KR Íslandsmeistari í 26. sinn Stefán Árni Pálsson skrifar 23. september 2013 07:00 Bjarni Guðjónsson fer hér í gegnum ákveðna athöfn eftir alla sigurleiki. Stemningin var mögnuð eftir leik KR og Vals í gær. Íslandsmeistarar árið 2013 dönsuðu sigurdans með stuðningsmönnum Vesturbæinga. fréttablaðið/stefán KR varð í gær Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla eftir, 2-1, sigur á Val á Vodafone-vellinum. Liðið hefur því tryggt sér titilinn fyrir lokaumferðina en KR-ingar eru með 49 stig. Vesturbæjarveldið á samt sem áður tvo leiki eftir af tímabilinu og geta því farið vel yfir 50 stiga múrinn. Þetta var í 26. skipti sem KR verður Íslandsmeistari í knattspyrnu karla. Gary Martin gerði bæði mörk KR í leiknum og komu þau í fyrri hálfleiknum. „Það var í raun aðeins meiri ró yfir liðinu í dag, meira stress fyrir leikinn gegn Blikum á fimmtudaginn,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir að liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. „Liðið lék virkilega vel í fyrri hálfleiknum í dag og lagði gruninn að þessum sigri þá. Ég var ekki sáttur þegar Valsmenn minnkuðu muninn og þetta stóð nokkuð tæpt á tíma, þar sem Valsmenn voru sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum.“ KR hefur verið með besta liðið í allt sumar og sýnt á köflum frábæra spilamennsku. Liðið er vel mannað og hefur Rúnar gríðarlega breiðan hóp leikmanna.Mögnuð liðsheild „Það sem leggur grunninn að þessum titli er ótrúleg liðsheild. Menn eru alltaf tilbúnir að fórna sér hver fyrir annan. Það þurfa alltaf einhverjir góðir leikmenn að sitja á varamannabekknum og fá færri tækifæri en aðrir og menn þurfa bara að bíta í það súra epli. Það hefur alveg komið upp að leikmenn verði pirraðir en svona breiður hópur er að skila KR Íslandsmeistaratitlinum í ár.“ „Það verður að segjast alveg eins og er að þetta er mjög góð tilfinning,“ segir Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, eftir leikinn. „Síðari hálfleikurinn hjá okkur var alls ekki nægilega góður og við náðum ekki að spila okkar leik. Valsmenn áttu alveg möguleika á því að jafna en sem betur fer hafðist það ekki.“ KR-ingar voru í raun lakari aðilinn í síðari hálfleiknum og heppnir að Valsmenn náðu ekki að jafna. „Liðið byrjaði strax í nóvember að búa sig undir þetta tímabil og markmiðin voru skýr, við ætluðum okkur Íslandmeistaratitilinn.“ „Það sem kemur fyrst upp í huga manns er mikill léttir,“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, eftir sigurinn í gær. KR gat með sigri á Breiðablik á fimmtudaginn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn en liðið tapaði illa 3-0 fyrir Kópavogsliðinu og þurfti því að hafa sig allt við til að landa titlinum í gær. „Það var virkilega pirrandi að tapa svona illa gegn Blikum á fimmtudaginn og við ætlum svo sannarlega að gera betur í dag.“ KR og Valur hafa í gegnum áratugina verið miklir erkifjendur og því var ekki leiðinlegt fyrir KR-inginn að klára Íslandsmeistaratitilinn á þeirra heimavelli. „Það er auðvitað alltaf gaman að klára svona titil en KR og Valur eru miklir erkifjendur og því sérstaklega gaman hér.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
KR varð í gær Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla eftir, 2-1, sigur á Val á Vodafone-vellinum. Liðið hefur því tryggt sér titilinn fyrir lokaumferðina en KR-ingar eru með 49 stig. Vesturbæjarveldið á samt sem áður tvo leiki eftir af tímabilinu og geta því farið vel yfir 50 stiga múrinn. Þetta var í 26. skipti sem KR verður Íslandsmeistari í knattspyrnu karla. Gary Martin gerði bæði mörk KR í leiknum og komu þau í fyrri hálfleiknum. „Það var í raun aðeins meiri ró yfir liðinu í dag, meira stress fyrir leikinn gegn Blikum á fimmtudaginn,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir að liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. „Liðið lék virkilega vel í fyrri hálfleiknum í dag og lagði gruninn að þessum sigri þá. Ég var ekki sáttur þegar Valsmenn minnkuðu muninn og þetta stóð nokkuð tæpt á tíma, þar sem Valsmenn voru sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum.“ KR hefur verið með besta liðið í allt sumar og sýnt á köflum frábæra spilamennsku. Liðið er vel mannað og hefur Rúnar gríðarlega breiðan hóp leikmanna.Mögnuð liðsheild „Það sem leggur grunninn að þessum titli er ótrúleg liðsheild. Menn eru alltaf tilbúnir að fórna sér hver fyrir annan. Það þurfa alltaf einhverjir góðir leikmenn að sitja á varamannabekknum og fá færri tækifæri en aðrir og menn þurfa bara að bíta í það súra epli. Það hefur alveg komið upp að leikmenn verði pirraðir en svona breiður hópur er að skila KR Íslandsmeistaratitlinum í ár.“ „Það verður að segjast alveg eins og er að þetta er mjög góð tilfinning,“ segir Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, eftir leikinn. „Síðari hálfleikurinn hjá okkur var alls ekki nægilega góður og við náðum ekki að spila okkar leik. Valsmenn áttu alveg möguleika á því að jafna en sem betur fer hafðist það ekki.“ KR-ingar voru í raun lakari aðilinn í síðari hálfleiknum og heppnir að Valsmenn náðu ekki að jafna. „Liðið byrjaði strax í nóvember að búa sig undir þetta tímabil og markmiðin voru skýr, við ætluðum okkur Íslandmeistaratitilinn.“ „Það sem kemur fyrst upp í huga manns er mikill léttir,“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, eftir sigurinn í gær. KR gat með sigri á Breiðablik á fimmtudaginn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn en liðið tapaði illa 3-0 fyrir Kópavogsliðinu og þurfti því að hafa sig allt við til að landa titlinum í gær. „Það var virkilega pirrandi að tapa svona illa gegn Blikum á fimmtudaginn og við ætlum svo sannarlega að gera betur í dag.“ KR og Valur hafa í gegnum áratugina verið miklir erkifjendur og því var ekki leiðinlegt fyrir KR-inginn að klára Íslandsmeistaratitilinn á þeirra heimavelli. „Það er auðvitað alltaf gaman að klára svona titil en KR og Valur eru miklir erkifjendur og því sérstaklega gaman hér.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira