Hjörtur leikur ekki með Víkingum í efstu deild Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2013 12:00 Hjörtur ásamt Ólafi Þórðarsyni, kollega sínum af Skaganum og þjálfara Víkings. Mynd/Facebook „Ég er ekki á neinu framfaraskeiði á milli ára. Á meðan ég get eitthvað þá reyni ég að hanga í þessu,“ segir Hjörtur Júlíus Hjartarson, sóknarmaður Víkings í Reykjavík. Fossvogsklúbburinn tryggði sér sæti í deild þeirra bestu í lygilegri lokaumferð 1. deildar karla um helgina. Lokaumferðin var í takt við gang mála í deildinni í allt sumar þar sem Víkingar töldu sig ítrekað hafa glutrað niður möguleikanum að fara upp. „Þetta fór illa af stað hjá okkur. Við gerðum bara jafntefli heima og gekk erfiðlega að landa sigrum þar,“ segir Hjörtur. Ótrúlegur árangur liðsins á útivelli hélt liðinu þó í efri hluta deildarinnar. Hjörtur segist hafa þrívegis í sumar hugsað að möguleikinn væri úti. Liðið hafi verið komið á toppinn um mitt mót en aðeins fengið eitt eða tvö stig í sex leikja hrinu. „Eftir tapið gegn Haukum í 18. umferðinni hélt maður að þetta væri endanlega búið,“ segir Hjörtur. Liðin í toppbaráttunni hafi hins vegar öll tapað óvænt stigum og Grindavík hent frá sér vænu forskoti á toppnum. Tvö mörk Pape Mamadou Faye á Valbjarnarvellinum gegn Þrótti um helgina tryggði liðinu 2. sætið í deildinni með betri markatölu en Haukar og Grindavík. Munaði miklu um 16-0 sigur á Völsungi í 21. umferðinni. Hjörtur segir útilokað að hann muni spila með Víkingum í deild þeirra bestu að ári. Úrvalsdeildar-Hjörtur hyggur ekki á endurkomu. „Hann fór í endanlegt frí frá úrvalsdeildinni um mitt tímabil 2009 þegar ég fór úr Þrótti í Selfoss,“ segir Hjörtur. Hann hafi ekki tíma til að æfa jafnmikið og á þurfi að halda til að spila í efstu deild á sínum aldri. Hjörtur, sem verður 39 ára í næsta mánuði, segir það ekki einu sinni hafa kitlað hann að láta á það reyna. „Það kitlaði smá árið 2011 þegar Skaginn fór upp,“ segir Hjörtur sem hefur ekki tekið neina ákvörðun um framhaldið. Hann ætli að æfa og halda sér í formi í vetur. Hann muni taka ákvörðun í framhaldinu. Hjörtur fagnaði ásamt félögum sínum á lokahófi í Víkinni á laugardag. Hann segir hafa verið gaman að sjá hve miklu máli úrvalsdeildarsætið skipti leikmenn og stuðningsmenn Víkings. Aron Elís Þrándarson sópaði til sín verðlaunum á lokahófinu. „Það er ósköp eðlilegt. Hann var langbestur í sumar,“ segir Hjörtur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
„Ég er ekki á neinu framfaraskeiði á milli ára. Á meðan ég get eitthvað þá reyni ég að hanga í þessu,“ segir Hjörtur Júlíus Hjartarson, sóknarmaður Víkings í Reykjavík. Fossvogsklúbburinn tryggði sér sæti í deild þeirra bestu í lygilegri lokaumferð 1. deildar karla um helgina. Lokaumferðin var í takt við gang mála í deildinni í allt sumar þar sem Víkingar töldu sig ítrekað hafa glutrað niður möguleikanum að fara upp. „Þetta fór illa af stað hjá okkur. Við gerðum bara jafntefli heima og gekk erfiðlega að landa sigrum þar,“ segir Hjörtur. Ótrúlegur árangur liðsins á útivelli hélt liðinu þó í efri hluta deildarinnar. Hjörtur segist hafa þrívegis í sumar hugsað að möguleikinn væri úti. Liðið hafi verið komið á toppinn um mitt mót en aðeins fengið eitt eða tvö stig í sex leikja hrinu. „Eftir tapið gegn Haukum í 18. umferðinni hélt maður að þetta væri endanlega búið,“ segir Hjörtur. Liðin í toppbaráttunni hafi hins vegar öll tapað óvænt stigum og Grindavík hent frá sér vænu forskoti á toppnum. Tvö mörk Pape Mamadou Faye á Valbjarnarvellinum gegn Þrótti um helgina tryggði liðinu 2. sætið í deildinni með betri markatölu en Haukar og Grindavík. Munaði miklu um 16-0 sigur á Völsungi í 21. umferðinni. Hjörtur segir útilokað að hann muni spila með Víkingum í deild þeirra bestu að ári. Úrvalsdeildar-Hjörtur hyggur ekki á endurkomu. „Hann fór í endanlegt frí frá úrvalsdeildinni um mitt tímabil 2009 þegar ég fór úr Þrótti í Selfoss,“ segir Hjörtur. Hann hafi ekki tíma til að æfa jafnmikið og á þurfi að halda til að spila í efstu deild á sínum aldri. Hjörtur, sem verður 39 ára í næsta mánuði, segir það ekki einu sinni hafa kitlað hann að láta á það reyna. „Það kitlaði smá árið 2011 þegar Skaginn fór upp,“ segir Hjörtur sem hefur ekki tekið neina ákvörðun um framhaldið. Hann ætli að æfa og halda sér í formi í vetur. Hann muni taka ákvörðun í framhaldinu. Hjörtur fagnaði ásamt félögum sínum á lokahófi í Víkinni á laugardag. Hann segir hafa verið gaman að sjá hve miklu máli úrvalsdeildarsætið skipti leikmenn og stuðningsmenn Víkings. Aron Elís Þrándarson sópaði til sín verðlaunum á lokahófinu. „Það er ósköp eðlilegt. Hann var langbestur í sumar,“ segir Hjörtur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira