Íslenski boltinn

Grétar: Fyrst og fremst mikill léttir

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Það sem kemur fyrst upp í huga manns er mikill léttir,“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, eftir sigurinn í dag.

KR varð í dag Íslandsmeistari eftir frábæran sigur, 2-1, á Val og eru því orðnir Íslandsmeistarar árið 2013 í Pepsi-deild karla.

„Það var virkilega pirrandi að tapa svona illa gegn Blikum á fimmtudaginn og við ætlum svo sannarlega að gera betur í dag.“

„Það er auðvitað alltaf gaman að klára svona titil en KR og Valur eru miklir erkifjendur og því sérstaklega gaman hér.“

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×