Körfubolti

Valdi fal­legustu og ljótustu búningana: „Þetta er fall­ein­kunn fyrir mér“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Egill Ásbjarnarson og Tómas Steindórsson ræddu flottustu og ljótustu búningana.
Egill Ásbjarnarson og Tómas Steindórsson ræddu flottustu og ljótustu búningana. S2 Sport

Tómas Steindórsson tók að sér það krefjandi verkefni í síðasta þætti Subway Körfuboltakvölds Extra að velja fallegustu og ljótustu búningana í Subway deild karla.

Egill Ásbjarnarson, eigandi verslunarinnar Suitup Reykjavík, var gestur þáttarins og þar sem hann vinnur við að klæða fólk upp þótti við hæfi að meta búninga liðanna að þessu sinni.

Tómas valdi þrjá ljótustu og þrjá fallegustu búningana. „Því miður. Ég hef nú gaman af því þegar er verið að reyna eitthvað nýtt en þetta er falleinkunn fyrir mér,“ sagði Tómas um ljótasta búninginn.

„Þarna er verið að taka smá sjensa. Þarna finnst mér það ganga fullkomlega upp. Þetta er eins og svörtu Bulls-treyjurnar. Mér finnst þetta vel heppnað,“ sagði Tómas um fallegasta búninginn.

Hér fyrir neðan má síðan sjá hvaða búningar þóttu fallegastir og hverjir eru flottastir.

Klippa: Körfuboltakvöld Extra: Fallegustu og ljótustu búningarnir í deildinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×