Íslenski boltinn

Heilt byrjunarlið FH samningslaust

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Stefán
Langflestir leikmenn karlaliðs FH í knattspyrnu verða samningslausir í lok leiktíðar.

Davíð Þór Viðarsson, Ingimundur Níels Óskarsson, Emil Pálsson og Sam Tillen eru í raun einu leikmennirnir af þeim sem verið hafa í hlutverki hjá liðinu í sumar sem ekki verða samningslausir.

Hér að neðan má sjá þá leikmenn sem FH þarf að semja við að nýju í lok leiktíðar. Til samanburðar er Guðmundur Reynir Gunnarsson eini leikmaður KR, af þeim sem hafa spilað að ráði í sumar, sem verður samningslaus í lok leiktíðar.

Brynjar Ásgeir Guðmundsson er samningslaus samkvæmt heimasíðu KSÍ þaðan sem upplýsingarnar eru fengnar. Hann á þó að hafa endursamið við Fimleikafélagið í sumar.

Samningslausu leikmennirnir (ýmist 31. október eða 31. desember):

Albert Brynjar Ingason

Atli Guðnason

Daði Lárusson

Freyr Bjarnason

Guðjón Árni Antoníusson

Guðmann Þórisson

Hólmar Örn Rúnarsson

Jón Ragnar Jónsson

Kristján Gauti Emilsson

Ólafur Páll Snorrason

Pétur Viðarsson

Róbert Örn Óskarsson

Viktor Örn Guðmundsson

Á heimasíðu KSÍ má kynna sér samningsstöðu leikmanna hjá íslenskum félögum. Smellið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×