Jói Kalli er ekki til sölu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. september 2013 07:00 Skagamenn taka ekki í mál að selja fyrirliðann sinn í vetur. Jóhannes Karl spilar því að óbreyttu í 1. deildinni næsta sumar. Mynd/Pjetur Knattspyrnustórveldið ÍA er fallið úr Pepsi-deildinni. Dvölin í deild þeirra bestu var stutt að þessu sinni eða aðeins tvö ár. Þetta var í fjórða sinn sem ÍA fellur úr efstu deild. Skagamenn hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. Þeir hafa aðeins unnið tvo leiki af nítján og ekki tekið nema eitt stig af þrjátíu mögulegum á útivelli. ÍA er einfaldlega með lélegasta liðið í Pepsi-deildinni í sumar. „Við ætlum bara að klára þetta mót áður en við hittumst, setjumst niður og förum yfir framhaldið,“ sagði Ingi Fannar Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, súr í bragði. Spekingar eru á einu máli um að ÍA hafi einfaldlega ekki sent nógu gott lið til keppni. Hvað finnst formanninum? „Það er erfitt að meta það almennilega núna. Maður gerir það þegar reiðin rennur af manni. Þá er hægt að greina þetta svo eitthvað vit sé í því. Það er ekki hægt að segja neitt núna nema vera bara í bulli.“ Það gekk mikið á hjá Akranesi í sumar. Þórður Þórðarson hætti að þjálfa liðið og í hans stað kom Þorvaldur Örlygsson. Það skilaði liðinu ekki neinu. Er eitthvað sem stjórnin sér eftir? „Við gerðum örugglega fullt af mistökum.“ Ingi Fannar segir að stjórnin sé ánægð með störf Þorvalds þó svo að úrslitin hafi ekki verið góð. Formaðurinn vildi ekki gefa neitt upp um hvort hann yrði áfram með liðið. Sú fiskisaga hefur flogið að Skagamenn ætli sér að reyna að fá Sigurð Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi þjálfara kvennalandsliðsins, til þess að taka við liðinu. „Ég held að þetta sé bara eitthvað bull. Ég hef ekki heyrt þessa sögu. Ég heyri þær sjaldnast enda vinn ég í banka með tuttugu konum. Við höfum ekkert rætt við Sigurð Ragnar.“ Mikið hefur verið rætt um framtíð fyrirliðans, Jóhannesar Karls Guðjónssonar, en orðið á götunni hefur verið að hann muni fara í KR eða FH. Ingi Fannar segir að ekkert verði af því. „Hann er samningsbundinn okkur og á eitt ár eftir af samningi. Hann er ekki til sölu. Þetta er fyrirliði liðsins og það er ekki séns að hann fari. Hann fær ekkert að fara,“ sagði Ingi Fannar ákveðinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Knattspyrnustórveldið ÍA er fallið úr Pepsi-deildinni. Dvölin í deild þeirra bestu var stutt að þessu sinni eða aðeins tvö ár. Þetta var í fjórða sinn sem ÍA fellur úr efstu deild. Skagamenn hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. Þeir hafa aðeins unnið tvo leiki af nítján og ekki tekið nema eitt stig af þrjátíu mögulegum á útivelli. ÍA er einfaldlega með lélegasta liðið í Pepsi-deildinni í sumar. „Við ætlum bara að klára þetta mót áður en við hittumst, setjumst niður og förum yfir framhaldið,“ sagði Ingi Fannar Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, súr í bragði. Spekingar eru á einu máli um að ÍA hafi einfaldlega ekki sent nógu gott lið til keppni. Hvað finnst formanninum? „Það er erfitt að meta það almennilega núna. Maður gerir það þegar reiðin rennur af manni. Þá er hægt að greina þetta svo eitthvað vit sé í því. Það er ekki hægt að segja neitt núna nema vera bara í bulli.“ Það gekk mikið á hjá Akranesi í sumar. Þórður Þórðarson hætti að þjálfa liðið og í hans stað kom Þorvaldur Örlygsson. Það skilaði liðinu ekki neinu. Er eitthvað sem stjórnin sér eftir? „Við gerðum örugglega fullt af mistökum.“ Ingi Fannar segir að stjórnin sé ánægð með störf Þorvalds þó svo að úrslitin hafi ekki verið góð. Formaðurinn vildi ekki gefa neitt upp um hvort hann yrði áfram með liðið. Sú fiskisaga hefur flogið að Skagamenn ætli sér að reyna að fá Sigurð Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi þjálfara kvennalandsliðsins, til þess að taka við liðinu. „Ég held að þetta sé bara eitthvað bull. Ég hef ekki heyrt þessa sögu. Ég heyri þær sjaldnast enda vinn ég í banka með tuttugu konum. Við höfum ekkert rætt við Sigurð Ragnar.“ Mikið hefur verið rætt um framtíð fyrirliðans, Jóhannesar Karls Guðjónssonar, en orðið á götunni hefur verið að hann muni fara í KR eða FH. Ingi Fannar segir að ekkert verði af því. „Hann er samningsbundinn okkur og á eitt ár eftir af samningi. Hann er ekki til sölu. Þetta er fyrirliði liðsins og það er ekki séns að hann fari. Hann fær ekkert að fara,“ sagði Ingi Fannar ákveðinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn