FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Aron Guðmundsson skrifar 10. desember 2025 20:18 Frá leik FH fyrr á tímabilinu. Hér má sjá Birgi Má Birgisson sem átti góðan leik í kvöld gegn ÍBV Vísir/Anton Brink FH hafði betur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum þar sem liðin mættust í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í Eyjum sex marka sigur FH, 29-23. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur, voru með yfirhöndina nær allan fyrri hálfleikinn og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Því forskoti héldu þeir allt þar til að rétt innan við stundarfjórðungur var eftir af leiknum og Jakob Martin jafnaði leikinn fyrir FH, 20-20. FH-ingar gengu á lagið, tóku forystuna í kjölfarið, létu hana aldrei af hendi og unnu að lokum sex marka sigur, 29-23. Símon Michael Guðjónsson var markahæstur í liði FH í kvöld með sex mörk og þá reyndist Birgir Már Birgisson drjúgur með fimm mörk í fimm tilraunum. Þá átti Jón Þórarinn Þorsteinsson góða innkomu í marki gestanna og varði sex skot af þeim fimmtán sem hann fékk á sig, var með fjörutíu prósent markvörslu. Stórleikur Sigtryggs Daða Rúnarssonar dugði ekki til hjá ÍBV. Hann skoraði tíu mörk í leik kvöldsins og var lang markahæsti maður vallarins. Með sigrinum vippar FH sér upp í 4.sæti deildarinnar en þar er liðið með 17 stig. ÍBV er í 6.sæti með 15 stig. Björgvin Páll tryggði Val sigur Þá vann Valur eins marks sigur á Þór Akureyri í spennutrylli á Hlíðarenda þar sem leikar enduðu 31-30, Val í vil. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Valsvísir / anton Sá leikur var jafn allt til loka og voru Valsmenn einu marki yfir á lokasekúndunum þegar að Þórsarar fengu tækifæri til þess að jafna leikinn. Þeim gekk hins vegar erfiðlega að að sækja í átt að markinu og urðu að lokum að reyna skot frá miðju sem að Björgvin Páll varði í marki Vals og tryggði liðinu þar með eins marks sigur. Valur tyllir sér þar með á toppi Olís deildarinnar. Þar er liðið með 22 stig og tveggja stiga forskot á Hauka sem leika þessa stundina gegn ÍR og geta með sigri jafnað Val að stigum. Þórsarar eru í 11.sæti með sjö stig. FH ÍBV Valur Þór Akureyri Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Eyjamenn byrjuðu leikinn betur, voru með yfirhöndina nær allan fyrri hálfleikinn og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Því forskoti héldu þeir allt þar til að rétt innan við stundarfjórðungur var eftir af leiknum og Jakob Martin jafnaði leikinn fyrir FH, 20-20. FH-ingar gengu á lagið, tóku forystuna í kjölfarið, létu hana aldrei af hendi og unnu að lokum sex marka sigur, 29-23. Símon Michael Guðjónsson var markahæstur í liði FH í kvöld með sex mörk og þá reyndist Birgir Már Birgisson drjúgur með fimm mörk í fimm tilraunum. Þá átti Jón Þórarinn Þorsteinsson góða innkomu í marki gestanna og varði sex skot af þeim fimmtán sem hann fékk á sig, var með fjörutíu prósent markvörslu. Stórleikur Sigtryggs Daða Rúnarssonar dugði ekki til hjá ÍBV. Hann skoraði tíu mörk í leik kvöldsins og var lang markahæsti maður vallarins. Með sigrinum vippar FH sér upp í 4.sæti deildarinnar en þar er liðið með 17 stig. ÍBV er í 6.sæti með 15 stig. Björgvin Páll tryggði Val sigur Þá vann Valur eins marks sigur á Þór Akureyri í spennutrylli á Hlíðarenda þar sem leikar enduðu 31-30, Val í vil. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Valsvísir / anton Sá leikur var jafn allt til loka og voru Valsmenn einu marki yfir á lokasekúndunum þegar að Þórsarar fengu tækifæri til þess að jafna leikinn. Þeim gekk hins vegar erfiðlega að að sækja í átt að markinu og urðu að lokum að reyna skot frá miðju sem að Björgvin Páll varði í marki Vals og tryggði liðinu þar með eins marks sigur. Valur tyllir sér þar með á toppi Olís deildarinnar. Þar er liðið með 22 stig og tveggja stiga forskot á Hauka sem leika þessa stundina gegn ÍR og geta með sigri jafnað Val að stigum. Þórsarar eru í 11.sæti með sjö stig.
FH ÍBV Valur Þór Akureyri Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira