Valur

„Hún var bara spörkuð út úr leiknum“
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ekki sáttur eftir að markahæsti leikmaður Vals, Bryndís Arna Níelsdóttir, fór meidd af leikvelli í 1-1 jafntefli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum
Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu.

Gísli fer til Vals
Valsmenn hafa tryggt sér krafta Skagamannsins Gísla Laxdals Unnarssonar sem mun flytja sig yfir á Hlíðarenda í síðasta lagi við lok yfirstandandi keppnistímabils í haust.

Hallveig leggur skóna á hilluna 27 ára gömul: „Langaði að hætta á toppnum“
Hallveig Jónsdóttir, sem hefur undanfarin tímabil verið fyrirliði Íslandsmeistara Vals í körfubolta, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára gömul.

Eignaðist barn og skoraði rúmum hundrað dögum síðar í Bestu deildinni
Fanndís Friðriksdóttir átti sannkallaða draumabyrjun inn á knattspyrnuvöllinn á dögunum er hún lék sinn fyrsta leik síðan í september 2021.

„Nóg mjálmið þið yfir að ég sé með gott lið og það er það eina sem kemst að hjá ykkur“
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, segir að það yrði mjög stórt fyrir liðið að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta kvenna. Valur hefur sótt um þátttöku í keppninni.

Íslandsmeistari og fyrrverandi landsliðskona leggur skóna á hilluna
Hallveig Jónsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins í körfubolta, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, aðeins 27 ára að aldri.

Hjalti Þór tekur við Íslandsmeisturum Vals
Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur tekið við þjálfun Íslandsmeistara Vals í Subway-deild kvenna. Valskonur hafa verið án þjálfara frá lokum tímabilsins en Ólafur Jónas Sigurðsson ákvað að taka sér frí frá þjálfun eftir að hafa landað titlinum í vor.

Valskonur ætla að verða fyrstar frá Íslandi til að komast í Evrópudeildina
Íslandsmeistarar Vals ætla að reyna að komast í Evrópudeildina í handbolta, fyrst íslenskra kvennaliða. Valur varð Íslandsmeistari í nítjánda sinn eftir sigur á ÍBV, 3-0, í úrslitaeinvíginu í síðasta mánuði.

„Verulega skortir á“ í áfrýjun Vals og henni vísað frá
Áfrýjunardómstóll Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, hefur vísað frá áfrýjun Valsmanna í máli Pablo Bertone, leikmanns Vals, vegna fimm leikja banns sem leikmaðurinn fékk að lokinni úrslitakeppninni í vor.

Spilaði bara hundrað mínútur og er farin frá Val
Bandaríska knattspyrnukonan Jamia Fields, sem leikið hafði í hinni sterku, bandarísku úrvalsdeild sem og í efstu deild Noregs, staldraði afar stutt við hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals.

„Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik“
Fanndís Friðriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik, fyrir Val í kvöld, síðan 10. september 2021. Síðan þá hefur hún slitið krossbönd og eignast sitt annað barn. Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði mark eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Tindastól í Bestu deild kvenna.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 5-0 | Íslandsmeistararnir sýndu enga miskunn
Íslandsmeistarar Vals fóru illa með nýliða Tindastóls í 8. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar þar sem bæði Stjarnan og Þróttur Reykjavík töpuðu.

Ágúst framlengir og gæti náð áratug með Val
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, hefur skrifað undir fjögurra ára framlengingu á samningi sínum við félagið.

Sjáðu öll mörkin úr Bestu: Þriðja sýning Vals og Davíð refsaði Blikum
Víkingar verða með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta næstu ellefu daga eftir öruggan sigur gegn Fram í gærkvöld. Öll mörkin úr 11. umferð má nú sjá hér á Vísi.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-5 | Valsmenn kjöldrógu nýliðana
HK fékk Val í heimsókn í Kórinn í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá léku gestirnir frá Hlíðarenda á alsoddi í síðari hálfleik og skoruðu fjögur mörk. Lokatölur 0-5.

„Eitt lið á vellinum“
Valur sigraði HK 5-0 í Kórnum í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur að leikslokum eftir stórsigur sinna manna.

Pavel um Kristó: Hann ákvað að vera áfram í Val
Pavel Ermolinskij reyndi að ná Kristófer Acox yfir til Tindastóls en segir að hann hafi ákveðið að vera áfram í Val. Hann segist hafa mestan trúverðugleika sem þjálfari með því nálgast starfið eins og leikmaður.

Tekur við vegna ástríðu fremur en nauðsynjar: „Fann ég þyrfti á þessu að halda“
Óskar Bjarni Óskarsson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í handbolta í þriðja sinn á sínum ferli. Hann kveðst fremur vera viljugur en tilneyddur til verkefnisins.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 1-0 | Meistararnir unnið þrjá í röð
Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í 7. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur tróna því enn á toppnum og hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, en þetta var hins vegar þriðja tap Þórs/KA í röð.

„Alltaf langbest að skjóta með vinstri“
Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var nokkuð sáttur eftir 1-0 sigur liðsins gegn Þór/KA í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Óskar Bjarni tekur við Val í þriðja sinn
Óskar Bjarni Óskarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Vals. Hann tekur við starfinu af nýráðnum landsliðsþjálfara, Snorra Steini Guðjónssyni.

Berglind Rós til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals
Valur hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna í knattspyrnu en Berglind Rós Ágústsdóttir hefur samið við liðið út tímabilið. Frá þessu greindi Valur fyrr í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Valur 1-1 FH | Allt jafnt á Hlíðarenda
Valur fékk FH í heimsókn í 10. umferð Bestu deildar karla þar sem bæði lið skoruðu sitt markið hvort. Lokatölur 1-1 eftir skemmtilegan leik.

Valsari fór inn í klefa dómara og fékk fimm leikja bann
Pablo Bertone, leikmaður Vals, fór inn í herbergi dómara eftir tapið gegn Tindastóli í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta fyrir tveimur vikum, og hefur nú verið úrskurðaður í fimm leikja bann.

Kjóstu besta leikmann maí í Bestu deildinni
Fjórir leikmenn eru tilnefndir sem besti leikmaður maí í Bestu deild kvenna í fótbolta og nú geta lesendur Vísis kosið um hver þeirra skaraði fram úr.

Snorri Steinn kynntur til leiks á blaðamannafundi í dag
Nú þegar sléttir 100 dagar eru liðnir síðan tilkynnt var að Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari karla í handbolta hefur HSÍ boðað til blaðamannafundar til að kynna nýjan landsliðsþjálfara til leiks.

Síðasta frétt Gaupa: Með Birki Má á heimavelli í Eskihlíðinni
Í síðustu frétt sinni fyrir Stöð 2 ræddi Guðjón Guðmundsson, Gaupi, við Valsmanninn Birki Már Sævarsson á heimavelli þeirra beggja í Eskihlíðinni.

Pétur: Bryndís er markaskorari af guðs náð
Pétur Pétursson var rólegur við leikslok eftir að lið hans hafði unnið sterkan sigur á Þrótti í toppslag 6. umferðar Bestu deildar kvenna í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið.

Umfjöllun og viðtal: Þróttur - Valur 1-2 | Sigur Valskvenna í toppslagnum
Valur vann 2-1 útisigur á Þrótti í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er því áfram í efsta sæti deildarinnar en Þróttur fellur niður í það fimmta.