Körfubolti

Vals­menn án Kára næstu mánuðina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kári Jónsson í úrslitaeinvíginu á móti Tindastól í vor.
Kári Jónsson í úrslitaeinvíginu á móti Tindastól í vor. Vísir/Hulda Margrét

Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson þarf að gangast undir aðgerð á fæti vegna meiðsla sem hafa plagað hann á tímabilinu. Verður hann frá leik og keppni næstu mánuðina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Vals.

„Þetta er auðvitað mikill missir fyrir liðið en verst fyrir Kára sjálfan sem er búinn að vera spenntur að komast á gólfið með liðinu. Strákarnir hafa stigið frábærlega upp í fjarveru hans og Hjálmars og treysti ég þeim til að halda því áfram,“ segir Finnur Freyr Stefánsson þjálfari liðsins.

Kári er á sínu þriðja tímabili með Valsliðinu en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning síðasta vor.

Valur er eitt fimm liða með fjórtán stig eftir tíu umferðir í Subway-deildinni. Liðið tekur á móti Njarðvík á Hlíðarenda á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×