Íslenski boltinn

Gunnar Már: Hefði sjálfsagt getað staðið í fæturna

Gunnar Már Guðmundsson.
Gunnar Már Guðmundsson. Mynd/Daníel
Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður ÍBV, var í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net í dag þar sem hann ræðir rauða spjaldið sem Valsmaðurinn Haukur Páll Sigurðsson fékk í Eyjum í gær.

Haukur Páll fékk rautt spjald fyrir að ýta á brjóstkassann á Gunnari sem stóð þá yfir Fjalari Þorgeirssyni markverði Vals. Rauða spjaldið þýðir að Haukur Páll verður í leikbanni í tveimur síðustu umferðum Pepsi-deildarinnar.

„Ég ýki snertinguna, það er klárt, en ég ætlaði ekki að henda mér niður. Hann á ekkert að hlaupa af margra metra færi og ýta í mig. Planið var ekkert að fiska hann út af en það lítur þannig út í sjónvarpinu. Hann á að vita betur og ekki vera að ýta svona. Maður hefði sjálfsagt getað staðið í fæturna ef út í það farið en þetta er bara vitleysa í Hauki," sagði Gunnar Már Guðmundsson við blaðamann fótbolti.net en það er hægt að sjá viðtalið með því að smella hér.

Haukur Páll Sigurðsson fékk þarna sitt annað rauða spjald en hann var einnig rekinn útaf í bikarleik á móti Fram í lok maí. Þetta þýðir að hann missir bæði af leiknum á móti KR á sunnudaginn sem og af leiknum á móti Víkingi Ólafsvík í lokaumferðinni um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×