Íslenski boltinn

Búið að færa lokaumferð Pepsi-deildar karla

Eins og búast mátti við hefur lokaumferð Pepsi-deildar karla verið færð fram á næstkomandi laugardag en hún átti að fara fram á sunnudeginum.

Þar sem í raun allt liggur fyrir nú þegar og lokaumferðin skiptir í raun engu máli hefur þetta verið gert.

Leikur ÍA og KR sem átti að vera á fimmtudag hefur þar af leiðandi verið færður fram á miðvikudag.

Leikirnir í lokaumferðinni sem hefjast klukkan 14.00 á laugardag:

Víkingur Ó – Valur

KR – Fram

FH – Stjarnan

Breiðablik – Keflavík

ÍBV – Þór

ÍA – Fylkir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×