti sjá mikið óöryggi og skjálfta í varnaraðgerðum Þórs þegar leið á leikinn sem ÍA reyndi að nýta sér og tókst þeim að setja mikla pressu á mark Þórs en allt kom fyrir ekki og Þór hélt út. Með því náði Þór fjögurra stiga forskoti á Víking Ólafsvík sem var í fallsæti. Leikurinn á Akureyri endaði örlítið fyrr en viðureign Fylkis og Víkings Ólafsvíkur, fólkið í stúkunni og leikmenn biðu því með örvæntingu eftir úrslitum úr þeim leik sem voru svo Þórsurum í hag því Víkingur tapaði og Þór tryggði því sæti sitt í deildinni þetta árið við mikinn fögnuð. Páll Viðar Gíslason: Hrikalegur léttirÞór tókst með sigrinum á ÍA að halda sér uppi í Pepsi deildinni, hvernig var stemmingin hjá Páli Viðari, þjálfara Þórs, eftir leikinn? “Hún er ferlega góð. Þetta er ferlegur léttir. Þetta er búið að vera öldusjór get ég sagt þér og sem betur fer höfum við haft trú á okkur. Þetta tókst og auðvitað er ég sáttur með þetta. Ég er mjög sáttur með það að Þór verði með lið í efstu deild á næsta ári.” Páll var ekki alveg sáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum en leit á björtu hliðarnar og var ánægður með baráttu sinna manna: “Við höldum hreinu í annað skiptið í sumar og það er jákvætt. Við lögðum líf og limi undir en þetta var ekki okkar besti leikur og það er ekki spurt af því þegar förum í svona mikilvæga leiki eins og í dag þegar við verðum að vinna. Í mörgum leikjum í sumar höfum við verið að missa mikið af leikjum hérna heima í jafntefli, í örugglega fjórum þeirra hefur markvörðurinn maður leiksins hjá andstæðingunum þannig að það segir ýmislegt og það hefur ekki allt gengið upp hjá okkur og við höfum verið að leka á okkur mörgum mörkum og þess vegna hefur þetta verið erfitt hjá okkur.“ Þórsarar voru af mörgum spáð falli á leiktíðinni og var Páll ánægður með að hafa svarað því með því að halda liði sínu í deildinni. “Einhver spekingur sagði að maður þyrfti að vinna réttu leikina til þess að lifa af í þessari deild og menn geta reiknað saman hvar við fengum þessi stig, hvort það hafi verið réttu leikirnir eða ekki,” sagði Páll. Árið 2010 féll Þór úr Pepsi deild eftir að þeir höfðu komið upp úr 1.deildinni, það stóð tæpt á að slíkt hið sama tækist aftur en þrátt fyrir það var Páll nokkuð ánægður með árangur sinna manna þó hann hafi í upphafi móts búist við meira. “Ég hafði meiri trú á mínu liði í upphafi móts en auðvitað er það kannski óraunhæft að hafa svona mikla trú á sínum mönnum. Okkur var alls staðar spáð falli og vorum held ég ekki í fallsæti nema bara fyrstu umferðirnar en svo var bara verið að narta aðeins í okkur og það kom óþægileg tilfinning þegar þetta fóru að vera fáir leikir eftir og við enn í hættu. Frá því árið 2010 hefur það stöðugt verið talað um hvort við myndum brenna okkur aftur en við verðum að taka þá hluti sem við gerðum vitlaust þá og rétt í ár og leggja þá saman í eitt bunkt og skoða hvernig við getum mætt aftur á næsta ári enn sterkari,” sagði Páll. Þór á leik gegn ÍBV um næstu helgi í leik sem er eingöngu “formsatriði” að klára og er Páll sáttur með að sínir menn geti farið pressulausir í hann: “Auðvitað léttir það mikilli pressu en mótið er ekki búið. Við erum ekki með þann stigafjölda sem ég ætlaði en ég er auðvitað hrikalega stoltu Þórsari í dag og það voru menn sem stóðu við bakið á okkur, margir mættu á völlinn og því er hrikalega sætt að standa uppi þegar ein umferð er eftir og þurfa ekki að vera með kúkinn í buxunum, svefnlausir og vitlausir. Auðvitað er það hrikalegur léttir,” sagði Páll Viðar. Þorvaldur Örlygsson: Ef úrslitn nást ekki þá er maður ekki ánægður“Ég held svona í heildina var okkar leikur ekkert slæmur leikur. Við rúlluðum boltanum betur, fáum á okkur eitt klaufamark sem að skilur náttúrulega að í því að tapa leiknum en í heildina held ég að spilamennskan okkar hafi verið ágæt,” sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn. ÍA spilaði vel í dag og settu mikla pressu á Þórs liðið og var Þorvaldur ánægður með frammistöðuna þó úrslitin hafi ekki þótt góð fyrir hans menn:“Það var eitt lið sem reyndi að spila fótbolta. Undanfarið höfum við verið að spila vel en ekki náð úrslitum og í dag vorum við að spila ágætlega en enn og aftur eru úrslitin ekki með okkur. Það er ánægjulegt að menn sýni hugrekki við að reyna að spila boltanum þó að úrslitin hafi ekki verið góð, þá er maður sáttur með spilamennskuna. Við erum í þeim leik að reyna að ná úrslitum og ef úrslitin nást ekki þá er maður ekki ánægður.” Sveinn Elías Jónsson: Fannst við hafa betra lið í höndunum“Hún er mjög góð [tilfinningin við að tryggja sætið í deildinni]. Við vorum búnir að dala svolítið við þetta en þetta hafðist. Mér fannst við hafa betra lið í höndunum en það að við þyrftum að tefla svona tæpt en ég er rosalega ánægður með að við skildum hafa klárað þetta í lokin fyrir framan okkar áhorfendur,” sagði Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs, eftir leikinn. Mikil pressa var á Þórs liðinu þegar leið á leikinn og virtist mark frá Skagamönnum liggja í loftinu. Fólkið í stúkunni var orðið órólegt en var kominn smá hrollur í Þórsarana á vellinum? “Alveg klárlega! Ég held að það sé ekkert skrítið þetta er fyrsti sigurinn okkar í seinni umferðinni og við höfum ekki unnið leik í einhvern tvo og hálfan mánuð. Ég neita því ekki að það fer í hausinn á mönnum og þegar það er svona engin pressa á Skagamönnum, þeir vildu sýna það að þeir ættu heima í þessari deild þó þeir séu fallnir og svo er harður KA maður að þjálfa þá þannig að það er margt svoleiðis sem þeir hefðu í raun viljað draga okkur með sér. Við erum virkilega sáttir með að ná að klára þetta,” sagði Sveinn. Þór tryggði sætið sitt í deildinni og munu spila aftur í Pepsi deildinni á næsta ári, eitthvað sem liðinu tókst ekki að gera þegar það var síðast í deildinni árið 2010. Það er einn leikur eftir af þessu tímabili en er Sveini farið að hlakka til næstu leiktíðar? “Við erum bara mjög spenntir [fyrir næstu leiktíð]. Við erum mjög spenntir fyrir að fara til Vestmannaeyja, það verður kannski léttara andrúmsloft í liðinu og vonandi náum við að sýna betri spilamennsku með það í huga að við séum búnir að tryggja okkur.” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira
Þór tryggði sæti sitt í Pepsi deild karla í dag þegar liðið lagði nýfallna Skagamenn í miklum baráttu leik á Akureyri. Fyrir leikinn var Þór í mikilli fallhættu, aðeins stigi á undan Víkingi Ólafsvík, sem var í seinna fallsæti deildarinnar og aðeins tveir leikir eftir. Það mátti því ekki mikið fara úrskeiðis hjá Þór því þá gætu þeir fallið. Heimamenn í Þór voru greinilega ekki tilbúnir að spila aftur í 1.deildinni á næstu leiktíð og strax á annari mínútu skoraði Chukwudi Chijindu mark fyrir Þór. Boltinn barst til Chijindu í teignum eftir að Edin Besljia náði að koma fætinum í fyrirgjöf utan af hægri kantinum og senda boltann á Chijindu sem lagði boltann í netið. Eflaust gerðu nokkrir sem vonir um markaregn, líkt og í síðustu leikjum ÍA, en þetta reyndist vera eina mark leiksins. Mikill hraði og flæði var í leiknum en mjög lítið af alvöru færum. Flest skot beggja liða voru hvað mest úr hálf færum og langskotum og höfðu báðir markverðir liðana það nokkuð náðugt í dag fyrir utan tvær slæmar ákvarðanir Srdjan Rajkovic, markvarðar Þórs, sem sköpuðu hættu sem Skagamenn náðu þó ekki að nýta sér. Það mátti sjá mikið óöryggi og skjálfta í varnaraðgerðum Þórs þegar leið á leikinn sem ÍA reyndi að nýta sér og tókst þeim að setja mikla pressu á mark Þórs en allt kom fyrir ekki og Þór hélt út. Með því náði Þór fjögurra stiga forskoti á Víking Ólafsvík sem var í fallsæti. Leikurinn á Akureyri endaði örlítið fyrr en viðureign Fylkis og Víkings Ólafsvíkur, fólkið í stúkunni og leikmenn biðu því með örvæntingu eftir úrslitum úr þeim leik sem voru svo Þórsurum í hag því Víkingur tapaði og Þór tryggði því sæti sitt í deildinni þetta árið við mikinn fögnuð. Páll Viðar Gíslason: Hrikalegur léttirÞór tókst með sigrinum á ÍA að halda sér uppi í Pepsi deildinni, hvernig var stemmingin hjá Páli Viðari, þjálfara Þórs, eftir leikinn? “Hún er ferlega góð. Þetta er ferlegur léttir. Þetta er búið að vera öldusjór get ég sagt þér og sem betur fer höfum við haft trú á okkur. Þetta tókst og auðvitað er ég sáttur með þetta. Ég er mjög sáttur með það að Þór verði með lið í efstu deild á næsta ári.” Páll var ekki alveg sáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum en leit á björtu hliðarnar og var ánægður með baráttu sinna manna: “Við höldum hreinu í annað skiptið í sumar og það er jákvætt. Við lögðum líf og limi undir en þetta var ekki okkar besti leikur og það er ekki spurt af því þegar förum í svona mikilvæga leiki eins og í dag þegar við verðum að vinna. Í mörgum leikjum í sumar höfum við verið að missa mikið af leikjum hérna heima í jafntefli, í örugglega fjórum þeirra hefur markvörðurinn maður leiksins hjá andstæðingunum þannig að það segir ýmislegt og það hefur ekki allt gengið upp hjá okkur og við höfum verið að leka á okkur mörgum mörkum og þess vegna hefur þetta verið erfitt hjá okkur.“ Þórsarar voru af mörgum spáð falli á leiktíðinni og var Páll ánægður með að hafa svarað því með því að halda liði sínu í deildinni. “Einhver spekingur sagði að maður þyrfti að vinna réttu leikina til þess að lifa af í þessari deild og menn geta reiknað saman hvar við fengum þessi stig, hvort það hafi verið réttu leikirnir eða ekki,” sagði Páll. Árið 2010 féll Þór úr Pepsi deild eftir að þeir höfðu komið upp úr 1.deildinni, það stóð tæpt á að slíkt hið sama tækist aftur en þrátt fyrir það var Páll nokkuð ánægður með árangur sinna manna þó hann hafi í upphafi móts búist við meira. “Ég hafði meiri trú á mínu liði í upphafi móts en auðvitað er það kannski óraunhæft að hafa svona mikla trú á sínum mönnum. Okkur var alls staðar spáð falli og vorum held ég ekki í fallsæti nema bara fyrstu umferðirnar en svo var bara verið að narta aðeins í okkur og það kom óþægileg tilfinning þegar þetta fóru að vera fáir leikir eftir og við enn í hættu. Frá því árið 2010 hefur það stöðugt verið talað um hvort við myndum brenna okkur aftur en við verðum að taka þá hluti sem við gerðum vitlaust þá og rétt í ár og leggja þá saman í eitt bunkt og skoða hvernig við getum mætt aftur á næsta ári enn sterkari,” sagði Páll. Þór á leik gegn ÍBV um næstu helgi í leik sem er eingöngu “formsatriði” að klára og er Páll sáttur með að sínir menn geti farið pressulausir í hann: “Auðvitað léttir það mikilli pressu en mótið er ekki búið. Við erum ekki með þann stigafjölda sem ég ætlaði en ég er auðvitað hrikalega stoltu Þórsari í dag og það voru menn sem stóðu við bakið á okkur, margir mættu á völlinn og því er hrikalega sætt að standa uppi þegar ein umferð er eftir og þurfa ekki að vera með kúkinn í buxunum, svefnlausir og vitlausir. Auðvitað er það hrikalegur léttir,” sagði Páll Viðar. Þorvaldur Örlygsson: Ef úrslitn nást ekki þá er maður ekki ánægður“Ég held svona í heildina var okkar leikur ekkert slæmur leikur. Við rúlluðum boltanum betur, fáum á okkur eitt klaufamark sem að skilur náttúrulega að í því að tapa leiknum en í heildina held ég að spilamennskan okkar hafi verið ágæt,” sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn. ÍA spilaði vel í dag og settu mikla pressu á Þórs liðið og var Þorvaldur ánægður með frammistöðuna þó úrslitin hafi ekki þótt góð fyrir hans menn:“Það var eitt lið sem reyndi að spila fótbolta. Undanfarið höfum við verið að spila vel en ekki náð úrslitum og í dag vorum við að spila ágætlega en enn og aftur eru úrslitin ekki með okkur. Það er ánægjulegt að menn sýni hugrekki við að reyna að spila boltanum þó að úrslitin hafi ekki verið góð, þá er maður sáttur með spilamennskuna. Við erum í þeim leik að reyna að ná úrslitum og ef úrslitin nást ekki þá er maður ekki ánægður.” Sveinn Elías Jónsson: Fannst við hafa betra lið í höndunum“Hún er mjög góð [tilfinningin við að tryggja sætið í deildinni]. Við vorum búnir að dala svolítið við þetta en þetta hafðist. Mér fannst við hafa betra lið í höndunum en það að við þyrftum að tefla svona tæpt en ég er rosalega ánægður með að við skildum hafa klárað þetta í lokin fyrir framan okkar áhorfendur,” sagði Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs, eftir leikinn. Mikil pressa var á Þórs liðinu þegar leið á leikinn og virtist mark frá Skagamönnum liggja í loftinu. Fólkið í stúkunni var orðið órólegt en var kominn smá hrollur í Þórsarana á vellinum? “Alveg klárlega! Ég held að það sé ekkert skrítið þetta er fyrsti sigurinn okkar í seinni umferðinni og við höfum ekki unnið leik í einhvern tvo og hálfan mánuð. Ég neita því ekki að það fer í hausinn á mönnum og þegar það er svona engin pressa á Skagamönnum, þeir vildu sýna það að þeir ættu heima í þessari deild þó þeir séu fallnir og svo er harður KA maður að þjálfa þá þannig að það er margt svoleiðis sem þeir hefðu í raun viljað draga okkur með sér. Við erum virkilega sáttir með að ná að klára þetta,” sagði Sveinn. Þór tryggði sætið sitt í deildinni og munu spila aftur í Pepsi deildinni á næsta ári, eitthvað sem liðinu tókst ekki að gera þegar það var síðast í deildinni árið 2010. Það er einn leikur eftir af þessu tímabili en er Sveini farið að hlakka til næstu leiktíðar? “Við erum bara mjög spenntir [fyrir næstu leiktíð]. Við erum mjög spenntir fyrir að fara til Vestmannaeyja, það verður kannski léttara andrúmsloft í liðinu og vonandi náum við að sýna betri spilamennsku með það í huga að við séum búnir að tryggja okkur.”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira