Íslenski boltinn

Aganefnd tekur ummæli formanna FH fyrir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Börkur Edvarsson (til vinstri) og Jón Rúnar Halldórsson.
Börkur Edvarsson (til vinstri) og Jón Rúnar Halldórsson. Mynd/Samsett
Knattspyrnudeild FH gæti átt yfir höfði sér refsingu vegna hegðunar formanna deildarinnar að loknu 3-3 jafnteflinu gegn Val í Pepsi-deild karla.

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildarinnar, og Lúðvík Arnarson, varaformaður deildarinnar, sökuðu kollega sinn hjá Val, Börk Edvardsson, um að taka hlut af sölu leikmanna Hlíðarendaliðsins. Myndskeið frá atvikinu má sjá hér.

Formennirnir sendu frá sér yfirlýsingu samdægurs þar sem þeir báðust afsökunar á ummælum sínum. Ítrekuðu þeir afsökunarbeiðnina daginn eftir í yfirlýsingu. Börkur staðfesti í samtali við fjölmiðla að málinu væri lokið af hans hálfu.

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir í samtali við Rúv að hafa vísað ummælunum til aganefndar. Hún fundar á þriðjudögum en málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×