Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 4-2 | Sex mörk í seinni hálfleik Árni Jóhannsson skrifar 22. september 2013 00:01 Keflavík tryggði veru sína í úrvalsdeild karla í knattspyrnu með sigri á Eyjamönnum í leik sem fram fór á Nettó-vellinum í Keflavík í dag. ÍBV er þessar mundir að spila upp á stoltið en fyrir leik var orðið ljóst að liðið endar í fimmta eða sjötta sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikur var fínasta skemmtun þótt mörkin hafi látið á sér standa en bæði lið sóttu og náðu að skapa sér nokkur góð færi. Keflavík var ívið betra en Guðjón Orri Sigurðsson markvörður Eyjamanna var vel á verði í markinu og átti nokkrar glæsilegar markvörslur sem héldu gestunum inn í leiknum. Færin sem gestirnir fengu voru að mestu hálffæri en þeir voru þó að spila skemmtilega á köflum. Þegar skammt var til hálfleiks átti Tonny Mawejje groddalega tæklingu á Arnór Ingva Traustason, sem þurfti að flytja upp á sjúkrahús en blessunarlega var ekki um fótbrot að ræða heldur slæma tognun. Heimamenn voru virkilega óánægðir með Kristinn Jakobsson dómara sem þeir töldu að hefði átt að vísa Mawejje af velli. Hann fékk hins vegar gult spjald og liðin gengu jöfn til búningsklefa í hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti og voru heimamenn komnir yfir eftir einungis tvær mínútur. Þá skaut Jóhann Birnir Guðmundsson úr aukaspyrnu utan af kanti úr þröngu færi en Guðjón Orri misreiknaði sig eitthvað og kýldi boltann í eigið net. Jóhann Birnir framkvæmdi aðra aukaspyrn um 20 mínútum seinna og sendi þá háan bolta inn á markteig gestanna þar sem Einar Orri Einarsson var mættur til að skalla boltann af miklu afli í markið. Þar með voru heimamenn komnir með tveggja marka forystu og var farið að líða vel. Þá var komið að komið að Eyjamönnum að skora mörkin og var fyrra markið að dýrari gerðinni. Aaron Spear fékk boltann við miðjubogann og tók nokkur skref áfram þangað til hann sparkaði boltanum í fallegum boga yfir Ómar Jóhannsson í slána og inn. Stórglæsilegt mark og Eyjamenn komnir aftur inn í leikinn. Gunnar Már Guðmundsson kom síðan inn á og var ekki búinn að vera á vellinum nema í fjórar mínútur þegar hann jafnaði metin eftir klaufagang heimamanna og klafs í teignum. Fékk hann boltann einn og óvaldaður í markteignum og þakkaði fyrir sig með því að þruma boltanum í netið. Þegar fimm mínútur lifðu af leiknum kom Hörður Sveinsson heimamönnum yfir eftir að Elías Már Ómarsson átti skot sem Guðjón Orri náði ekki að halda og var Hörður réttur maður á réttum stað og mokaði boltanum yfir línuna. Fjórum mínútum seinna innsiglaði Bojan Stefán Ljubicic sigur Keflvíkinga með virkilega flottu marki. Bojan fékk boltann á miðjum vellinum og þeysti í átt að marki. Þegar hann var kominn að markteignum renndi hann boltanum á milli fóta markvarðarins. Eftir leikinn eru Keflvíkingar í 7. sæti deildarinnar og búnir að tryggja veru sína í deildinni. Eyjamenn eru hins vegar enn í 6 sæti, fara ekki neðar en það en gætu komið sér í fimmta sæti með góðum úrslitum í lokaumferðinni. Hermann Hreiðarsson: James búinn að vera atvinnumaður í 800 árÞjálfari ÍBV var beðinn um að útskýra það afhverju hann gerði fjórar breytingar á liði sínu fyrir leikinn. Ástæðan er sú að menn eru meiddir og því nauðsynlegt að rótera liðinu. „Garner er til dæmis ansi kviðslitinn. Við erum náttúrulega búnir að spila 4 leiki á einhverjum 9 eða 10 dögum og menn eru bara að finna aðeins fyrir því.“ „Já það lifnaði yfir þessu í seinni hálfleik. Það voru svo sem færi í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fór þetta að opnast aðeins. Maður er náttúrulega aldrei sáttur við að fá á sig mörk og við fáum á okkur tvö úr föstum leikatriðum. Ég er náttúrulega hundfúll með það en Eyjamenn sýndu það að við hættum ekkert og við komum vel inn í leikinn aftur“, sagði Hermann um leikinn við Keflavík sem Eyjamenn töpuðu 4-2. Aðspurður um markmið ÍBV fyrir mót og hvort hann væri sáttur, sagði Hermann: „Við erum að lenda þarna í 5. til 6. sæti og ég er bara mjög sáttur við spilamennskuna hjá liðinu í sumar. Ég hef haft hrikalega gaman af þessu og lært heilmikið á þessu. Ég er náttúrulega ekki búinn að vera hérna í 15 ár og vissi þannig lagað ekki mikið um stöðuna á deildinni eða hvar við ættum að enda í deildinni en ég er mjög ánægður með minn hóp og mína leikmenn.“ „Allir alvöru leikir, það er bara stórskemmtilegt að taka þátt í þeim, um leið og þú labbar yfir hvítu línuna, þá veistu að það skiptir máli að vinna leikinn. Hvaða leikur sem það er. Þú spilar svo sem alltaf fyrir sjálfan þig, hver og einn leikmaður vill sýna hvað í sér býr.Það vilja allir standa sig“, sagði Hermann um hvort það væri erfitt að koma mönnum í gír fyrir leiki þar sem lítið er undir. Hermann hélt að David James, sem sat á bekknum vegna meiðsla, yrði í vinnu við að lýsa leikjum út í Englandi í seinustu umferðinni og yrði hann því væntanlega ekki með. Hins vegar sagði Hermann mjög mikill fengur fyrir liðið sitt að fá svona fagmann inn í hópinn. „Hann er náttúrulega búinn að gera allt í boltanum, búinn að vera atvinnumaður í 800 ár þannig að hann er virkilega flott fyrirmynd og fengur fyrir okkur.“ Kristján Guðmundsson: Náðum í stigin sem þurftiKristján Guðmundsson var að vonum ánægður eftir leikinn á móti ÍBV enda Keflvíkingar öruggir með sæti sitt í deildinni næsta sumar. „Já virkilega skemmtilegt sumar sem byrjaði með góðum sigri upp á Skaga, síðan kom smá dýfa í þetta þar sem við töpuðum nokkrum leikjum en við unnum bara vel í okkar málum og byggðum upp góðann völl hérna heima. Það er að segja við fórum að taka stig á heimavelli og höfum verið að vinna hvern leikinn á fætur öðrum og spila mjög vel. Við náðum í þessi stig sem við þurftum til að halda sæti okkar í deildinni." „Fótboltinn er vinsælasta íþrótt í heimi einmitt út af þessu" sagði Kristján um gang leiksins þegar gestirnir náðu að jafna metin á fjögurra mínútna kafla. „Við fáum á okkur mark þarna frá miðjuboganum og það er áfall að horfa upp á slíkt og vera inn á vellinum. Svo fáum við á okkur horn í næstu sókn á eftir og þarna eru komnir nýjir leikmenn inn á í varnarleikinn okkar og sóknarleikinn þeirra og talningin hreinlega bara klikkaði. Þar var maður einn og sá kann að skora. Við erum hins vegar þannig lið sem leggst ekki alveg til baka heldur sækjum mörkin og við vorum frábærir í seinasta hluta leiksins." „Í fyrri hálfleik var hátt spennustig og rólegt þannig séð á meðan staðan er jöfn en eftir að mark er komið í leikinn þá eykst hraðinn það var það sem skóp sigurinn. Við brutum ísinn með því að skora strax og seinni hálfleikurinn byrjar og við vorum aðeins hraðari í að skipta boltanum milli kanta og það hjálpaði í dag." „Það er slæm tognun en ekki brot, það er búið að taka mynd af honum og við erum bara sáttir við að það er ekki alvarlegra en það", sagði Kristján um stöðuna á Arnóri Ingva Traustasyni sem þurfti að fara meiddur af velli og var fluttur með sjúkrabíl frá vellinum. Hann var hinsvegar kominn á hækjur og á bekkinn undir lok leiks. „Ég er ekki búinn að hugsa um það og ég þarf að gefa mér einhverja daga í spá í það en ætli við ræðum það ekki á næstu dögum", hafði Kristján að segja um framhaldið og hvort hann hefði áhuga á að vera áfram við stjórnvölin hjá Keflavík. „Fyrst og fremst ætlum við að klára þetta mót og þennan dag. Það er leikur á laugardaginn, þótt við séum búnir að tryggja það að við séum áfram í deildinni þá erum við ennþá að spila í deildinni og það er á laugardaginn og við þurfum að spila hann." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Keflavík tryggði veru sína í úrvalsdeild karla í knattspyrnu með sigri á Eyjamönnum í leik sem fram fór á Nettó-vellinum í Keflavík í dag. ÍBV er þessar mundir að spila upp á stoltið en fyrir leik var orðið ljóst að liðið endar í fimmta eða sjötta sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikur var fínasta skemmtun þótt mörkin hafi látið á sér standa en bæði lið sóttu og náðu að skapa sér nokkur góð færi. Keflavík var ívið betra en Guðjón Orri Sigurðsson markvörður Eyjamanna var vel á verði í markinu og átti nokkrar glæsilegar markvörslur sem héldu gestunum inn í leiknum. Færin sem gestirnir fengu voru að mestu hálffæri en þeir voru þó að spila skemmtilega á köflum. Þegar skammt var til hálfleiks átti Tonny Mawejje groddalega tæklingu á Arnór Ingva Traustason, sem þurfti að flytja upp á sjúkrahús en blessunarlega var ekki um fótbrot að ræða heldur slæma tognun. Heimamenn voru virkilega óánægðir með Kristinn Jakobsson dómara sem þeir töldu að hefði átt að vísa Mawejje af velli. Hann fékk hins vegar gult spjald og liðin gengu jöfn til búningsklefa í hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti og voru heimamenn komnir yfir eftir einungis tvær mínútur. Þá skaut Jóhann Birnir Guðmundsson úr aukaspyrnu utan af kanti úr þröngu færi en Guðjón Orri misreiknaði sig eitthvað og kýldi boltann í eigið net. Jóhann Birnir framkvæmdi aðra aukaspyrn um 20 mínútum seinna og sendi þá háan bolta inn á markteig gestanna þar sem Einar Orri Einarsson var mættur til að skalla boltann af miklu afli í markið. Þar með voru heimamenn komnir með tveggja marka forystu og var farið að líða vel. Þá var komið að komið að Eyjamönnum að skora mörkin og var fyrra markið að dýrari gerðinni. Aaron Spear fékk boltann við miðjubogann og tók nokkur skref áfram þangað til hann sparkaði boltanum í fallegum boga yfir Ómar Jóhannsson í slána og inn. Stórglæsilegt mark og Eyjamenn komnir aftur inn í leikinn. Gunnar Már Guðmundsson kom síðan inn á og var ekki búinn að vera á vellinum nema í fjórar mínútur þegar hann jafnaði metin eftir klaufagang heimamanna og klafs í teignum. Fékk hann boltann einn og óvaldaður í markteignum og þakkaði fyrir sig með því að þruma boltanum í netið. Þegar fimm mínútur lifðu af leiknum kom Hörður Sveinsson heimamönnum yfir eftir að Elías Már Ómarsson átti skot sem Guðjón Orri náði ekki að halda og var Hörður réttur maður á réttum stað og mokaði boltanum yfir línuna. Fjórum mínútum seinna innsiglaði Bojan Stefán Ljubicic sigur Keflvíkinga með virkilega flottu marki. Bojan fékk boltann á miðjum vellinum og þeysti í átt að marki. Þegar hann var kominn að markteignum renndi hann boltanum á milli fóta markvarðarins. Eftir leikinn eru Keflvíkingar í 7. sæti deildarinnar og búnir að tryggja veru sína í deildinni. Eyjamenn eru hins vegar enn í 6 sæti, fara ekki neðar en það en gætu komið sér í fimmta sæti með góðum úrslitum í lokaumferðinni. Hermann Hreiðarsson: James búinn að vera atvinnumaður í 800 árÞjálfari ÍBV var beðinn um að útskýra það afhverju hann gerði fjórar breytingar á liði sínu fyrir leikinn. Ástæðan er sú að menn eru meiddir og því nauðsynlegt að rótera liðinu. „Garner er til dæmis ansi kviðslitinn. Við erum náttúrulega búnir að spila 4 leiki á einhverjum 9 eða 10 dögum og menn eru bara að finna aðeins fyrir því.“ „Já það lifnaði yfir þessu í seinni hálfleik. Það voru svo sem færi í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fór þetta að opnast aðeins. Maður er náttúrulega aldrei sáttur við að fá á sig mörk og við fáum á okkur tvö úr föstum leikatriðum. Ég er náttúrulega hundfúll með það en Eyjamenn sýndu það að við hættum ekkert og við komum vel inn í leikinn aftur“, sagði Hermann um leikinn við Keflavík sem Eyjamenn töpuðu 4-2. Aðspurður um markmið ÍBV fyrir mót og hvort hann væri sáttur, sagði Hermann: „Við erum að lenda þarna í 5. til 6. sæti og ég er bara mjög sáttur við spilamennskuna hjá liðinu í sumar. Ég hef haft hrikalega gaman af þessu og lært heilmikið á þessu. Ég er náttúrulega ekki búinn að vera hérna í 15 ár og vissi þannig lagað ekki mikið um stöðuna á deildinni eða hvar við ættum að enda í deildinni en ég er mjög ánægður með minn hóp og mína leikmenn.“ „Allir alvöru leikir, það er bara stórskemmtilegt að taka þátt í þeim, um leið og þú labbar yfir hvítu línuna, þá veistu að það skiptir máli að vinna leikinn. Hvaða leikur sem það er. Þú spilar svo sem alltaf fyrir sjálfan þig, hver og einn leikmaður vill sýna hvað í sér býr.Það vilja allir standa sig“, sagði Hermann um hvort það væri erfitt að koma mönnum í gír fyrir leiki þar sem lítið er undir. Hermann hélt að David James, sem sat á bekknum vegna meiðsla, yrði í vinnu við að lýsa leikjum út í Englandi í seinustu umferðinni og yrði hann því væntanlega ekki með. Hins vegar sagði Hermann mjög mikill fengur fyrir liðið sitt að fá svona fagmann inn í hópinn. „Hann er náttúrulega búinn að gera allt í boltanum, búinn að vera atvinnumaður í 800 ár þannig að hann er virkilega flott fyrirmynd og fengur fyrir okkur.“ Kristján Guðmundsson: Náðum í stigin sem þurftiKristján Guðmundsson var að vonum ánægður eftir leikinn á móti ÍBV enda Keflvíkingar öruggir með sæti sitt í deildinni næsta sumar. „Já virkilega skemmtilegt sumar sem byrjaði með góðum sigri upp á Skaga, síðan kom smá dýfa í þetta þar sem við töpuðum nokkrum leikjum en við unnum bara vel í okkar málum og byggðum upp góðann völl hérna heima. Það er að segja við fórum að taka stig á heimavelli og höfum verið að vinna hvern leikinn á fætur öðrum og spila mjög vel. Við náðum í þessi stig sem við þurftum til að halda sæti okkar í deildinni." „Fótboltinn er vinsælasta íþrótt í heimi einmitt út af þessu" sagði Kristján um gang leiksins þegar gestirnir náðu að jafna metin á fjögurra mínútna kafla. „Við fáum á okkur mark þarna frá miðjuboganum og það er áfall að horfa upp á slíkt og vera inn á vellinum. Svo fáum við á okkur horn í næstu sókn á eftir og þarna eru komnir nýjir leikmenn inn á í varnarleikinn okkar og sóknarleikinn þeirra og talningin hreinlega bara klikkaði. Þar var maður einn og sá kann að skora. Við erum hins vegar þannig lið sem leggst ekki alveg til baka heldur sækjum mörkin og við vorum frábærir í seinasta hluta leiksins." „Í fyrri hálfleik var hátt spennustig og rólegt þannig séð á meðan staðan er jöfn en eftir að mark er komið í leikinn þá eykst hraðinn það var það sem skóp sigurinn. Við brutum ísinn með því að skora strax og seinni hálfleikurinn byrjar og við vorum aðeins hraðari í að skipta boltanum milli kanta og það hjálpaði í dag." „Það er slæm tognun en ekki brot, það er búið að taka mynd af honum og við erum bara sáttir við að það er ekki alvarlegra en það", sagði Kristján um stöðuna á Arnóri Ingva Traustasyni sem þurfti að fara meiddur af velli og var fluttur með sjúkrabíl frá vellinum. Hann var hinsvegar kominn á hækjur og á bekkinn undir lok leiks. „Ég er ekki búinn að hugsa um það og ég þarf að gefa mér einhverja daga í spá í það en ætli við ræðum það ekki á næstu dögum", hafði Kristján að segja um framhaldið og hvort hann hefði áhuga á að vera áfram við stjórnvölin hjá Keflavík. „Fyrst og fremst ætlum við að klára þetta mót og þennan dag. Það er leikur á laugardaginn, þótt við séum búnir að tryggja það að við séum áfram í deildinni þá erum við ennþá að spila í deildinni og það er á laugardaginn og við þurfum að spila hann."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira